Vikan - 09.01.1969, Blaðsíða 26
ÚRDRÁTTUR ÚR SÖGU JOHNS GALSWORTHY 15. HLUTI
Það var dálítið óþægilegt atvik sem kom fyrir þegar gestirnir
komu til hádegisverðarins. Þegar Jon sá Michael sagði hann, undr-
andi á svipinn: — En við höfum sézt áður. Munið þér ekki eftir
því, — á hótelinu í Mount Vernon? Hvar var Fleur þá?
— Hún var að stumra yfir föður sínum, sem var eitthvað lasinn,
sagði Michael, og grunaði ekki neitt. — Manstu ekki Fleur, ég
sagði þér að ég hefði hitt ungan Englending?
— Skip, sem mætast á nóttu, sagði Fleur glaðlega.
Mount Vernon! Svo þeir höfðu þá mætzt þar, og henni ekki verið
sagt það. Hana grunaði hvernig þetta var í pottinn búið, en hún
flýtti sér að skipta um samtalsefni.
— Anne, þér megið til með að skoða Robin Hill, sagði hún. —
Núverandi eigandi er í Monte Carlo, ég sá það í blöðunum í gær.
Ættum við ekki að aka þangað eftir matinn, Michael?
— Ég get ekki farið, sagði Michael. — Mér þykir fyrir því, en
ég þarf að fara á fund í dag. Bíllinn tekur heldur ekki nema fimm.
Fleur var vonsvikin yfir ökuferðinni. Þau tóku ekkert sérstakt
tillit til hennar, heldur beindu athyglinni að Anne, kepptust við að
segja henni frá fyrri dögum. Holly og Jon voru hreykin, þegar þau
lýstu fyrir henni glæsilegu æskuheimili þeirra og húsinu sem Philip
Bosinney hafði lagt svo mikla vinnu í.
En að lokum, þegar þau voru að skoða garðinn, klifraði Fleur upp
á fallinn trjábol við hneturunnana og beið þar til Jon kom til
hennar. -— Hlustaðu á gaukinn Jon, sagði hún. Það var hérna, sem
móðir þín kom að okkur, og örlögin snerust á móti okkur.... Ó,
Jon! Hún sá það strax á andliti Jons að hún hafði sagt of mikið.
Gátu tvö orð haft svona mikla þýðingu? Hún tyllti höndunum á
axlir hans og stökk niður af trjábolnum. — Engar afturgöngur,
vinur minn, sagði hún léttilega og gekk áfram við hlið hans.
Jon og Anne fluttu til Wanson, til Hollyar og Vals. Irene var í
heimsókn og sat nú og virti fyrir sér með velþóknun tengdadóttur
sína, sem gekk fram og aftur um gólfið í notalegri dagstofu Holly-
ar. Hún var eitthvað óróleg.
— Finnst þér Fleur ekki falleg? spurði Anne.
— Ég þekki hana tæpast, sagði Irene, dálítið hikandi.
Anne settist í sófann, við hliðina á Irene, og var nú ákveðin á
.svipinn.
Mér finnst eiginlega furðulegt að Jon skildi ekki verða ástfanginn
af henni....
— Þau voru svo ung þegar þau kynntust....
— Hún er ástfangin í Jon, sagði Anne, blátt áfram. — Þú ættir
30 VIKAN 2 tbl