Vikan - 09.01.1969, Blaðsíða 16
Hann gerði að sínum eigin lögum þá fornu reglu frumstæðu þjóð-
flokkanna, sem segir að þegar hermaður á orrustu í vændum eða er
staddur i sérstökum yfirvofandi háska, verði hann að afneita konun-
um, til þess að halda huganum skýrum og aflinu óskertu.
En Angelique bjó ekki yfir þessum sama styrk. Hún var veik, að
minnsta kosti með köflum, og þarfnaðist hans ákaft. Hún var aldrei
fullkomlega örugg, þegar hún var ekki hjá honum, og óttaðist að
glata honum aftur. Kraftaverk endurfundanna var svo nýskeð.
Auðvitað vissi hún, að bak við sjálfstjórn Joffrey de Peyracs og
kulda, lá einkar hlýtt og ástriðuheitt eðli, og hún fór ekki í grafgötur
um kenndir hans til hennar. E’n stundum óttaðist hún, að hún væri
honum ekkert annað en skemmtitæki, sem hann hefði að vísu mjög
gaman af, en leyfi enga hlutdeild í sínu innra lífi, gleði sinni, þrám og
áhyggjum. Eftir þvi, sem dagarnir liðu, fann hún betur að hún var
bundin manni, sem hún þekkti mjög lítið, en varð samt að vera trygg
og undirgefin, ennfremur, að hún myndi oft rekast á járnvilja hans;
því hann var ósveigjanlegur, dulur en einarður, og nú var hann þar
á ofan orðinn enn óútreikanlegri en hann hafði áður verið. Það var
aldrei að vita, hvað hann hafði uppi í erminni.
Hún svaf illa, bjóst alltaf við að heyra skot eða minnsta kosti hávaða-
sama árás Frakkanna.
1 dögun heyrði hún eitthvert hljóð og flýtti sér út úr tjaldinu.
Indiáninn Mazok birtist utan úr móðunni; þegar hann náði aftur
ströndum Ameríku eftir sjóferð sína til Frakklands, hafði hann á ný
tekið að kiæðast eingöngu lendaskýlu og leðurmokkasínum. Hann
prýddi fléttað hárið á nýjan Ieik með fjöðrum, bar bogann í annarri
hendi en fullan örv’amæli á bakinu.
Hann heilsaði húsbónda sínum og Joffrey de Peyrac, sem tóku á
móti honum.
Angelique gekk til þeirra og þeir sögðu henni fréttirnar, sem Indíán-
inn færði.
1 tvo daga hafði varðstöðin í Katarunk verið hersetin af litlum
frönskum herflokki, ásamt meðherjum þeirra, Algonkvínum og Húrhum.
1 fyrstu geislum hins nýja dags bjuggust þau til ferðar á ný. Það
var enn kalt og regnbogalitt mistur grúfði yfir landinu, svo ekki sást
nema örskammt. Rakinn lá í dropum á öllum laufum og draup hvar-
vetna um skóginn.
Þau yfirgáfu rjóðrið eitt eftir annað og héldu í taumana á hestun-
um. Þau héldu inn í rakamettaðan myrkviðinn. Skilaboð voru látin
ganga eftir röðinni með hvíslingum, og holdvotum börnunum var
skipað að hósta ekki svona mikið. Dögginni rigndi niður yfir þau og
það var einhver undarleg dulúð við þetta laumuferðalag. Smám sam-
an varð móðan léttari og þegar sólin kom ií ljós, fölgulur diskur sem
blómstraði yfir ósýnilegu landi, liðu ekki nema örfáar mínútur, þar til
þokan hvarf og í ljós kom glitrandi, blautt landslag, glampandi í öllum
sínum dýrðlegu litum.
Þessa stundina voru þau að fara yfir opin svæði og fyrirmæli voru
gefin um að leita í fiýti skjóls í eikilundi ofurlítið neðan við stíginn,
og staldra þar við stundarkorn.
Smám saman varð hlýrra undir greinum þessara stóru, snúnu eika.
Aköm féllu hljóðlaust á gljúpa jörðina. Hestarnir höfðu verið leiddir
saman og bundnir við lægstu greinarnar, en algjör þögn ríkti.
Svo tóku spænsku hermennirnir fjórir að kiöngrast ofan í gljúfrið
fyrir neðan. Þeir hreyfðu sig heldur klunnalega og það gnast í lág-
gróðrinum, þegar þeir fóru leiðar sinnar, en Indíánar Mopuntoks virt-
ust bráðna saman við runnana, og þeir urðu á undan ofan í gljúfrið,
hljóðari en draugar og það var eins og hver þeirra rynni út í eitt við
tréð, sem hann faldi sig á bak við. Þeir virtust í sjöunda himni yfir
því, að fá nú ef til vill tækifæri til að gera eitt eða tvö göt á pöruna
á einhverjum Frakkanum eða óvinaindíánanum. Spönsku hermenn-
irnir földu sig bak við kjarr, stungu múskettunum ofan í jörðina og
létu þær hallast saman að ofan og hvíldu arkebyssur (arquebuses)
sínar á þeim. Þessar byssur voru mikilu aflmeiri og drógu þrisvar sinn-
um lengra en músketturnar, þótt ekki væri hægt að miða þeim eins
nákvæmt; þær voru líkari litlum fallbyssum.
Angelique var að velta því fyrir sér, hvað hún ætti að gera, úr því
ekki leyndi sér, að verið var að búast til orrustu, þegar Peyrac greifi
kom til hennar.
— Madame, ég þarf á þér að halda sem beztu skyttunni í hópnum;
oft var þörf, en nú er nauðsyn.
Hann sagði Honoreine að vera góða barnið og halda kyrru fyrir hjá
Jonasarfólkinu og hinum börnunum og mönnunum tveimur, sem höfðu
það hiutverk að gæta hestanna.
Svo leiddi hann Angelique fram á klettabrún, þar sem stór steinn
myndaði bæði ákjósanlega brjóstvörn og felustað. Þaðan var fyrirtaks
útsýni, langt upp og niður eftir ánni, sem rann fyrir neðan þau í djúpu
gljúfri. Fljótið var breitt og mikill straumur í því, jafnvel á þessum
tíma árs. Þarna var vað yfir það, en að undanskildum steinunum, sem
stóðu upp úr vatninu eins og tröllauknir stiklusteinar, svo þar gat
hver og einn komizt auðveldlega yfir, næstum án þess að drepa fæti
í vatn, var áin mjög djúp og full af hringiðum.
— Sakoosvaðið, hvíslaði Nicholas Perrot.
Á miðju stikluvaðinu var litil sandeyja. Greifinn benti Angelique
á hana og sýndi henni einnig dimmt op í kjarrvöxtinn á bakkanum
hinum megin, og sagði henni, að hver sá, sem kæmi eftir skógarstígnum,
myndi fara þá leið ofan á bakfcann.
— Áður en langt, um líður koma nokkrir menn þarna í gegn og
leggja af stað út yfir stikluvaðið; sennilega Frafckarnir, sem þú sást
ií gærkvöldi, og Indíánarnir þeirra. Þú þekkir þá, vegna þess að þú
sást framan í þá í gær. Þegar þeir ná litlu eyjunni, en aðeins þegar
þeir ná henni, vil ég, að þú skjótir, til að hindra þá i að fara yfir
seinni heiming vaðsins.
— Eyjan er of langt í burtu til að hægt sé að miða með nákvæmni,
sagði Angelique og hleypti í brýnnar.
— Það var það, sem hinir sögðu, þegar ég bað þá um þetta, en þetta
er okkar einasta leið. Það er skarð í klettunum, sem kemur í veg fyrir,
að við getum tekið okkur betri stöðu gegnt eyjunni; við höfum engan
tíma til að komast yfir skarðið, það tekur nokkrar klukkustundir. Við
verðum að skjóta héðan og stöðva fremsta hluta raðarinnar, svo enginn
komist til varðstöðvarinnar til að vara þá við, sem þar eru. Við verðum
að stöðva þá, en þú mátt engan hitta, því ég vil ekfci blóðsúthellingar.
— Þú biður um það, sem er næstum ógerlegt.
—• Ég veit það, ástin mín, meira að segja Florimond sagðist ekki
geta það, og segist þó góð skytta.
Piltungurinn var þarna og horfði með efasemd í augun á föður sín-
um og móður. Hann langaði að sýna fimi sína, en var nógu einlægur
til að efast um getuna.
— Að skjóta á eyjaroddann, pabbi, það er ómögulegt, hrópaði hann.
— Ef þú vildir gera það um leið og þeir leggja út á vaðið, skipti það
öðru máli....
—■ En á því stigi málsins væri enn hluti af hópnum inni í skóginum.
Ég vil ekki, að neinn komist undan. Nokkrir manna okkar hafa kom-
ið sér fyrir á bakkanum ofar með ánni tii að grípa hvern þann, sem
reynir að komast í burtu, en ef þeir eru of margir, slær þegar í alvar-
lega orrahríð, og þá tekst alltaf einum eða tveimur að sleppa. Nei, ég
vil ná þeim öllum, út úr skóginum, annaðhvort út að eyjunni eða á
eyjunni sjálfri, áður en við skjótum. Spánverjarnir okfcar niðri í gljúfr-
inu geta síðan varnað þeim að komast aftur tiil sama bafcka, og þá
verða þeir fyllilega umkringdir.
— En eyjan snýr þvert á okkur, sagði Angelique. — Mér sýnist
afar viðsjárvert, svo ekki sé meira sagt, að reyna að stöðva þá fremstu
16 VIKAN 2 tbl