Vikan - 09.01.1969, Blaðsíða 12
Iögfræðingurinn var nýbúinn að lesa upp erfðaskrá
Georgs O'Neill, og þar stóð að gamli maðurinn arf-
leiddi eiginmann hinnar ungu frænku sinnar að öllum
sínum jarðnesku auðæfum. Þetta var töluvert vanda-
mál, vegna þess að fyrrnefnd frænka var alls ekki gift,
ekki einu sinni trúlofuð. Deirdre O'Neill var tvítug og
allt benti til þess að hún næði tuttugu og eins árs afmælis-
degi, án þess að hafa eignazt lífsförunaut.
Deirdre hafði ekki nokkurn tíma til að hugsa um karlmenn.
Þegar faðir hennar dó, þrem árum áður, þá tók hún við lít-
illi fasteignasölu, sem hann rak, og hún gerði ekki annað en
að sýna eldra fólki litlar, tveggja herbergja ibúðir, í nýjustu
hverfum borgarinnar. Allt þetta gamla fólk var mjög hrifið
af hinni glaðlegu, Ijóshærðu stúlku, en ungu mennirnir virt-
ust yfirleitt ekki hafa hugmynd um tilveru hennar.
Georg frændi hennar hafði alltaf verið leiður út af því hve
lítinn tima hún gaf sér til að hugsa um annað en þessar fast-
eignir. En Deirdre hlustaði ekki einu sinni á hann, hún var
alltof upptekin við að lesa undir próf, sem gerði hana að
löggiltum fasteignasala.
— Svo snotur stúlka, eins og þú ert, á að nota augu sín til
að skjóta þeim í áttina til ungra manna, en nudda þau ekki
úr sér eftir allan þennan lestur, sagði Georg frændi hennar.
— Það er kominn tími til þess að þú farir að hugsa um hjóna-
band, Deirdre.
Georg frændi hafði tröllatrú á hjónabandi.
Deirdre rétti úr sér, hún var 1 meter og sjötíu og fimm
sentimetrar á hæð, og horfði beint í augu hans.
— Ég ætla ekki að draga neinn vesaling upp eftir kirkju-
gólfinu til þess eins að láta sjá fyrir mér um aldur og ævi,
svaraði hún. — Ég ætla að ná þessu prófi, og þegar ég erfi
alla peningana þína, ætla ég að setja þá í fasteignir á Spáni
og í Suður-Ameríku, og svo ætla ég að eyða ævi minni í
ferðalög. Þú getur bókað það að ég ætla aldrei að giftast.
Þá hló Georg O'Neill.
— Við sjáum til, tuldraði hann. — Við sjáum til, stúlka mín.
Og nú, um það bil ári síðar, vissi Deirdre hversvegna
frændi hennar hló. Hún kyngdi þrisvar og sagði svo við lög-
fræðinginn:
— Er nokkuð talað um frest á þessu hjónabandi? eða kem-
ur mað . . . maðurinn minn til með að erfa þessa peninga,
þótt ég bíði með að gifta mig, þangað til ég verð sjötug?
— Skilyrði erfðaskrárinnar liggja alveg Ijós fyrir, fröken
O'Neill, sagði lögfræðingurinn. — Ef þér verðið ekki gift
fyrir tuttugasta og fyrsta afmælisdag yðar, þá á að nota pen-
ingana til að reisa veglegt minnismerki um frænda yðar.
— Sögðuð þér tuttugasta og fyrsta afmælisdaginn? En það
eru bara sex vikur þangað till
— Þá sting ég upp á því að þér byrjið strax á því að finna
þann rétta, fröken O'Neill.
Veiðimennska hafði aldrei höfðað neitt til Deirdre, nema
þá ef það varðaði sölumöguleika á fasteignamarkaði, og hún
sneri sér, heitvond, að þessum andstyggilega, gamla fjöl-
skyldulögfræðingi. Gamla? Það rann allt í einu upp fyrir
henni að hann var alls ekki gamall, hann hlaut að vera inn-
an við þrítugt, og þess utan Ijómandi myndarlegur maður.
En það hlaut að vera eins með lögfræðinga eins og lög-
regluþjónana, þeir urðu æ yngri, eftir því sem aldurinn færð-
ist yfir mann sjálfan. Hún fór að hugsa nánar um þetta. Ef
hún átti að hafa nokkra möguleika til að setja upp fasteigna-
sölu á Spáni og í Suður-Ameríku, varð hún að ná sér í eigin-
mann, og var þetta þá ekki einmitt sá eini rétti?
Hann sneri sér frá henni um stund, til að tala við gömlu
ráðskonuna hans frænda hennar, sem hafði verið arfleidd af
einhverri peningaupphæð, og hún gat nú virt hann vel fyrir
sér.
Hún komst að þeirri niðurstöðu að aldur hans var ekki til
neinnar fyrirstöðu, og svo var hann ljómandi myndarlegur.
Hann myndi taka sig vel út á hvaða brúðarmynd sem væri,
og þar sem hann var lögfræðingur, þá gat hann líklega út-
búið hjúskaparsamning, sem tryggði honum eignarrétt og
henni framkvæmdarétt yfir arfinum.
Gamla ráðskonan táraðist yfir arfinum, og gekk út. G.
Kearney lögfræðingur tók saman skjöl sín, efst lagði hann
hina sögulegu erfðaskrá. Þegar hann sýndi á sér fararsnið,
gekk Deirdre til hans. Nú eða aldrei. . . .!
— Viljið þér kvænast mér? spurði hún, umsvifalaust.
Það varð andartaksþögn. — Það er þó ekki hlaupársdagur?
HIN MIKLU AUÐÆFI
LÁGU ÞARNA, ENGINN
VAR TIL AÐ NJÖTA
ÞEIRRA. EN HÚN ÁTTI
EKKI PENINGANA
SJÁLF. GAMLI MAÐ-
URINN HAFÐI ARF-
LEITT EIGINMANN
HENNAR AÐ PENING-
UNUM. ÞAÐ VAR AÐ-
EINS EINN GALLI Á
GJÖF NJARÐAR -
DEIRDRE ÁTTI ENGAN
EIGINMANN....
12 VIKAN 2 tbl-