Vikan - 09.01.1969, Blaðsíða 39
BRUNA
veit engin óyggjandi um manns-
heilann. Ef til vill munu heila-
rannsóknir leiSa þetta í ljós. Þá
kynni að verða mögulegt að
kenna dýrum að vinna verk, sem
aðeins maðurinn getur innt af
höndum nú til dags.
Læknisfræðirannsóknir hag-
nýta sér vélheilana í sívaxandi
mæli. Nýlega kom fram á ráð-
stefnu í Danmörku, að vélheilar
hafa gert mögulegt að rannsaka
þær millljónir rafbylgna, sem
stöðugt geisla út frá hinum
margvíslegu stöðum heilans. Að-
ur var aðeins vitað um þessar
bylgjur í grófum dráttum, því
það hefði tekið manninn nokkr-
ar aldir að gera nauðsynlega út-
reikninga. Nú getur vélheilinn
afgreitt á fáeinum mínútum þá
300—500 milljónir útre!kninga,
sem þarf til að meta þrjár til
fjórar rafbylgjur frá mannsheil-
anum.
Þeir vélheilar, sem afkomend-
ur okkar fá til notkunar á heim-
ilunum, verða heldur einföld
tæki í sjálfu sér, en áreiðanleg og
góð til síns brúks. Þeir geta til
dæmis munað eftir og minnt á
brúðkaupsafmæli, afmæli kon-
unnar og aðra merkisdaga, sem
illu heilli vilja gleymast ....
Framhald af bls. 17
— Kastið ykkur niður! hrópaði hann, og Indíánarnir og Frakkarnir
á eyjunni köstuðu sér til jaröar. En í stað þess að fara eins að, þaut
lautinantinn aftur að vaðinu. Angelique skaut. Hann var þegar kominn
hálfa leið yfir. Aftur þrumdi skotið í steininum, sem hann steig á. Þau
sáu hann missa jafnvægið og detta í ána. I hita bardagans flaug Ange-
lique i hug, að þetta væri annað baðið, sem hann ætti henni að þakka
á tveimur dögum; hann hafði einnig fallið i ána kvöldið áður, þegar
hann veitti henni eftirför. Hún var viss um að hún hafði ekki hitt hann.
— Hina byssuna! skipaði hún.
Höfuð lautinantsins kom aftur í ijós. Hann barðist móti straumnum
og stefndi nær bakkanum. Angelique bar byssuna aftur upp að öxlinni,
miðaði og skaut. Kúlan fleytti kerlingar eftir yfirborði árinnar, svo
nærri honum, að hann hlaut að hafa fengið gusu.
— Dreptu hann ekki, bað Nichoias Perrot i hvíslingum.
— Djöfullinn hirði þig, hugsaði Angelique, öll í uppnámi. Sá hann
ekki, að maðurinn ætlaði ekki að láta stöðvast, og hvernig átti hún að
koma í veg fyrir að þessi brjálæðingur næði bakkanum, án þess að
drepa hann?
Hún skaut aftur. Að þessu sinni virtist franska aðalsmanninum skilj-
ast, hvað við var átt. Annarsvegar var hættulegur straumur í ánni,
hinsvegar skothrið rétt viö höfuð hans, og nú gat hann ekki hikað
lengur. Hann svamlaði aftur til eyjarinnar, klöngraðist á land og reyndi
að forða sér i skjól eins og allir hinir.
Angelique slakaði ögn á, en hafði ennþá auga með vaðinu. Engin
virtist áfjáður í að fyigja fifldjörfu fordæmi foringja síns, og það var
heldur ólíkiegt, að nokkur myndi nú hætta lífi sínu yfir þann hluta
leiðarinnar, sem var svo vel varinn.
Svitinn rann niður eftir enni Angelique, en hún þurrkaði hann hvað
eftir annað með púðurstokkinni hendi sinni, svo tók hún hlaðna byssu
úr höndum annars sona sinna, tók aftur stöðu og fylgdist með. Það
var rétt í tæka tíð, þvi enn einu sinni freistaði lautinantinn gæfunnar.
Hann spratt upp eins og stálfjöður.
Kúla þyrlaði upp sandinum við fætur hans og hann kastaði sér þegar
í skjól aftur. En nú var sitthvað að gerast í öllum áttum. Þegar fyrsta
skot Angelique stöðvaði leiðangurinn reyndu Húrónarnir, sem komnir
voru hálfa leið yfir fyrri hluta vaðsins, að komast aftur inn í skóginn,
en þá glumdi við skot frá bakkanum, sem þau voru nýfarin frá. L’Aug-
bigniere leitaði skjóls bak við stein og skaut í áttina að klettunum.
Ilúrónarnir stóðu nú í miðjum fyrri hluta vaðsins, umkringdir skothríð
úr öllum áttum og þorðu hvorki að halda áfram né hörfa. Einn þeirra
kastaði sér í striðan strauminn með hinni venjulegu ofdirfsku ættbálks
síns, en þegar hann bar að bakkanum lengra niður með ánni, rétt yfir
hættulegum flúðum, skaut einn Spánverjanna í áttina til hans og særði
hann á fæti.
Öðrum þeirra lánaðist að komast inn i þykknið á hinum bakkanum,
en það beið eftir honum ósýnilegur útsendari Peyracs, því þaðan heyrð-
ust átök og reiðihróp.
Svo varð allt hljótt aftur. Svo algjörlega, að ákaft tistið i tr.játítunum
virtust yfirgnæfa öll önnur hljóð, jafnvel nið árinnar.
Rammur þefurinn af byssupúðri fyllti gljúfrið.
Angelique nísti tönnum. Hún hafði gleymt, hvar hún var. Henni fannst
að hún væri aftur komin á vörð yfir einhverju gljúfrinu í Vendée, i
hjarta Poitou skógarins, og að menn konungsins væru fallandi undan
kúlnahríð hennar. Bak við lokaðar varir og samanbitnar tennur reis
frá hjarta liennar hið forna hróp, sem hún hafði svo ft hrópað íullum
hálsi:
— Drepum! Drepum!
Hún fór að nötra.
Hönd var lögð á öxl henanr.
— Svona, þvi er öllu lokið! sagði róleg rödd greifans.
Hún rétti sig upp, stjörf í andliti. Það rauk úr byssunni í hönd henn-
ar og hún leit á greifann eins og hún þekkti hann ekki. Hann tók utan
um hana og þurrkaði síðan púðrið af enni hennar með vasaklútnum
sínum.
Það var bros i augum hans og eitthvað, sem hún skildi ekki greini-
lega. Henni virtist það vera samtjland meðaumkunar og aðdáunar; hann
starði á andlit hennar, konuandlit, svo einkennilega fagurt, atað stríðs-
sóti og svita.
— Bravó, ástin mín, sagði hann lágt.
Hversvegna sagði hann bravó? Hverju var hann að fagna? Frábærum
árangri hennar? E’ða var hann að fagna hennar fyrstu styrjöld? Hinni
áköfu, örvæntingarfullu orrustu við Frakklandskonung? Eða var hann
að fagna öilu því sem lá að baki hinnar ótrúlegu fimi þessara handa,
sem hvíldu á vopni dauðans?
Með djúpri lotningu tók hann púðursvartar hendur hennar og kyssti
þær.
Synir hennar tveir og menn Peyracs störðu stóreygir á Angelique.
Loðdýraveiðimennirnir skutu neðan úr gljúfrinu. Af hreyfingum laufs-
ins hafði Pont-Briand getið sér til um, hvar þau væru. Flís kvarnaðist
úr klettinum, sem þau voru á skjóli bak við.
— Svona nú, nú er nóg komið! hrópaði Perrot eins hátt og hann
gat. Nógur skaði skeður, góðir menn!
Framhald í næsta blaði.
2. tbl.
VIKAN 43