Vikan


Vikan - 10.10.1968, Blaðsíða 18

Vikan - 10.10.1968, Blaðsíða 18
HANN SKAMMAST SÍN FVRIR REIMINN Carl Gustaf von Rosen, sænski flugkappinn sem hlotið hefur heims- frægð fyrir að fljúga með birgðir til nauðstaddra Bíöfrumanna, hefur ógeð ó mat. Sænsk blaðakona sem hifti hann og konu hans, sem Gun- vor heitir, fyrir skömmu ó mat- sölustað í Stokkhólmi, só hann narta ólystarlega í matinn og flytja diskinn hólffullan yfir á annað borð, sem enginn sat við. — Mér býður við mat, sagði hann. Og Gunvor bætir við: — Hann borðar aðeins til að halda kröftum, en meira að segja það veitist hon- um fullerfitt. Það er Bíafra. Hungrið, fjölda- dauðinn fylgir honum hvert sem hann ler. Það er ekki samskonar til- finning og hver venjulegur Vestur- landabúi finnur til er hann sezt við hlaðið borð heima hjó sér eftir að hafa norft á sjónvarpsmyndir af börnum, sem orðin eru að lifandi beinagrindum. Það er þjáning manns, sem kynnst hefur lífinu rækilega eins og það er og getur ekki sætt sig við að það skuli vera eins og það er. Þetta er fimmtíu og níu ára gamall maður sem hald- inn er ástríðufullri þrá eftir rétt- læti og hatar þá illsku heimsins sem leiðir þjáningar yfir saklausa. Og þessar tilfinningar hafa hlolið stvrk við hvern atburð í hans ævintýralega lífi; margir aðrir hefðu þess í stað sljóvgazt fyrir hryllingn- um. Þrátt fyrir þetta er Carl Gustaf von Rosen léttur í viðmóti og jafn- vel drengjalegur og bregður annað veifið fyrir sig kaldhæðni, þegar hann sjálfur er til umræðu. Hann hikar ekki við að leggja dóm á heimsmálin, en segir auk þess: — Ég er alls ekki viss um að ég hafi alltaf rétt fyrir mér. Ég trúi ó það sem ég hef í mér, gæti ég kannski sagt. Ég er sannfærður um að hver maður hafi eitthvað að leggja fram. Hafi ég rangt fyrir mér hrapa ég í áliti — hafi ég á réttu að standa get ég kannski breytt sinhverju í heiminum. Hann er sannfærður um að hann hafi á réttu að standa, er hann segir að nauðsynlegt sé að eitthvað sé gert á sviði heimsstjórnarmál- anna til að bjarga Bíöfru og þeim f'órtán milljónum manna sem þar bíða dauðans. Sá ásetningur hans að breyta einhverju í heiminum skapaðist er hann um tíu ára skeið 18 VIKAN 40- tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.