Vikan - 16.05.1968, Qupperneq 49
RÁÐRÍKUR OG KALDLEGA
ÞENKJANDI MAKI.
í ástum er nautið ekki viðlíka
eins ófyr|irle|itið og hrúturinn.
Það gerir að vísu lítinn greinar-
mun tilfinningar og fýsnar, en
það tekur það góða stund að fella
hug til einhvers; nemur ósjaldan
staðar eða snýr við á miðri leið.
Festi það á hinn bóginn seint og
um síðir ást á einhverjum, þá er
það mesta tryggðatröll á því
sviði sem fleirum. En það er ráð-
ríkt gagnvart maka sínum og vill
annað tveggja eiga hann heilan
og óskiptan eða ails ekki.
Marz-naut geta orðið háska-
gripir á sviði ástarinnar sem víð-
ar; hneigjast stundum til hömlu-
lauss kynsvalls.
Karlmaður fæddur í nauts-
merki er annars að jafnaði prýð-
is eiginmaður, góður og nærgæt-
inn við konu sína og umgengst
hana, bókstaflega talað, sem sinn
„betri helming". Missi konunnar
tekur hann sér mjög nærri og
sækir þá oft á hann þunglyndi
alvarlegs eðlis. Kynmök eru sögð
tíðari í ektalífi nautmenna en
annars fólks.
Nautkonan er einnig þægileg-
heita ektamaki; ósjaldan frískleg
og rjóð með spékoppa í kinnum.
Hún er náttúruelskari og blóma
og prýðir heimili sitt smekklega.
Hún er frábær móðir, og kynlífið
er henni ekki síður mikilvægt en
karlmanni sama merkis. Oft tek-
ur hana þó æðitíma að læra að
njóta kynlífsins til fulls, en með-
an á þeim biðtíma stendur er hún
að jafnaði ágætis vinkona, plat-
ónskt séð.
ÞOLINMÆÐIN
ÞRAUTIR VINNUR ALLAR.
Því miður er hugsanlegt að út
af þessari lukku bregði ef ýmis
stjörnuáhrif eru í verra lagi.
T.d. eru þeir máninn og Satúrn-
us stundum slæmir með að hindra
eðlilega þróun í kynlífi nautkon-
unnar. Þetta er afleitt fyrir hana,
því næsta litlar líkur eru til að
hún þoli lengi við án holdlegrar
ástar. Slík vöntun getur hæglega
orðið heilsu hennar skaðleg, auk
þess sem hið andlega jafnvægi
rýkur lönd og leið. Sem betur
fer verður hið margumtalaða þol-
gæði nautmennisins oft til bjarg-
ar því kvenfólki, sem í slíkum
leiðindum lendir.
Nautkonan er sérlega smekk-
vís í klæðaburði en jafnframt
tildurslaus; fer vel með það sem
hún á. Öfgar kynsystra sinna í
hrút. og vatnsberamerki á þessu
sviði er hún laus við. Hún er í
fyllsta máta kvenleg í kæðaburði;
sækist eftir gljáandi silkiefnum
og hefur gaman af víðum kjólum.
Satúrn-nautkonur hneigjast
meira til íhaldssemi en aðrar
hvað þetta snertir; halda lengi
tryggð við gömlu fötin sín og
hirða aldrei um duttlunga tízk-
unnar. Þær ættu því að vera til-
valdar draumadísir fyrir þá karl-
menn, sem hryllir við kvenkyn-
inu sökum þess að það sé fyrir-
hafnarsamt og kostnaðarsamt í
rekstri.
dþ.
Skriftin kemur....
Framhald af bls. 27
— Hvernig er með blokk-
skrift, er hægt að lesa úr henni?
— Já, að mestu. Maður getur
í rauninni lesið úr hvaða skrift
sem er, meira að segja hraðrit-
un. Það er að minnsta kosti hægt
að lýsa tilfinningalífi viðkom-
andi manneskju. Það er svo ein-
kennilegt, að rétta tilfinninga-
lífið kemur alltaf í ljós, hvernig
sem menn skrifa. Og þó að þeir
séu að reyna að falsa og breyti
stöfum og stafagerð, þá geta þeir
aldrei falsað sitt tilfinningalíf.
Á þessu flaska margir.
— Nú er öllum bömum kennt
að skrifa eins í barnaskóla.
— Já, og fyrstu árin fylgir
barnið forskrift kennarans mjög
nákvæmlega. Meðan það gerir
það, er eiginlega ekki hægt að
lesa úr skrift þess. En þegar
barnið eldist og þroskast, fer það
að skrifa frá sínu eigin brjóstL
Þá býr það til sína eigin per-
sónulegu skrift, og úr henni er
hægt að lesa.
— Margir kennarar berjast
gegn þvi, að nemendur skrifi
afturábak, þ. e. a. s. að hallinn
sé öfugt við það sem venja er tiL
— Það er vonlaust að berjast
gegn slíku, því að sérhver maður
skrifar samkvæmt eðli sinu. —
Bam, sem skrifar með afbrigði-
legum halla, er oft eitt af mörg-
um systkinum og oftast einhvers
staðar innan úr hópnum. Því
finnst því ekki veitt nægileg at-
hygli. Það trúir þess vegna ein-
göngu á sjálft sig. En það eru
jafn mörg atriði í skrift, sem
lesa má úr, þótt hallinn sé af-
brigðilegur.
Afbrigðin sem koma fram í
skrift manna eru ótrúlega marg-
breytileg. Það em til dæmis til
34 algeng afbrigði af t; hann er
einn af þeim stöfum, sem menn
skrifa mjög misjafnlega. Bil
milli stafa í orði, sérstaklega ef
það er langt, virðist vera tals-
vert algengt afbrigði meðal ís-
lendinga. Slík sundurslitin orð
bera vott um tónlistargáfu og
einnig sjötta skilningarvitið, inn-
sæi, dulhyggju eða hvað er hægt
að kalla það. Síðan ég lauk prófi
og fór að lesa úr skrift hef ég
aftur og aftur rekið mig á þetta.
Hins vegar varð ég mjög sjaldan
vör við slíkt í amerískri skrift,
sem ég var látin lesa úr í skól-
anum.
Margir eru hræddir við að
láta lesa úr skrift sinni, af því
að þeir telja sig skrifa svo illa.
En það er engin ástæða til að
óttast slíkt. Þeir sem skrifa vel
þurfa alls ekki að vera neitt
betri og fullkomnari en þeir sem
skrifa illa. Það getur búið mjög
margt í skrift, þótt hún sé ekki
regluleg eða áferðarfalleg.
—- Skrifar ekki kvenfólk yfir-
leitt fíngerðari og fallegri skrift
en karlmenn?
— Nei, ekki mundi ég segja
það. Kvenmaður getur skrifað
alveg eins stóra og grófa skrift
og karlmaður, og svo getur karl-
maður aftur skrifað mjög smáa
og fíngerða hönd. Ég skrifa til
dæmis sjálf mjög stórkarlalega.
— Hvað kostar að láta lesa úr
skrift sinni, og hvernig sýnis-
horn á að senda?
— Fólk þarf helzt að geta um
fæðingardag og ár og sýnishom-
ið þarf að vera minnst ein örk
skrifuð með venjulegum penna
eða sjálfblekungi, en ekki kúlu-
penna eða blýanti. Hvort papp-
írinn er strikaður eða óstrikað-
ur skiptir ekki máli, og heldur
ekki hvað skrifað er. T. d. má
taka efni úr bók eða blaði. Það
er seinlegt verk að lesa úr rit-
hönd. Það þarf að mæla skrift-
ina nákvæmlega og gera ýmsa
úreikninga. Þessi vinna krefst
mikillar einbeitingar og maður
þarf að hvíla sig á milli til þess
að verða ekki of þreyttur í höfð-
inu. Eitt sýnishorn getur tekið
langan tíma, allt upp í viku. —
Gjaldið fyrirt fullan lestur er
500 krónur. Sumum finnst þetta
há upphæð, en þeir gera sér ekki
grein fyrir þeirri vinnu, sem á
bak við liggur.
Rithandarfræðin er alvarlegt
viðfangsefni. Ég vinn eftir föstu
kerfi, sem ég má ekki bregða
út af. Ég er skuldbundin til að
segja sannleikann og ekkert
nema sannleikann, hvernig sem
hann kann að vera og hver sem
hlut á að máli. Annars gæti ég
ekki verið meðlimur í hinum
alþjóðlega félagsskap rithandar-
fræðinga.
Ef fólk langar til að láta mig
lesa úr rithönd sinni, þarf það
að senda mér sýnishorn og fyT-
irframgreiðslu í ábyrgðarpósti
hingað á Hofsvallagötu 19 í
Reykjavík. Ég sendi síðan svar-
ið til baka í ábyrgð, vegna þess,
að enginn óviðkomandi má hnýs-
ast í það, sem er algert trúnað-
armál milli mín og viðskipta-
vina minna. Ég les aldrei úr
skrift neins manns nema að
fengnu leyfi hans sjálfs, jafnvel
ekki vina minna og kunningja.
☆
Turnherbergið
Framhald af bls. 17.
teppi og ný rúmföt sett í rúmið.
Leikföngin höfðu verið lögð til
hliðar og gengum opnar dyrnar
ilnn í fataskápinn, sá hún að
barnafötin höfðu verið fjarlægð.
Frú Griffin svaraði ekki.
— Mér þykir bara verst hvað
ég er til mikilla óþæginda.
— Það var þá nýtt, svaraði frú
Griffin fjandsamlega. — Ég vinn
bara mitt starf. Hvorki meira né
minna.
— En það er þó að minnsta
kosti ekkert nýtt, svaraði Bar-
bara reið mót betri vitund. —
Þér hafið aldrei gert neitt af vin-
semd einni saman, eða hvað, frú
Griffin?
Konan sté niður úr tröppunni.
Hún var blóðrauð í andliti og
svört augun skutu gneistum.
— Af hverju ætti ég að vera
vinsamleg? Hér komið þér og
troðið yður inn undir fölsku
nafni, jafn óáreiðanleg, eins og
þegar þér voruð lítil og hálfdrep-
ið Lady Macfarlane úr hræðslu.
Hafið endaskipti á öllum hlut-
um og eruð öllum til vandræða.
Nákvæmlega eins og móðir yðar!
Og svo krefjist þér þess að ég
sé vinsamleg.
— Nú er nóg komið, sagði Bar-
bara hörkulega. — Gerið svo vel
að minnast þess að ég er ekki
bam sem þér getið meðhöndlað
19. tbi. VIKAN 49