Vikan - 10.10.1968, Blaðsíða 23
Þaö er ekki gott ciö vita hvor hafa bet-
ur, stuttu pilsin eöa þau síöu. Hér aö
ofan og t.h. eru fálleg og hentug stutt föt,
að ofan tweedkdpa meö fiskibeins-
munstri og leöurlíningum. Næst t.v.
er brún kápa eöa kápudragt úr
tweed í sama munstri. Kwpan í skemmti-
legu en óhentugu 11/12 lengdinni og
veröur þannig nolckurs konar dragt, þvi
aö sérstakt pils veröur aö nota viö hana.
Ncest er svo köflótt tweeddragt, svört
og hvít, meö svörtum skinnermum og
vösum.
Þessi mynd sýnir húfur, sem allar eru inikið í tízku 02 virðast nokkurs
konar arftakar alpahúfunnar. Svona húfu gctur hver sem er prjónað sér
sjálfur, fallegt garn i þeim llt, sem á við kápuna, er eini kostnaðurinn við
þær.
Síðbuxurnar eru enn þægilegasti og vinsælasti klæðnaðurinn. Á myndinni
t. v. cr buxnadragt úr jersey, sem er mikið tízkuefni núna. Liturinn blár.
þvi að þótt nokkrir litir séu mest áberandi hverju sinni er auðvitað hægt
að nota alla fallega liti. Buxurnar eru heilar upp úr með hlýrum utan yfir
rúllukragapeysu í sama lit. Jakkinn er loðfóðraður, skórnir úr dökkbláu
lakki, eiginlega lág stígvéi meó nýju, háu. breiðu hælunum.
«• tbL VIKAN 23