Vikan


Vikan - 10.10.1968, Blaðsíða 48

Vikan - 10.10.1968, Blaðsíða 48
mú ER ^IJÐ^ELT AÐ ENDURNÝJÆ ELDHÓSIO HINGAÐ TIL hafa slíkar enclurbæíur lcosfaS mikið ras’t, sem rr.arga,- hús- mæður vilja hlífa sér við. Nú er ailt breytt. Við tökum gömlu innréttinguna niður og set'um upp ný;a cg nýtízkulega, inn- flutta innréttingu — allt ó tveim dögum. Við breytum ekki heimilinu í trésmiðaverkstæði á meðan og hér undrizt, hvað eldhúsið gerbreytirst, hvað íbúðin breytist og hvað störfin verða ánægjulegri. Allar okkar innréttingar eru úr harðplasti í miklu litaúrvali og þér getið fengið eldavél, uppþvottavél og ísskáp frá sama framleiðanda. Verðið er mjög hagstætt. H (J S OG SK!P Ármúli 5 — Símar: 84415—84416 VETRARTtZKAN 1969 K Á P U R F R A K K A R Ú L P U R NYLONPELSAR H A T T A R HANZKAR og T Ö S K U R í fjölbreyttu úrvali. Rernharð Loxdol gerðarbros á vörum hans. — Það er ekkert vit að æða svona áfram í þessum hita. Komið heldur með okkur heim og fáið eitthvað að borða, bætti hann svo við, og svipurinn var eins og hann vildi segja: — Þér getið séð að ég er alls ekki hræddur við yður. Ég treysti ykkur báðum Ilann lék hlutverk hins hugsunarsama heimilisföður allt kvöldið, og þegar Bosinney fór, sagði hann: — Þér verðið að koma fljótlega aftur. Irene er svo hrifin af því að tala við yður um húsið . . . En höndin, sem hann rétti fram til kveðju, var ísköld, og þegar hann, litlu síðar, gekk til hvílu, var hann orðinn viss í sinni sök. Bosinney var ástfanginn af konunni hans. Gamli Jolyon Forsyte stóð í þröngu anddyrinu á hótelinu í Broadstairs, reiðubúinn til að fara til London, þar sem hann þurfti að mæta á fundi. Hann andvarpaði og lagði síðustu blöðin í skjala- töskuna sína. Hann hafði fengið svar frá Jo, þar sem hann sagði frá srmtalinu við Bosinney, og hann hafði orðið fyrir miklum von- brigðum. Það var greinlegt að Jo hafði ekki komizt að neinni niðurstöðu. June kom til að hjálpa afa sínum í frakkann. — Ég fer með þér, sagði hún ákveðin. — Vitleysa, June mín litla. — Ég fer beint til City, og þú getur ekki verið ein á ferð í miðri London. — Ég ætla að koma með þér. Jolyon muldraði, en kom ekki með fleiri mótbárur. Það þýddi ekki neitt, úr því June var búin að taka þetta í sig.... June var búin að gera það upp við sjálfa sig að nú vildi hún fá að vita allan sannleikann. Hún gat ekki verið í þessarri óvissu lengur. í Sloane Street gekk hún inn um útidyr og upp stigann. En þegar hún kom að dyrunum, þar sem nafn Bosinneys var letr- að á skilti, hikaði hún, hún var ekki eins hugrökk eins og hún hafði verið fyrir lítilli stundu. En hún varð að komast í gegnum þetta! Hún hringdi, en enginn kom til dyra. Þá hvarf allt hik af henni. Hún hringdi ákaft og lengi, eins og hún heimtaði svar af tómu aflæstu herbergi. Hún var örvæntingarfull og í ráðleysi sínu settist hún í efsta þrepið í stiganum og greip báðum höndum fyrir andlitið. Nokkru síðar laumaðist hún niður á götuna aftur. Það var eins og hún hefði gengið í gegnum erfiðan sjúkdóm, þarna í stiganum, en væri nú á batavegi. Nú þráði hún það. eitt að kom- ast heim til sín .... Þá kom hún auga á Bosinney, hinum megin á götunni. Hún tók nokkur skref áfram, eins og til að hlaupa til móts við hann. Augu þeirra mættust. Hann lyfti hattinum ósjálfrátt. Vagn, sem kom akandi eftir götunni, skyggði á hann um stund, en þegar hún sá hann aftur, hélt hann leiðar sinnar. June stóð grafkyrr og starði á eftir honum .... James gamli Forsyte var á leið til tengdadóttur sinnar. Hann ætlaði að tala alvarlega við Irene, og hann gat ekki dregið það lengur. Nú, þegar hún var um það bil að flytja út í sveit, varð hún að breyta um hátterni. Þolinmæði Soames hlaut að vera á þrotum. Hann ruddist inn í dagstofuna, áður en stofustúlkan gat sagt frá komu hans, og Irene heilsaði honum, og það vottaði ekki fyrir brosi á andliti hennar. Tengdamóðir þín liggur í rúminu, sagði James, í þeirri veiku von að það myndi vekja hjá henni meðaumkun. — Ég er með létti- vagn hér fyrir utan, komdu í smá ökuferð með mér. Þú hefur gott af því. Irene leit á hann, eins og hún ætlaði að segja nei, en breytti svo um skoðun. — Hvert eigum við að fara? spurði hún. — Til Robin Hill. Ég veit að maðurinn þinn er farinn þangað með lestinni, hann fór beint af skrifstofunni, og mig langar til að sjá húsið. Þau voru komin hálfa leið til Robin Hill, þegar James loksins fékk kjark til að tala við hana. — Soames er svo ástfanginn af þér, Irene. Hversvegna getur þú ekki verið svolítið ástúðlegri við hann? Irene roðnaði, og sagði með hægð. — Ég get ekki sýnt honum ást, sem ekki er fyrir hendi. James horfði hvasst á hana. Nú hafði hann hana út af fyrir sig, og hann var vandanum vaxinn. -— Ég skil ekki hvað þú átt við Hann er fyrirmyndar maður og gerir allt sem hann getur til að gera þér til hæfis. Nú er hann líka búinn að byggja skrauthýsi handa þér. Og þú sem áttir ekki eyri þegar þið giftuð ykkur. Varir Irene bærðust og tár rann nið.ur eftir kinn hennar. James gat ekki horft á þetta, hann fékk kökk í hálsinn. - Okkur þykir öllum svo vænt um þig, sagði hann. — Ef þú 48 VIKAN 40- tM-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.