Vikan


Vikan - 09.01.1969, Blaðsíða 9

Vikan - 09.01.1969, Blaðsíða 9
LIFUM VIO verða þá helgaðar blöðunum, og eru margar aðferðir í rannsókn. Möguleiki er að taka myndir af síðunum á pappír, svipað og gert er í ljósprentunarvélum, en að líkindum verður það ekki nógu hagkvæmt. Sömuleiðis er verið að gera tilraunir með að taka blöðin upp á filmu gegnum sjón- varp á elektrónískan hátt. Vilji sjónvarpsnotandinn ekki missa af einhverju efni, sem flutt eir meðan hann hefur öðrum hnöppum að hneppa, stillir hann klukkuna á myndsegulbandinu — sem tengt er sjónvarpinu — á þann tíma, sem umrædd útsend- ing á að vera. Síðan getur hann spólað til baka og kynnt sér upp- tökuna, þegar hann má vera að. Á sama hátt getur hver og einn tekið upp það sjónvarpsefni, sem honum er hugleikið, og sýnt það þegar honum dettur í hug. í sam- bandi við myndsegulbandið verða einnig til sölu upptökur með ýmsu efni, á sama hátt og hljóðsegulbönd og hljómplötur nú til dags. Þessi uppfinning á eftir að valda þáttaskilum í skólamálum — og alls staðar, þar sem nú eru notaðar venjulegar kviiómyndir og ljósmyndir. Möguleikarnir eru í raun og veru svo margir, að framtíðin ein get- ur sagt fyrir um fulla nýtingu þeirra. Sennilega kemur það hvergi að eins fullkomnu gagni og í skól- unum. Myndsegulbandið hefur þar alla kosti skólasjónvarps og skólaútvarps, og þó heldur meira, en enga af göllum þessara að- ferða. Kennarinn getur sjálfur ákveðið, hvenær hann vill grípa til þess, og hvort hann ætlar að sýna heila mynd eða aðeins hluta af henni. Hann getur hvenær sem er stöðvað bandið og sýnt kvikmyndina kyrra, hann getur endursýnt svo oft sem hann vill, valið milli litasj ónvarps eða svarthvíts sjónvarps, haft hljóð með eða þögn, hann þarf ekki að byrgja glugga og slökkva ljós eða setja upp mikinn vélabúnað. Hann stjórnar bara sínu mynd- segulbandi með hnöppum á því sjálfu. Hann getur sýnt samtím- is á mörgum sjónvörpum í sömu Ameríkanp.r leika sér að geimstríði á vélheila með myndskermi, sem kostar ekki nema 40 milljónir eða þar um bil. I»etta er spennandi leikur, því livort geimskip hefur ekki nema 32 rakettur og mjög takmarkað eldsneyti, auk þess verður að gæta þess að skipin lendi ekki á sporbaug kring- um sólina, sem er eins og ljóspylsa á skerminum. I»eir, sem þannig leika sér, eru þeir sem vinna við vélheilana hjá Information International Inc. í Los Angeles. Svo snjallir, sem vélheilarnir eru, hafa þeir sín tak- mörk. I»egar maðurinn hættir að fóðra heilann á verkefnum og staðreyndum, verður hann liarla lít- ils virði. Mótsögnin í l>essu er sú, að það er ein- mitt maðurinn, sem cinnig tefur fyrir vélheilanum og takmarkar afkastagetu hans. V________________________________________/ 2. tbi. vikan 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.