Vikan - 09.01.1969, Blaðsíða 21
Aðalsteini komið fyrir í vélinni.
„ÍViaður er svo sannariega rígbund-
inn og klossfestur", sagði hann.
„Ol er spennt yfir hvora öxl og
tvær milli fótanna".
sögðu mér, að ef fallhlífin mundi
ekki opnast, þegar ég væri búinn að
skjóta mér út, ætti ég að grípa með
báðum höndum í handfang vinstra
megin með báðum höndum. Ef allt
er með felldu á fallhlífin að opnast
innan þriggja sekúnda frá því að
sætinu hefur verið skotið úr vélinni.
Ef ég mundi lenda í sjó, þá yrði
ég að vera búinn að leysa fallhlífina
áður en í sjóinn kemur, þeir létu
mig margfara yfir þessar öryggis-
reglur og sögðu mér hvernig ég ætti
að gera, ef ég lenti í sjó og ef ég
lenti í hrauni og ef ég kæmist yf-
irleitt alls ekki út úr vélinni, þá
mundi ég gera svona og svo fram-
vegis. Ég var orðinn hálfsmeykur
um, að ég mundi ekki geta munað
þetta allt saman og var satt að
segja orðinn hræddur við þetta allt
saman.
Þeir sögðu mér ennfremur, að
áður en maður kæmi niður, yrði
maður að hafa hendurnar uppi, þar
sem spennurnar eru, til að losa fall-
hlífina. Það er lífsnauðsyn að hafa
þumalfingurinn á spennunum og
losa hlífina rétt áður en komið er
niður, en gæta þess þó vandlega að
gera það ekki of snemma, til þess að
maður dragist ekki með fallhlífinni.
Það hefur margoft komið fyrir, að
fallhlífin hefur lagzt yfir flugmenn-
ina og þeir hafa drukknað, ef þeir
hafa lent í sjó, og einnig að þeir
hafa dregizt langar leiðir með fall-
hlífinni, án þess að geta losað sig.
Orrustuflugmennirnir skelfast
mjög hraunið hér á landi, enda gef-
ur auga leið, að það getur varla
verið þægilegt að lenda í því. Þeir
segjast þúsund sinnum heldur velja
sjóinn en landið við þessar aðstæð-
ur hér, ef þess er nokkur kostur.
Síðast var hjálmurinn settur á mig
og athugað hvernig súrefnisgríman
passaði. Hjálmurinn er fremur létt-
ur, en hins vegar er fallhlífin og
björgunarútbúnaður, sem henni
fylgir, níðþung, milli 20 og 30
kíló mundi ég gizka á. Allt þetta
verða orrustuflugmenn að bera á
bakinu, enda eru þeir gjarnan svo-
lítið hoknir í herðum.
Spenntur með ólum
í bak og fyrir
Nú þegar hér var komið sögu,
var mér ekkert að vanbúnaði. Aður
en haldið var að flugvélinni, fórum
við inn í herbergi, þar sem er kort
og annar útbúnaður til að veita allar
nauðsyníegustu upplýsingar varð-
andi væntanlegt flug.
I þessu herbergi er til dæmis
sjónvarpsskermur, þar sem nýjustu
veðurfregnir birtast jafnharðan. Og
þarna eru útskýrðar fyrir flugmönn-
unum æfingarnar, sem þeir eiga að
gera hverju sinni. Yfirleitt fljúga
þeir um tvo tíma á dag, alltaf þeg-
ar vsður og aðstæður leyfa. Æfing-
arnar eru aðallega í því fólgnar að
finna ímyndaðar óvinaflugvélar og
skjcta þær niður. Þeir gera þetta í
samráði við radarstöðina í Miðnesi.
Hún gefur þeim upp allar upplýs-
ingar um flughæð þessa ímyndaða
óvinar, stefnu og hraða. Þeir fljúga
algerlega eftir upplýsingum frá
mönnunum við radarborðin. Eftir að
þeir eru komnir í ákveðna fjarlægð
frá óvinavélinni og hafa fengið hana
inn á radarskerminn hjá sér, geta
þeir lokað radarnum, eins og ég gat
um áður. Vélin flýgur þá algerlega
sjálfkrafa að skotmarkinu.
Að fengnum upplýsingum um
hvað við ættum að gera, gengum
við út að vélinni. Við áttum að
skjóta niður tvær ímyndaðar óvina-
flugvélar, sem þegar voru farnar af
stað. Ut að flugvélinni fylgdi mér
maðurinn, sem hafði klætt mig í
búninginn, til þess að hjálpa mér að
setjast í vélina og koma mér þar
fyrir á réttan hátt.
Það er undarleg tilfinning að setj-
ast upp í orrustuflugvél. Plássið er
ktið og maður er skorðaður fastur
á alla kanta. Ól er spennt yfir hvora
öxl oq tvær milli fótanna. Maður er
svo sannarlega rígbundinn og kloss-
íastur.
Loks var skerminum lokað. Þetta
er geysilega þungur og mikill
skermur. Þegar hann skall niður,
heyrðist blýsturshljóð, um leið og
loftið pressaðist saman.
ímyndaðar óvinaflug-
vélar skotnar niður
Þegar flugmaðurinn hafði hitað
vélina upp og var búinn að snúa
henni, kemur maðurinn, sem hafði
klætt mig í búninginn og komið mér
fyrir í vélinni æðandi í dauðans of-
2. tbi- VIKAN 21