Vikan


Vikan - 10.10.1968, Blaðsíða 4

Vikan - 10.10.1968, Blaðsíða 4
TEKnÆNE’ Polycster^S^Fibre mikidúrval hagstætt verá GEFJUN KIRKJUSTRÆTI r~ Uarlrtiatkuriir INNI ÚTI BÍLSKÚRS SVALA iHURÐIR ýHH/- Lr Úiikutiit H □. VILHJALMSBDN RANARGDTll 12 SIMI 19669 SVIMI AF REYK Kæra Vika! Við erum hérna tvær sextán ára og höfum reykt í um það bil eitt ár, en okkur finnst skrýtið af hverju okkur fer alltaf að svima þegar við reykjum. Getur þú, góða Vika, sagt okkur af hverju það er? H. A. & R. B. Það virðist liggja ljóst fyrir að þið þolið illa tó- baksnautn, gæti það verið af því að þið reykið of mikið? Hættið strax eða talið að minnsta kosti við heimilislækninn. SVAR TIL EINNAR ÁHYGGJUFULLRAR Ef dæma skal af lýsingu þinni á skiptum ykkar A virðist þið bæði vera hálf- gerðir vandræðagemsar eins og sakir standa, tauga- veikluð, tortryggin og með óhóflega næma tilfinningu fyrir sjálfum ykkur. Segðu upp þessu starfi sem þú heí'ur, svo að þú losnir við að hat'a hann þar fyrir augunum daglega. Eins og sakir standa, er greinilega bezt að þið hafið sem minnst hvort af öðru að segja, hvað sem síðar kann að koma upp á diskinn. — Ekki erum við heldur al- veg frá því að þú hefðir gott af að tala við sáifræð- ing eða félagsráðunaut. Aldrei höfum við heyrt þess getið að blessuð pill- an dragi úr möguleikum kvenna tii fullnægingar. Ástæðurnar til þessara vandræða hjá þér geta ver- ið margar, til dæmis ein- faldlega það hve þú ert sjálf yfirspennt og tauga- veikluð. Líka getur hugs- azt að þú hafir verið óheppin með elskhuga; séu þeir á þínu reki, eiga þeir venjulega margt ólært á þessu sviði sem öðrum. HÁRLOS Kæri Póstur! Mig langar til að biðja þig að gefa mér ráð. Það er nú svo að ég er með sítt hár, en með svo mikið hár- los. Þá langar mig til að spyrja þig, kæri Póstur, hvað á ég að gera við því? Og um leið og ég þakka þér fyrir birtinguna, þakka ég þér fyrir allt gamalt og gott. Ein í vanda. P.S. Hvernig er skriftin og stafsetningin? Sama. Hárlos getur stafað af ýmsum ástæðum og ekki víst að sömu ráðin gildi við þeim öllum. Það er því bezt fyrir þig að leita án tafar til læknis, helzt húð- sjúkdómafræðings. Skrift- in er hreinleg en stal'setn- ingin mætti vera betri. LÁG MEÐLÖG OG LAUSLÆTI Kæra Vika! Ég vil byrja á því, að þakka þér fyrir allt, bæði gamalt og nýtt, og núna síðast alveg sérstaklega Sögu Bítlanna. Ég hef að vísu ekki lesið nema fyrsta hlutann af henni enn þá, en hann lofar vissulega góðu. Mig langar til að koma á Eramfæri ofurlítilli hug- mynd, sem ég fékk um daginn. Eins og allir vita eru lausaleiksbörn alltof mörg á Islandi. Einhvern tíma las ég einhvers stað- ar, að þriðja hvert barn, sem fæddist hér á landi, væri óskilgetið. Hlýtur það að teljast óhugnanlega há tala. Vinkona mín lenti í þeirri ógæfu, að eignast óskilgetið barn. Hún á fáa að og hefur þurft að vinna fyrir sér sjálf. Það gefur auga leið, að kostnaðurinn við að eiga barn er gífur- legur, og það er annað en gaman fyrir fátæka al- múgastúlku að þurfa að standa straum af öllum kostnaðinum — ein. Og þá kem ég að kjarna málsins: Mér er sagt, að meðlagið, sem feður eru látnir borga barnsmæðrum sínum, sé ekki nema 1500 krónur á mánuði. Það sér hver heilvita maður, að svo lág upphæð hrekkur varla fyrir bleium, hvað þá meira. Og hvaða rétt- læti er í því, að mæðurnar skuli þurfa að greiða allan kostnaðinn? Það þarf þó tvo til, eins og Danskurinn segir, eða er það ekki? Ég legg þess vegna til að þeir karlmenn, sem eignast börn í lausaleik, verði V.____________ 4 VIKAN 40- tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.