Vikan - 10.10.1968, Blaðsíða 46
heimsókn Irene í húsið við Robin Hill vakti svo mikið umtal í
fjölskyldunni, eins og raun varð á. Eftir að Swithin hafði gefið
Timothy nákvæma skýrslu af ferðalaginu, barst sagan til eyrna
June, — og þá var búið að bæta ýmsu við, sem bæði bar vott
um forvitni og þó nokkra illgirni.
Orðrómurinn um Irene og Bosinney hafði töluverð áhi’if á James
gamla, því að hann var fyrir löngu búinn að gleyma því þegar
hann var ungur, horaður og fölleitur, og hafði verið að biðla til
sinnar elskulegu Emily. Og nú komst hann að raun um sér til sárra
vonbrigða, að hann var hreinlega búinn að gleyma hvernig það
var að elska.
En nú var það þessi orðrómur, orðrómurinn um tengdadóttur
hans. Þetta var eins og afturganga, sem ekki var hægt að hafa
hendur á, og eins og afturgöngur, breiddi þetta óhugnað í kringum
sig.
Hneyksli! Gat það hugsazt að þetta endaði með hneyksli? James
hafði ekki lengur það hugmyndaflug að hann gæti gert sér ljóst
að það væru til það sterkar ástríður, að þær gætu orsakað hneyksli.
Hann gat ekki skiiið að fólk vildi fórna öryggi sínu, vegna til-
finninganna.
Það gat ekki verið satt, Irene var allt of háttvís og ljúf, það
gat ekki verið neitt að óttast. En það gat ekki farið hjá því að
maður yrði gripinn hræðslu, þegar maður hlustaði á þetta þvaður,
og James hafði viðkvæmar taugar. Hvað gat hann gert? Atti hann
að tala við Soames? Nei það gat gert illt verra. Þegar allt kom
til alls, var þetta aðeins orðrómur...
Gamli Jolyon átti stefnumót í dýragarðinum.
Áhyggjur hans vegna June gerðu hann eirðarlausan, það var
eins og hún forðaðist hann, og hún horaðist stöðugt. Ef hann
yrti á hana, svaraði hún ekki, eða hún beit af sér, eins og hún
væri gráti nær. Barnabarnið hans var orðin breytt, og það var
þessum Bosinney að kenna.
Á svölunum, fyrir ofan bjarnagryfjuna, kom Jo sonur hans og
börnin hans tvö á móti honum. Jolyon tók börnin, sitt í hvora
hönd, og leiddi þau að ljónabúrunum, en Jo fylgdi hægt á eftir.
Honum fannst gaman að sjá föður sinn með börnunum, Jolly
og Holly. En þetta var svo nýtt fyrir Jo, að hann langaði eigin-
lega bæði til að hlæja og gráta. Þessi hnarreisti gamli maður
hafð: svo algerlega gefið sig á vald þessara litlu barna, að hann
viknaði við. Það var eins og þetta ætti ekkert skylt við nafnið
Forsyte, Forsytarnir voru ekki vanir að láta tilfinningar sínar
í ljós.
Það var fyrst þegar þeir voru að fara út úr garðinum að Jolyon
fékk tækifæri til að tala við Jo um það sem lá honum mest á
hjarta, — um June.
— Ég veit ekki hvað við eigum að gera, sagði hann. — Mig
langar mest til að ganga í skrokk á þessum Bosinney, en það er
auðvitað útilokað. En gætir þú ekki talað við þennan náunga, Jo?
— Hvað hefir hann eiginlega gert af sér? spurði Jo, og fór
undan í flæmingi. — Ef þau eiga ekki saman, er auðvitað bezt
að þau slíti strax trúlofuninni.
Jolyon leit á son sinn. — Já, ég mátti svo sem búast við því
að þú héldir með honum, en June er þó dóttir þín. Mér finnst
hann hafa hagað sér ósæmilega, og það ætla ég að segja honum,
þegar ég hitti hann.
Og þar með lét Jolyon málið falla niður. Það var greinilegt að
það var ekki hægt að ræða þetta við Jo. Já, hafði Jo sjálfur ekki
gert sig sekan um það sama (og jafnvel ennþá verra), fyrir fjórtán
árum.
Jo þagði líka. Hann vissi mætavel hvað faðir hans var að hugsa,
og svo sagði hann, fremur kuldalega: — Bosinney hefir líklega
orðið ástfanginn af einhverri annarri.
Jolyon gaut tortryggnislega til hans augunum: — Já, það er
sagt.
— Mér datt það í hug. Hver er það?
— Það er eiginkona Soames.
Jo stillti sig um að flauta. — Vesalings June litla, sagði hann
ástúðlega. I huganum sá hann dóttur sína alltaf fyrir sér sem
þriggja ára barn.
Jolyon nam snöggt staðar á gangstéttinni. — Ég trúi ekki einu
orði af þessu. Þetta hlýtur að vera venjulegt kvennaslúður. En
nú er ég orðinn þreyttur, Jo. Náðu í vagn fyrir mig.
Meðan þeir stóðu þarna og biðu eftir lausum vagni kom skygn-
isvagn akandi með tveim rauðum gæðingum fyrir. Hann vaggaði
svo mikið á fjöðrunum að farþegarnir fjórir róluðu fram og aftur.
Jo kom auga á James frænda sinn í aftursætinu. Það gat ekki
verið neinn annar, þótt skeggið væri mikið farið að þynnast. And-
spænis honum sátu tvær dætur hans, Rachel, sem var ógift og
Winifred Dartie. Báðar konurnar voru skrautlega klæddar, og við
46 VIKAN 40- tbl'
hliðina á James sat Monty Dartie, í spánýjum lafafrakka.
Jo var viss um að þau þekktu hann, Vinifred líka, þótt hún hafi
ekki verið nema fimmtán ára, þegar honum var útskúfað úr For-
sytefjölskyldunni.
— Þetta var James frændi, sem þarna fór, sagði hann við föður
sinn.
— Sá hann okkur? spurði Jolyon, myrkur á svip. — Nú, já, hann
gerði það. Hvað er hann eiginlega að gera í þessum hluta borgar-
innar? Rétt í því kom tómur vagn, sem Jolyon veifaði í. Hann steig
upp í vagninn. — Ég sé þig vonandi fljótlega aftur, drengur rninn,.
sagði hann. — Þú skalt ekki hafa áhyggjur af þessu slúðri um
Bosinney, ég trúi ekki einu orði af því ....
Hann kyssti börnin, sem reyndu að halda í hann, og svo ók hann
á brott.
Hús Rogers frænda við Prince’s Gardens var uppljómað. Öll
kertaljósin í ljósakrónunum spegluðust í gljáfægðu parketgólf-
unum. í einu horni danssalarins stóð venjuleg slagharpa, og nokkr-
ir pálmar á bak við hana. Roger hafði algerlega neitað að leigja
danshljómsveit, honum fannst það óþarfi. Frances dóttir hans varð
að láta sér nægja einn flautuspilara fyrir utan pianistann.
Dansinn var í algleymingi, þegar James kom um tíu-leytið.
Emily konan hans og dæturnar tvær, voru með honum. Monty,
tengdasonur hans fékk ekki að koma með þeim, vegna þess að
síðast þegar hann var í samkvæmi hjá Roger, þá drakk hann sig
skammarlega fullan.
Nokkru síðar komu Soames og Irene. Hann kom sér strax fyrir
við einn vegginn, þar stóð hann og virti dansfólkið fyrir sér, með
daufu brosi. Hann dansaði ekki, ekki einu sinni við Irene, og
hann spurði sjálfan sig hversvegna hann hefði eiginlega tekið. í
mál að koma á dansleikinn. Hvað varð af Irene? Var hún kannski
að dansa við Bosinney? Soames varð gripinn einhverri óljósri óró,
og hann leit i kringum sig í uppljómuðum salnum. Það streymdu
stöðugt fleiri gestir að. Þarna kom June og afi hennar. Hvers
vegna voru þau svo seint á ferð? Þau staðnæmdust við dyrnar
og Soames sá að frændi hans var þreytulegur. En það var heldur
ekkert vit í því fyrir svo gamlan mann að vera svo seint á ferð!
Soames kom allt í einu í hug að það væri langt síðan hann hafði
séð June, og hann athugaði hana gaumgæfilega. Hann sá að hún
varð allt í einu náföl, svo föl, að hann var hræddur um að það
ætlaði að líða yfir hana, en svo varð hún blóðrjóð. Hvað var það
sem kom henni svona úr jafnvægi.
Það hlaut að vera Irene og Bosinney, sem leiddust inn frá garð-
stofunni. Hún var hnarreist og horfði á hann, eins og hún hefði
verið að svara einhverri spurningu og hann horfði á hana, með
brennandi augnaráði.
Soames leit aftur á June. Hún hafði lagt höndina á arm afa
síns, og það var eins og hún væri að biðja hann um eitthvað.
Eitt andartak virtist gamli maðurinn undrandi, en svo sneru þau
sér við og fóru ......
Hljómlistin byrjaði aftur. Það var vals. Irene og Bosinney döns-
uðu saman, og strukust rétt hjá Soames. Þau svifu í takt eftir
hljómfallinu, og þrýstu sér hvort að öðru.
Soames var orðinn náfölur. Hann fálmaði sig áfram út á sval-
irnar og þar stóð hann og hallaði sér yfir handriðið. Vagni var
ekið upp að dyrunum og June og afi hennar stigu upp í hann.
Það voru fleiri en Soames og June sem höfðu tekið eftir „þessum
tveim“, eins og fjölskyldan var farin að kalla þau Irene og Bosinney,
og augnaráð Bosinneys hafði ekki farið fram hjá gestunum. Eitt
augnablik hafði ástríðuþrunginn verið greinilegur, það var eins og
leynd öfl hefðu verið afhjúpuð.
Þetta skýrði líka hversvegna June fór, án þess að dansa við
unnusta sinn. Það var sagt að hún hefði orðið lasin. Það var ekki
svo undarlegt.
Nokkrum dögum síðar fréttist það að June hefði farið til strand-
arinnar með afa sínum. Þau höfðu farið til Broadstairs, sem var
sumardvalarstaður við sjóinn, og var mikið í tízku um þessar
mundir. Nú biðu Forsytearnir eftir nánari fréttum, það var ekkert
annað að gera. Hve langt myndu „þau tvö“ hætta sér? Gat það
verið að þau færu jdir strikið? Varla. Þau græddu ekkert á því,
þau voru bæði alveg eignalaus ....
Síðast í júlí fékk Jo bréf frá föður sínum:
Kæri Jo!
Nú höfum við verið í Broadstairs í tvær vikur. Því miður lítur
það ekki vel út með. heilsu og hugarfar June, ég veit ekki hvar
þetta endar. Hún segir ekki neitt, en það er greinilegt að hún
hugsar stöðugt um þessa trúlofun, sem ekki er nein trúlofun leng-
ur. Ég veit ekki hvort það er rétt af henni að fara strax til London.
En hún er svo einráð, að ég býst við að hún stingi af þá og þegar.
Mér finnst að einhver verði að tala við Bosinney, og vita