Vikan


Vikan - 10.10.1968, Blaðsíða 8

Vikan - 10.10.1968, Blaðsíða 8
ERU KOIMUR VERRIOKI . 1 —' - " ■* n JÁ, EN ÞAÐ ER KARLMÖNNUM AÐ KENNA VÍSINDALEGAR PRÓFANIR Á ÖKUHÆFNI KYNJANNA LEIÐA í LJÓS, AÐ KONUR ERU BETRI ÖKUMENN EN ALMENNT ER TALIÐ, ÞÖ LAKARI EN KARLAR. OG ÞAÐ STAFAR AF ÞVf, AÐ KARLARNIR LEITAST VIÐ AÐ HAFA BÍLANA ÚT AF FYRIR SIG SVO KONURNAR SKORTIR VERULEGA ÞJÁLFUN í AKSTRI. Eru konur verri ökumenn en karlar? Þetta er síendurtekin spurning en svarið er ekki á eina lund; það fer eftir kynferði þess ,sem svarar. Karlmenn hnussa fyrirlitlega, þegar þeir sjá konu undir stýri, en konurnar þybbast við að viðurkenna, að þær séu verri ökumenn en karlarnir. Og hvaða eiginmaður akandi konu hefur ekki heyrt konu sína segja með illgirni, þegar ein- hver ökumaður sýnir af sér flónsku, frekju eða vítaverða fífl- dirfsku: — Er þetta kona? Uti um heim er farið að prófa þetla vísindalega, ef vera mætti til að kveða niður þetta þrætuefni, karl og kona hafa yfrið nóg yfir að rífast fyrir því. Brezki prófessorinn Ralph Norton, sem er sérfræðingur i umferðarmálum, hefur svarað þessari spurningu þannig: — Væri einhvers staðar til borg, þar sem eingöngu kon- ur ækju bílum, væri þar friðsamlegasta umferð í heimi. Friðar- spillar í umferð eru allir karlar, sem halda rétti sínum í umferð- inni til streitu með miskunnarlausri frekju. Þjóðverjar hafa líka gert mikið til að leysa þessa spurningu svo ekki verið um villzt. Sagan segir, að eitt sinn hafi karl ekið á átóbananum milli Kölnar og Frankfurt með 130 km hraða, rétt á eftir Porsehe sportbíl, sem var á sömu ferð. Allt í einu og fyrirvaralaust var Porschebílnum hemlað, og það var með naum- indum að þeim sem á eftir fór tókst að forðast árekstur með snarræði. En út úr Porschebílnum sté kona. Hún skýrði svo frá, að allt í einu hefði mús hlaupið yfir veginn framan við bíl hennar og varð henni svo flemt við, að hún bremsaði af öllu afli. Annars er niðurstaða vísindanna sú, að konur séu varkárari ökumenn en karlar. En þeim er hættara við að láta truflast við aksturinn og hræðsla getur auðveldlega náð tökum á þeim. Þær eiga til að steingleyma að þær eru að aka. Konur reyna mjög sjaldan að aka undir áhrifum áfengis, og banaslys af völdum kven- kyns ökumanna eru einkar sjaldgæf. Hins vegar gengur varkárni þeirra stundum svo út í öfgar, að þær draga úr eðlilegum umferðar- hraða og stífla jafnvel umferðina af eintómri aðgæzlu. Þá verða karlkyns ökumenn argir að vanda og tauta: — Kvenmaður auðvitað! Konur falla mun síður á ökuprófi, þar sem þær búa sig langtum vandlegar undir próf en karlmennirnir. En þegar þær hafa fengið ökuskírteini, gerir karlþjóðin — og þá einkum eiginmennirnir að sögn — allt sem í hennar valdi stendur til að gera konurnar að slæmum ökumönnum. Karlmennirnir eru nefnilega einkar íhalds- samir á bílana og vilja sitja að þeim einir. Hins vegar sýnir reynsl- ::n, að konur, sem sjálfar eiga bíla og nota þá daglega, standa sterkara kyninu fyililega á sporði, en þó einkum við góð skilyrði. í þæfingi, aur og hálku eru þær ekki eins öruggar. Að einu leyti standa allar konur körlum verr að vígi. Líkams- starfsemi þeirra hefur ótrúlega mikil áhrif á aksturshæfnina. Sam- 8 VIICAN 40-tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.