Vikan - 09.01.1969, Blaðsíða 45
Án tillits til litarháttar
Framhald af bls. 15
myndirnar. Listrænir hæfileikar hans
og óvenju geSfellt viðmót hafa
gert það að verkum, að hann nýt-
ur nú virðingar bæði samleikara
sinna og alls almenningsins. Hann
var nýverið kjörinn bezti leikari
ársins og ýmiss annar sómi hefur
honum verið sýndur.
Síðan hafa fjölmargir blökku-
menn átt velgengni að fagna sem
kvikmyndaleikarar, eins og til dæm-
is Raymond St. Jacques, James
Brown og margir fleiri.
I átta af tíu stórmyndum, sem
nú er verið að taka í Hollywood eru
blökkumenn í stórum hlutverkum.
Vonandi heldur þessi bróun áfram,
og ef til vill er sá dagur ekki eins
langt undan og margir halda, að
allir þegnar Bandaríkjanna njóti
jafnréttis, án tillits til litarháttar
þeirra.
Draumar
Framhald af bls. 7
Mér stendur Spánverjinn svo
raunverulega fyrir hugskotssjón-
um ennþá.
Með fyrirfram þakklæti.
Deitla, 18 ára.
Þessi draumur er heldur nei-
kvæður. Hann táknar vonbrigði
og erfiðleika í ástamálum. Þú
kynnist manni, líklega útlend-
ingi, og þið verðið hrifin hvort
af öðru. En högum þinum er
þannig háttað, að þú getur ekki
notið ástarsambands við hann.
★
PENNftWINIB
Kjell Eiversen, Skolehuset,
N-4330 Álgárd, Norge. 15 ára
piltur, sem óskar eftir bréfa-
skiptum við jafnaldra.
Robert Townsend, The Old
School, Church St. Ashborne,
Derbys, England. 14 ára ensk-
ur piltur, sem hefur áhuga á
íslenzku og óskar eftir bréfa-
skiptum við jafnaldra.
Max Fernandez, 124 St. Pauls
Road, Ballsall Heath, Birming-
ham, England. Óskar eftir
bréfaskiptum við 19—24 ára
gamlar stúlkur.
Woljgang Frank, 1501 Trems-
dorf/Potsdam, Doarfstrasse 22,
Deutschland (G.D.R.). Þýzkur
piltur, 15 ára, óskar eftir
bréfaskiptum við jafnaldra.
Skrifar líka ensku.
Angela Ragnarsdóttir, Sunnu-
hlíð, Raufarhöfn. 18 ára stúlka,
sem óskar eftir bréfaskiptum
við pilta á sama aldri.
Þóra Karlsdóttir, Sólvangi,
Raufarhöfn. 18 ára stúlka, sem
óskar eftir bréfaskiptum við
pilta á sama aldri.
HAFHA-HAKA 500 er sérstak-
lega nljóðeinangruð. — Getur
staðið hvar sem er án þess að
valda hávaða.
Öruggari en nokkur önnur
gagnvart forvitnum bömum og
unglingum.
Hurðina er ekki hægt að opna
fyrr en þeytivindan er STÖÐV-
UÐ og dælan búin aO tæma
véllna.
SL
RAFHA-HAKA 500 þvottavélin yðar mun ávallt skila yður full-
komnum þvotti ef þér aðeins gætið þess að nota rétt þvottakerfí >
þ.e. það sem við á fyrir þau efni er ér ætlið að þvo.
Með hinum 12 fullkomnu þvottakerfum og að auki sjálfstæðu
þeytivindu- og dælukerfi, leysir hún allar þvottakröfur yðar.
Þvottakerfin eru:
1. Ullarþvottur 30°. 7. Viðbótarbyrjunarþvottur 90°
2. Viðkvæmur þvottur 40°. .8 Heitþvottur 90°.
3. Nylon, Non-Iron 90°. 9. Litaður hör 60°.
4. Non-Iron 90°. 10. Stífþvottur 40°.
5. Suðuþvottur 100°. 11. Bleiuþvottur 100°.
6. Heitþvottur 60°. 12. Gerviefnaþvottui -iu".
Og að auki sérstakt kerfl fyrir þeytivindu og tæmingu.
Vlfl ÓfllNSTORG
S í MI 1 0 3 2 2
ytm
V.
HIAB H DBKIM IANS Hðfl?
ÞaS er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur
falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð-
um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð-
launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram-
leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói.
Síðast er dregið var hlaut verðlaunin:
Sævar Sigurðsson, Hraunbæ 68, Reykjavík.
Vinninganna má vitja i skrifstofu Vikunnar.
Nafn
Heimili
Örkin er ö bls.
2. tw. VIKAN 49