Vikan - 09.01.1969, Blaðsíða 19
TEXTI:
GYLFI GRÖNDAL
MYNDIR:
KRISTJÁN
MAGNUSSON
^ Aðalsteinn var berháttaður, áður
en hann var klæddur í búning orr-
ustuflugmanns. Fyrst var hann lát-
inn í síðar nærbuxur og ermalang-
an bol, þá i vatteruð föt og loks
var honum þrælað í gúmmíbúning-
inn, eins og sjá má á þessari mynd.
-Wt- Þetta er merki flugsveitarinnar
„Black knights" (Svörtu riddararnir),
sem hefur aðsetur sitt á Keflavíkur-
flugvelli. Sveitin er ein af beztu
orrustuflugsveitum bandaríska flug-
flotans og hefur hlotið margs kon-
ar viðurkenningu.
Að neðan til vinstri: Þennan örygg-
isútbúnað verður hver orrustuflug-
maður að bera á sér í hvert skipti
sem hann flýgur. Þarna er björgun-
arbátur, talstöð, neyðarblys, matar-
pakki og ótalmargt fleira, sem kem-
ur að gagni, þegar í nauðirnar rekur.
Hér er Aðalsteinn kominn í gúmmí-
búninginn, og þá er aðeins eftir
að setja á hann fallhlífina og hjálm-
inn. Það tók rúmar tvær klukku-
stundir að klæða Aðalstein í og
undirbúa hann undir flugið. •*W'