Vikan - 10.10.1968, Blaðsíða 3
4
K
VIKUBROS
— Já, hvert erum vi'ð þá
komin?
— Aðeins upp fyrir hné,
herra forstjóri!
1
Y-
fPESSARI VIKÚ
I NfESTIl
— Guði sé lof að ég er
ekki gift ljónatemjara!
— Ég átti að búa um rúm-
ið yðar.
— Já, gjörið svo vel.
PÓSTURINN ......................... Bls.
DAGLEGT HEILSUFAR ................. Bls.
MIG DREYMDI ....................... Bls.
ERU KONUR VERRI ÖKUMENN EN KARLAR.... Bls.
SAGA FORSYTEÆTTARINNAR ............ Bls.
SÍÐAN SÍÐAST ...................... Bls.
GÖMUL KONA OG GÓÐLYND ............. Bls.
HANN SKAMMAST SÍN FYRIR HEIMINN ... Bls.
SÆLURÍKI FRÚ BLOSSOM .............. Bls.
VIKAN OG HEIMILIÐ ................. Bls.
SAGA BÍTLANNA ..................... Bls.
EFTIR EYRANU....................... Bls.
ALÍSA ............................. Bls.
ÞAÐ STOÐ I BLAÐINU
HRÓÐUR VOR BERST VÍÐA
„Prófessor Peter Foot frá University Collega í London flytur
fyrirlestur í boði Háskóla íslands, er nefnist Um kreddu Þránd-
ar í Götu... . “
Frétt í Vísi.
VÍSUR VIKUNNAR:
Komið er fjúk á fjallsins egg,
freri í urð og melum;
rimur kveða á réttarvegg
rosknir bændur með vikuskegg
veifandi vasapelum.
Margt í borginni miður fer
margur er frelsi rændur,
en beiti réttvísin heilum her
hafa vízt fáir karakter
svipað og sauðfjárbændur.
FORSfi)AN:
Þá eru skólarnir byrjaðir enn einu sinni. Það mun láta nærri,
að fjórðungur þjóðarinnar setjist á skólabekk á hverju hausti,
eða nálega fimmtíu þúsund manns. Börn og unglingar hafa
dustað rykið af skólatöskum sínum og eru farnir að glíma við
tölur og orð. Halldór Pétursson teiknar forsíðuna að þessu
sinni og hún er vissulega táknræn fyrir skólaæskuna nú á
dögum og hinn litríka klæðnað hennar.
VIKAN — ÚTGEFANDI: HILMIR HF.
Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaða-
maður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson.
Dreifing: Óskar Karlsson. Auglýsingastjóri: Jensína Karlsdóttir.
Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Sklpholti 33. Símar 35320 —
35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 40.00. Áskriftarverð er 400 kr.
ársfjórðungslega, eða 750 kr. misserislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrir-
fram. Gjalddagar eru: Nóvember, febrúar, mal og ágúst.
„Hugmyndin um paradís felur
í sér þrá mannsins til æðstu
hugsanlegrar sælu, lífs í al-
gerri gleði og fullkomnun,
lausn frá hættum heimsins og
hvimleiða hversdagslegs ver-
aldarvafsturs.“
Þannig hefst grein í næsta
blaði, sem nefnist Paradís á
jörðu. Þar segir frá hugmynd-
um manna um hið fullkomna
sæluríki á jörðinni í sögu og
skáldskap, bæði fyrr og nú.
í tilefni af þessari grein
brá VIKAN sér á stúfana og
lagði eftirfarandi spurningu
fyrir ungt fólk: Hvernig er
paradís á jörðu í þínum aug-
um? Unga fólkið og hug-
myndir þess um lífshætti og
þjóðfélag hafa mjög verið til
umræðu að undanförnu. Sum-
ir spá því, að æskan geri upp-
reisn gegn ríkjandi hugsun-
arhætti og skipulagi, og stúd-
entaóeirðirnar úti í heimi sé
aðeins byrjunin. Hvað sem
slíkum bollaleggingum líður
er fróðlegt að kynnast svör-
um ungs fólks við áður-
nefndri spurningu og hug-
myndum þess um paradís á
jörðu.
I greininni Þegar Lakonia
fórst segir frá sögulegu sjó-
slysi við Madeira rétt fyrir
jólin 1963, þegar grískt far-
þegaskip fórst og hátt á ann-
að hundrað manns létu lífið.
Ótalmargt fleira efni verð-
ur í næsta blaði og að auki
hin vinsæla Saga Bítlanna,
sem virðist eiga jafn miklum
vinsældum að fagna hér á
landi og erlendis. Og ekki má
gleyma Forsyteættinni, sem
er á hvers manns vörum
þessa dagana.
4o. tbi. VIKAN 3