Vikan - 05.06.1969, Qupperneq 5
af jafn kurteis og innileg í
bréfum þínum, þá segjum
við það helzta um flug-
freyjustarfið einu sinni
enn. Bæði flugfélögin
halda námskeið fyrir verð-
andi flugfreyjur, þegar þau
þurfa að ráða nýjar. Þessi
námskeið eru alltaf aug-
lýst í blöðunum. Umsækj-
endur eru látnir gangast
undir inntökupróf og ef
þeir standast það fá þeir
ókeypis þjálfun á nám-
skeiðunum. Hvað nám og
skólagöngu snertir er aðal-
lega krafizt góðrar kunn-
áttu í tungumálum og al-
mennri þekkingu. Annars
skaltu hringja til annars
hvors flugfélagsins, ef þú
vilt fá enn nákvæmari
upplýsingar. — Ljónið og
Tvíburinn fara mjög vel
saman, en Ljónið og Vatns-
berinn ekki eins vel. Ljón-
ið er eigingjamt, en Vatns-
berinn ekki. Þeim kemur
því aðeins vel saman, ef
Vatnsberinn beygir sig
undir vilja Ljónsins.
f
PÓSTFREYJUR í BÚNINGUM
Kæri Póstur!
Mig langar til að koma
á framfæri ofurlítilli fyrir-
spurn. Eins og flestir vita
var fyrir nokkrum árum
byrjað að ráða konur til
bréfberastarfa. Þetta hefur
gengið prýðilega að því er
ég bezt veit. Að minnsta
kosti færir ung og falleg
húsmóðir mér póstinn á
hverjum degi og kann ég
því afar vel. En eins sakna
ég. Hvers vegna eru kon-
urnar ekki hafðar í ein-
kennisbúningi eins og bréf-
berar af hinu kyninu? Er
til of mikils mælzt, að þær
fái fallegan búning líka?
Góði Póstur! Komdu
þessu á framfæri fyrir mig
til réttra aðila. Ég vil endi-
lega fá að sjá fallegu bréf-
beruna mína í einkennis-
búningi, eitthvað í líkingu
við þann, sem flugfreyjur
klæðast.
Með beztu kveðjum.
K.
Við komum hugmynd-
inni hér með á framfæri.
„EITTHVAÐ"
Kæri Póstur!
Ég les þig alltaf fyrst af
öllu í Vikunni, af því að
mér finnst þú svo skemmti-
legur. Ég hef eirinig séð, að
þú getur leyst úr ýmsum
vandamálum, sem fólk
lendir í. Þess vegna skrifa
ég þér núna og ætla að
biðja þig að reyna að ráða
fram úr einu vandamáli
fyrir mig.
É'g er fimmtán ára, en
verð sextán 15. júní. Þann-
ig er mál með vexti, að ég
er hrifin af strák. Hann á
heima í næstu götu við
mig, svo að ef ég vil sjá,
hvort hann er heima eða
farinn út, þá get ég það
alltaf. Hann er sautján ára,
en verður átján í júlí. —
Hann er stundum með
stelpu, og hann er með
henni vegna þess, að hann
fær eitthvað hjá henni,
sem ég vil nú ekki skrifa
um. Þau eru bara stundum
saman, þ. e. a. s. þegar
hann fær þetta hjá henni.
Pabbi hans á bíl, sem
hann er oft á. Eg fer oft út
að keyra með honum. —
Stundum, þegar ég er úti
í sjoppu, kemur hann á
bílnum og spyr, hvort hann
eigi ekki að keyra mig
heim, því hann sé líka að
fara heim. Ég þigg það
oftast, því annars verður
hann reiður. Við höfum
verið saman svona annað
slagið, en aldrei á föstu.
Hin stelpan er hrifin af
honum, en hann er ekki
hrifinn af henni, eða það
segir hann mér að minnsta
kosti.
Kæri Póstur! Á ég að
halda áfram að trúa hon-
um eða fara og finna mér
annan strák?
Ég vona, að þú lesir
þetta bréf og birtir það og
svarir því vel og segir ekk-
ert, að ég sé of ung til að
hugsa svona.
Með fyrirfram þakklæti.
J. J.
P.S. Hann þolir aldrei að
sjá mig með öðrum strák-
um, en ég má alltaf horfa
á hann vera með öðrum
stelpum. Hvernig finnst
þér þetta?
Okkur finnst Ps-ið anzi
grunsamlegt. Og margt
fleira í lýsingu þinni bend-
ir til þess, að hann sé ekk-
ert sérstaklega góður
strákur. Þú skalt bara láta
hann róa og fá þér annan.
Þú ert ekkert of ung til að
„hugsa“ svona, á meðan þú
lætur engan „fá“ neitt, eins
og hin stelpan.
LAUCAVECI 59 SfM118646
Þbp SDirifl nefl iskrift
VIKAN
SflclpliolCI 33 - síml
23. tw. VIKAN 5