Vikan


Vikan - 10.10.1968, Blaðsíða 49

Vikan - 10.10.1968, Blaðsíða 49
NÝJUNG GLUGGATJALDASTENGUR — tilbúnar til uppsetningar. Framleiddar úr tré (Ijósar og dökkar), fægðum (hvítar). Lengdir 1.20-3.00 metra. Fóst í eftirtöldum verzlunum: Byggingavörur hf., Laugavegi 176, sími 35697. Verzlunin Húsið, Klapparstíg 27, sími 22580. Jes Zimsen, Suðurlandsbraut 32 og Hafnarstræti 21, sími 38775 og 13336. G. Á. Böðvarsson hf., Selfossi, sími 1335. kopar og lakkbrenndum málmi Umboðsmenn é íslandi fyrir GRORUD JERNVAREFABRIK A/S, OSLO. K. ÞORSTEINSSON & CO: _ Umboðs- og heildverzlun Tryggvagötu 10, sími 19340. bara vildir reyna að vera honum góð kona . Irene svaraði ekki. Það var eitthvað við þögn hennar, sem gerði James hræddan. Það leit út fyrir að hún hlustaði á það sem hann var að segja, en hann hafði það á tilfinningunni að hann fengi ekki síðasta orðið. Hann skildi þetta ekki. Þá reyndi hann á annan hátt. — Nú ætla June og Bosinney líklega að gifta sig? Irene hrökk við. — Ég veit það ekki. Þú ættir heldur að spyrja June um það. — En ég hélt að þið væruð svo góðar vinkonur . Irene sneri sér við og horfði beint á hann. — Þú verður að spyrja June um það líka. James var mállaus yfir framkomu hennar. — Mér finnst það undarlegt að ég skuli ekki geta fengið hrein svör við eðlilegum spurningum, hrökk út úr honum. — En þannig er það alltaf. Það segir mér enginn neitt .... James andaði léttar, þegar þau að lokum staðnæmdust fyrir fram- an húsið. Þau stigu út úr vagninum og gengu inn. Það var kalt í forsalnum, James var hrollkalt. Hann lyfti tjöld- unum milli súlnanna inn í yfirbyggða garðinn og gat ekki varizt því að láta hrifningu sína í ljós. Það var óneitanlega mjög fagurt umhverfi sem kom í ljós. Gólfið var lagt rúbínrauðum flísum og í miðjunni var gosbrunnur úr marmara, sem var felldur niður í gólfið, og fagurlega litar iris- liljur voru umhverfis brunninn. Á fyrstu hæð voru svalir um- hverfis allan garðinn. En mest var hann hrifinn af purpurarauð- um tjöldum, sem þöktu einn vegginn og mynduðu ramma um hvítan postulínsarinn. Miðflötunum í glæru þakinu hafði verið ýtt til hliðar og milt vorloftið streymdi inn. Hann fór og dró tjöldin til hliðar og sá þá inn í málverkasal- inn, með stóra glugganum, sem náði yfir allan endavegginn. Gólf- ið var úr svörtum viði og veggirnir voru fílabeinshvítir. Hann gekk áfram, opnaði allar dyr og gáði inn. Það var allt tilbúið til að flytja inn. James sneri sér við, til að segja eitthvað við Irene, en þá stóð hún við garðdyrnar með Soames og Bosinney. James, sem annars ekki var sérstaklega næmur, fann að eitt- hvað var að. Til þess að létta andrúmsloftið gekk hann til Bosinneys og rétti fram höndir.a. — Komið þér sælir, Bosir.ney. Þetta hérna hefir líklega kostað skilding. Soames tók þessu þannig að hann sneri sér við og fór. James leit vandræðalega af reiðilegu andliti Bosinneys á Irene. Hvað hafði skeð? Hann flýtti sér eftir syni sínum og náði honum í málverka- salnum. — Hvað er að? spurði hann. — Vinur okkar, arkitektinn, hefur aftur notað meiri peninga en hann hafði leyfi til, sagði Soames, og röddin var ísköld. — En í þetta sinn verður það verst fyrir hann sjálfan Það var ekkert sem vakti frekar reiði Forsyteanna en það að komast að því að hafa borgað meira en nauðsynlegt var fyrir hlutina, eða meira en ákveðið hafði verið. Soames hafði tilkynnt Bosinney skriflega hve langt hann vildi teygja sig með útgjöld vegna hússins. Og hann komst að því að arkitektinn hafði farið fjögur hundruð pundum fram úr þeim tólf þúsundum, sem hann hafði ákveðið að eyða. Þessi aukaútgjöld skildi Bosinney fá að borga sjálfur. — Jæja! hafði hann sagt við Bosinney, þegar hann fékk málið. — Yður finnst þetta kannski allt í lagi. En þar skjátlast yður. Honum var alls ekki ljóst sjálfum hvað hann átti við með þessu, en um kvöldið settist hann niður til að lesa öll bréf, sem hann á sínum tíma hafði skrifað Bosinney, viðvíkjandi hækkuðum bygg- ingarkostnaði. Það var ekki nokkurt vafamál, þessi fjögur hundruð pund hafði hann notað í leyfisleysi, honum bar því að borga þau. Soames leit á Irene, sem sat í sófakróknum að venju. Hún hafði ekki yrt á hann allt kvöldið. Hann stóð upp og hallaði sér upp að arinhillunni. — Bosinney vin- ur þinn hefir farið heimskulega að ráði sínu. En það kemur hon- um sjálfum í koll. Hún leit reiðilega á hann. Ég veit ekki hvað þú ert að tala um. — Þú kemst fljótlega að því. En þér finnst það líklega smámunir að yfirdraga útgjaldaáætlun um fjögur hundruð pund. — Og þú ætlar að láta hann sjálfan borga þetta? Veiztu ekki að hann er algerlega eignalaus? — Jú. — Þá ertu ennþá auvirðilegri en ég hélt þig vera . . . 40. tw. VIKAN 4!)

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.