Vikan


Vikan - 10.10.1968, Blaðsíða 7

Vikan - 10.10.1968, Blaðsíða 7
DRAUMUR UM DRENG í VÖGGU Mig langar til að fá þig til að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir nokkru. Mér fannst ég vera ásamt manninum mínum heima hjá okkur. Það eina, sem mér fannst athugavert við húsið í draumnum var, að herbergin voru stærri en þau eru í raun og veru. Inni í hjónaher- berginu stóð vagga með litlum dreng í (við eigum engin börn). Mér fannst það vera sama, hve oft maðurinn minn spurði, hvort ég ætlaði ekki að hugsa um drenginn. Eg vildi ekki snerta á honum. Síðan komu til okkar gestir og þá fyrst byrjaði ég að hugsa eitthvað um drenginn. Maðurinn minn spurði mig þá, hvort ég ætlaði ekki að taka drenginn með (ég veit ekki hvert). Sg varð ákaflega ánægð og svaraði því til, að ég myndi aldrei vera svona kærulaus aft- ur. Við þetta vaknaði ég. Svo þakka ég kærlega fyrir allt gam- alt og gott með fyrirfram þakk- læti fyrir ráðninguna. Virðingarfyllst, Þ. G. P.S. Við erum bæði ung. Þú hefur líklega liugsað mikið um það að undanfömu, að reikna mætti með, að þið lijónin cign- uðust barn áður en langt um líð- ur. Af meðfæddri samvizkusemi og sakir æsku þinnar og reynslu- leysis, óttastu innst inni, að þú munir ekki reynast þeim vanda vaxin að vera góð móðir. Þessi kvíði kemur skýrt fram í draumnum. En auðvitað er hann ástæðulaus. Maðurinn þinn treystir þér fullkomlega, og þeg- ar þú finnur það eykst sjálfs- traust þitt. AÐ VERA LEIDDUR Á HÖGGSTOKK Að undanföi-nu hefur mig dreymt þrívegis nákvæmlega sama drauminn. Af þeim sökum er þessi draumur orðinn mjög skýr í huga mínum, og ég hef miklar áhyggjur og beinlínis óþægindi af honum. Draumurinn er ósköp stuttur og er á þessa leið: Mig dreymir, að ég sé tekinn höndum og varpað í fangelsi á mjög ruddalegan og harkalegan hátt. Á mig eru bornar þungar sakir, en ég veit, að ég er sak- laus af þeim með öllu. Mér er þetta óskiljanlegt, því að ég veit, að sakirnar eru upplognar og ég er tekinn fastur af eintómri mannvonzku og illgirni. Síðan finnst mér ég vera leiddur á höggstokk og það á að fara að hálshöggva mig. En áður en það er gert, þá tala ég við fólkið, sem stendur allt í kringum mig og ætlar að horfa á aftökuna. Á meðal fólksins sé ég hvert and- litið ó fætur öðru, sem ég þekki. Þarna eru vinir mínir og ætt- ingjar og ég hrópa til þeirra: „Hvers vegna gerið þið ekki eitthvað? Ætlið þið að horfa upp á, að ég sé tekinn af lífi alsak- laus?“ En enginn svarar mér. Allir eru grafalvarlegir og stein- þegja, eins og þeim finnist þetta sjálfsagt og eðlilegt. Síðan hef ég vaknað kófsveitt- ur og tilfinningin í draumnum hefur verið svo sterk, að mig hefur næstum því verkjað í háls- inn. Það eru engar ýkjur, að ég hef setið á rúmstokknum og strokið á mér hálsinn! Eg hef hugsað mikið um þenn- an draum, af því að það hefur aldrei komið fyrir áður, að mig hafi dreymt sama drauminn oft- ar en einu sinni. Þegar mig hafði dreymt hann í fyrsta sinn, hafði ég nýverið séð leikritið Marat- Sade í Þjóðleikhúsinu, en þar er eins og kunnugt er verið að hálshöggva menn sýknt og heil- agt. Mér datt þess vegna í hug, að draumur minn væri bara áhrif frá leikritinu. Getur það verið? En hvers vegna hefur mig þá dreymt þetta aftur tvisv- ar sinnum? Mér finnst þetta ekki lengur einleikið og bið þig um einhverja ráðleggingu. Framhald á bls. 44. OSRAM ljós úr hverjum glugga Viðarklœðninsar á LOFT og VEGGI Höfum fyrirliggjandi ýmsar tegundir s.s.: FURU OREGON PINE EIK ÁLM ASK CAVIANA GULL-ÁLM TEAK Horðviðarsolan sf. Þórsgötu 13. Símar 11931 & 13670. 40. tw. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.