Vikan


Vikan - 09.01.1969, Side 24

Vikan - 09.01.1969, Side 24
AUMINGJA CYNTHIA Þetta er aumingja Cynt- hia Lennon, nú tuttugu og sjö ára og nýskilin við bít- ilinn John, sem helgar sig nú algerlega japönsku leikkonunni Jókó Onó. Leikkona þessi leggur eink- um fyrir sig happenings af ýmsu tagi. Ein leiksýning- in var til dæmis fólgin í því að hún kallaði til sin upp á senu einn úr hópi áhorfenda og lét hann klippa utan af sér fötin. Þá hefur Jókó gert kvik- mynd, þar sem berir mannsrassar með öllu hugsanlegu holdafari og háralagi koma fyrir í löng- um röðum en alls ekkert annað. Og þar á ofan er Jókó ólétt eftir John. Og aumingja Cynthia má labba ein og yfirgefin um götur Lundúna. HÚN HELDUR SÉR VIÐ UNGDÓMINN Þótt Brigitte Bardot sé fyrir löngu komin af mesta táningaaldrinum, heldur hún dauðahaldi í það út- lit, er því æviskeiði fylgir, og tekst það furðanlega, áð minnsta kosti eftir myndum að dæma. Hún er h'n brattasta og virðist ekki taka sér nærri ævin- týri fyrrverandi eigin- manns síns, tískuslæpingj- ans Gunthers Sachs, og sænska fatamódelsins Ylvu Larsson. Hér er Birgitte sjálf stödd í París og í fylgd með Patrick nokkr- um Gille, sem er stífum áratug yngri en hún. PÁFUGL í HÁS/ETI — STRÚTUR í KJÓL Keisarahjcnin af Persíu voru nýlega viðstödd balletfrumsýningu í Teheran. Þetta var hátíðasýning með sjálfan Núreéf í aðalhlutverki. Kjóll Föru Díbu var settur hvítum strútsfjöðrum, sem flöktu mátu- lega um fallega hnjákolla keisaraynjunnar er hún gekk heimleiðis úr cperunni með manninum sínum, drottnaranum í Páfuglshásætinu. STOLT AF SÍNUM HROKKINKOLLI Dýrkeyptasti kvenkyns sönghópur veraldar, Diana Ross og The Supremes, komu til Malmö hér um daginn til að troða upp í borgarleikhúsinu þar. Diana Ross er til vinstri á myndinni og ræðir við sænskan útvarpsmann. Einnig má hér sjá þær Mary Wilson og Cindy Birdsong. Mary Wilson er áhangandi hreyfingunni Black Power og afsegir því að fela sinn snarhrokkna koll undir hárkollu í stil við hvítra manna hár, eins og algengt er meðal negrakvenna í Bandaríkjunum. Black Power hefur ofarlega á sinni dagskrá að vekja með negrum kynþáttarmetnað, þannig að þeir verði fram- vegis hreykin af því að vera negrar og skarti með kynþáttareinkenni sín í stað þess að skammast sín fyrir þau og fela þau eftir beztu getu, eins og til þessa hefur verið siður í Bandaríkjunum.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.