Vikan


Vikan - 10.10.1968, Blaðsíða 14

Vikan - 10.10.1968, Blaðsíða 14
SOPHIA LWEN 06 HÖLItN [ SOLINNI Hátt uppi í hæðunum í útjaðri borgarinnar Marino, sautján mílum frá Róm, stendur glæsileg höll. í lóðina og trjágarðinn kringum höllina er plantað dýrðlegu blómaskrúði, og þar er stór sundlaug og geysistór ver- önd. í höllinni eru fimmtíu herbergi, full af fögrum hús- gögnum og ómetanlegum listaverkum. Þessi höll, sem er frá átjándu öld, er heimili Carlos Ponti og Sophiu Lor- en, og þarna safnast frægasta fólk heimsins saman í kringum þau, eins og býflugur. Það er alltaf eitthvað leyndardómsfullt við Sophiu Loren, ekki svo mjög við það sem við vitum, heldur það sem almenningur ekki veit. Hún er nú orðin þrjá- tíu og fimm ára, og er enn jafn forvitnileg. Hún leikur ekki eins mikið í kvikmyndum nú, eins og fyrir þrem árum, og eyðir nú stöðugt meira af tíma sínum i höllinni sinni. Hún tekur aðeins á móti gestum, þegar maðurinn hennar er heima, en hann hefur skrif- stofu í Róm, París og New York, svo hann er á stöðug- um ferðalögum. En hvar sem hann er staddur í heim- inum, hringir hann til Sophiu á hverju kvöldi klukkan kortér yfir sjö. Framhald á bls. 40. •y, ty/////*. / : ■ 14 VIKAN 40-tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.