Vikan - 05.06.1969, Qupperneq 43
Tíu mínútum síðar var Michael kominn.
— Michael sjáðu til, mér datt allt í einu í hug að við gætum
látið prenta dagbókina, og haft hana tilbúna til útgáfu. Það væri
hægt að kalla hana „Svikinn“.
— „Yfirgefinn“, sagði Michael.
— Já, það væri ágætt, svo væri hægt að sýna innanríkisráðherr-
anum hana, það gæti komið honum til að athuga betur mál Huberts.
Það þyrfti að skrifa góðan formála.
— Þetta er ágætis hugmynd, sagði Michael, og klóraði sér í
höfðinu, — en hvernig getum við gert þetta án þess það, líti út sem
kúgun?
— En þetta er aðeins til að sýna honum að hann gæti iðrast þess
síðar, ef hann tekur ekki í taumana.
— Barnið mitt, þú þekkir ekki þessa karla. Það eina sem dugar
er að þeir hafi það á tilfinningunni, að þeir séu að gera eitthvað
sem þeim hefur rottið sjálfum í hug. Það eina rétta er að fá Bobbie
Ferrar til að tala um fyrir honum.
— Heldurðu að hann geri það?
— Bobbie er sfinx, en hann er ágætur sfinx. Og hann þekkir manna
bezt til slíkra mála. Hann gæti verið milliliður.
— En það fyrsta er að prenta dagbókina, svo það líti út sem hún
sé um það bil að koma út.
— Heldurðu að herra Ferrar hafi það mikinn áhuga á þessu að
hann hirði um að lesa dagbókina?
— Já, það held ég, sagði Michael. — Faðir minn gerði honum einu
sinni greiða.
— En hver gæti skrifað íormálann?
— Ég hugsa að ég geti fengið Blythe gamla til að gera það. Þeir
hsfa ennþá nokkurn beyg af honum í flokknum, og ef honum býð-
ur svo við að horfa, getur hann komið út á þeim svitanum.
Dinny klappaði saman lófunum.
— Heldurðu að hann geri það.
— Ef honum líkar dagbókin.
— Þá held ég að það sé öruggt.
— Má ég lesa dagbókina, áður en ég fæ prenturunum hana?
— Auðvitað! En það er bara eitt, Michael, Hubert villi ekki láta
birta hana.
— Það er allt í lagi. Ef hún hefir þau áhrif á Walter að hann
samþykki ekki handtökubeiðnina, þá þurfum við ekki að gefa hana
út. Olían verður þá komin á eldinn, eins og Forsyte gamli hefði
sagt.
— Hve mikið kostar prentunin?
Nokkur pund, kannski tuttugu.
— Ég ræð við það.
— Það er ekkert atriði, hafðu engar áhyggjur.
— Þetta er mitt hlutverk, og ég vil borga fyrir það. Þú getur
ekki ímyndað þér hve hræðilegt það er að vita Hubert í svona
mikilli hættu. Ég hefi það á tilfinningunni að hann sé að eilífu
glataður, ef við gerum ekkert í þessu.
— Ég held að þetta gangi allt vel, ef við getum fengið Blythe
gamla og Bobbie Ferrar til að fylgja þessu eftir með áhuga.
— Guð blessi þig, sagði Dinny, og var nú miklu léttrai í skapi.
Næstu dagar voru lengi að líða. Dinny var um kyrrt í Mont
Street, til að vera við hendina ef eitthvað skyldi bera að. Aðal-
vandamál hennar var að halda fyrirætlunum Jean leyndum. Það
gekk vel gagnvart öllum, nema Sir Lawrence, sem lyfti brúnum
og sagði:
— Botticellisvipur, Dinny! Langar þig til að hitta Bobbie Ferrar?
Við borðum hádegisverð saman á morgun, en líklega fáum við ekki
mikið annað en sveppi. Framhald í næsta blaði.
Þegar landið fær mál
Framhald af bls. 19
bókum og lesið þjóðháttalýsing-
ar.
Það er komið fram í desember,
birtutíminn er stuttur og skamm-
degisnóttin ræður ríkjum á ís-
landi. Ungur sjómaður, sem
heima á sunnan heiðar, leggur
leið sína norður í Steingríms-
fjörð en þar hefur hann róið
haustvertíð. Erindið er að sækja
það af aflahlutnum, sem farið
hafði í herzlu, var þetta dálítið
trúss á einn hest — 40 til 50
punda baggar. Ferðinni var heit-
ið að Smáhömrum en þar geymdi
hann þessar færur sínar. Hann
fór í einum áfanga norður yfir
heiðina og hafði náttstað í Steina-
dal. Næsta dag sótti svo pilturinn
fiskinn og hafði aftur sama næt-
urstað norðan heiðarinnar. í
Steinadal var honum samnátta
roskin kona mikil að vallarsýn,
enda talin dugmikil svo af bar.
Hún hafði verið við tóvinnu
norður í Kollafirði og var nú á
leið suður í Reykhólasveit.
Strax um kvöldið er um það
rætt við ferðamanninn að konan
fái samfylgd með honum yfir
MESCAFÉ
h) er
Neskaffi er ilmandi drykkur.
I önn og hraða nútímans ör.var og lífgar
Neskaffi.
Óvenju ferskt og hressandi bragð af
Neskaffi.
Ungt fólk velur helst Neskaffi.
Neskaffi er nútímakaffi.
heiðina, því að öðrum kosti megi
búast við því, að ferð hennar
kunni að tefjast nokkuð. Tals-
verður snjór var á jörðu og því
erfitt fyrir konu að fara yfir
heiðina eina síns liðs, þótt at-
kvæðamikil væri. Auk þess hafði
hún einhverjar föggur meðferð-
is. Jú, pilturinn kvað það ekkert
sér til baga þótt konan gengi í
brautina og engu munaði það þó
farangri hennar væri bætt á
hestinn. Þetta er því afráðið og
líður svo nóttin.
Um morguninn var norðangola
frost og hreinviðri. Guðrún hús-
freyja bjó ferðafólkið vel að
vistum og lagði ríkt á við piltinn
að reyna að fá gömlu konuna
til að drekka mjólk, ef seinfar-
ið væri og hana sækti þorsti.
Er nú fljótt yfir sögu að fara,
ferðin fram Steinadalinn gekk
að óskum, því að færi var gott.
En þegar kom fram yfir Steins-
vað og upp í Rjúpnakinnar er
komin mikil ófærð, og er þar
skemmst af að segja, að fyrr en
komið er á svokallað Vatnsholt,
sem er um það bil á miðri Steina-
dalsheiði og þar sem hæst ber,
er skollin yfir stórhríð með
hörkufrosti og þarna uppi er allt
einn jökull og umbrotafærð. Þó
sígur áfram í áttina þangað til
komið er suður fyrir svo nefnt
Syðravað, þá fór gamla konan
að þreytast og dragast aftur úr,
var þó ekki farið hratt yfir og
hesturinn að mestu látinn ráða
ferðinni. Hann var vanur ferða-
hestur, brúnskjóttur að lit og
hinn mesti stólpagripur. Nú verð-
ur pilturinn var við að konan er
farin að svala þorsta sínum með
því að éta snjó. Hann hefur orð
á þessu við hana en hún kveðst
muni komast leiðar sinnar og
skuli hann engar áhyggjur af
því hafa. Ekki höfðu þau þó
lengi farið, þegar hún sezt í
skaflinn og segist nú ekki kom-
ast lengra, og eru þau þá stödd
á svokölluðu Fjárholti. Hríðin er
sú sama og þarna er umbrota-
skafl.
Sér þá pilturinn að hér er í
nokkurt óefni komið, tekur því
baggana af klárnum og ákveður
að skilja þá eftir. Þegar hann
hefur losað trússið, sleppir hann
hestinum sem hverfur óðar út í
sortann. Af þessu hafði hann þó
engar áhyggjur, en fer að huga
að gömlu konunni og virðist
mjög af henni dregið. Hún stend-
23. tbi. VIKAN 43