Vikan - 12.06.1969, Blaðsíða 6
SÍBAN SllAST
5YHIB UBNSINS
í HERÞJÁLFHN
Vélbyssan, sem drengurinn til
vinstri á myndinni er að fást við,
er álíka löng og hann sjálfur.
Þetta vopn er ekkert barnaleik-
fang, og það er ekki heldur
kommandóhnífurinn, sem upp-
kominn skæruliði kennir félög-
um hans að fara með. Myndirnar
eru teknar á stormasamri, sand-
rjúkandi eyðimörk einhversstað-
ar í Jórdaníu, þar sem Frelsis-
fylking Palestínu hefur leynileg-
ar búðir og þjálfar átta til fimm-
tán ára gamla drengi í skæru-
hernaði og hatri á ísrael.
Engir nema arabísku skærulið-
arnir sjálfir vita hve margar
þesasr æfingabúðir eru, en i
Jórdaníu einni er talið að þær
séu fimm og sextíu til áttatíu
drengir í hverjum. Drengirnir
eru á arabíksu kallaðir asjbal,
sem útleggst synir ljónsins.
Fyrsta þjálfunarnámskeiðið
stendur yfir í þrjá mánuði, og
eftir það fara drengirnir aftur í
skólana í flóttamannabúðunum
eða verða boðberar og aðstoðar-
menn hjá skæruhernum, ef þeir
eru búnir í skólanum. Fimmtán
ára eru þeir taldir nógu gamlir
til að verða sendir vesturyfir
Jórdan til að fremja skemmdar-
verk og koma fyrir vítisvélum.
Fimmtán ára drengur og annar
þrettán ára komu tuttugasta og
annan júní í fyrra fyrir sprengju
í Ambassador-hóteli í Jerúsalem,
þar sem háttsettir ísraelskir liðs-
foringjar voru samankomnir.
Þrettán manns fórust.
Drengjunum er líka kenndur
sósíalismi, eins og Arabar túlka
þá stefnu. Þeim er einnig sagt að
stríðið við ísrael geti staðið yfir
svo kynslóðum skipti.
6 VIKAN
HJARTA HANS
EB FULLT AF
AST TIL MAO
Mynd þessi var send til Vestur-
landa frá kínversku fréttastof-
unni Hsínhúa. Meðfylgjandi texti
er svohljóðandi: „Foringjarnir
og liðsmennirnir í þeim sveitum
frelsishers kínversku þjóðarinn-
ar, sem á snædrifnum fjöllum
Pamírs standa vörð um landa-
mæri Sinkíangs, bera í brjósti
takmarkalausa ást til Maós for-
manns. Þeir eru reiðubúnir að
gereyða hverjum þeim óvini, er
hættir á innrás. Myndin er af
varðmanni, tekin í fjögur þúsund
og átta hundruð metra hæð yfir
sjávarmáli.“
Sinkíang er norðvestlægasti
hluti Kínaveldis, og höfðu Rúss-
ar lengi ágirnd á því landi. Kín
verjar hafa reynt að herða tök
sín á því með því að flytja inn
kínverskt fólk og herða jafn-
framt eftirlitið með hinum upp-
runalegu landsmönnum, sem
flestir eru tyrkneskrar ættar.
HOFUBBORG
GLfEPANNA
í kosningabaráttunni fyrir for-
setakosningarnar síðustu í
Bandaríkjunum hét Richard Nix-
on því upp á æru og trú að binda
endi á glæpafaraldurinn í höfuð-
borginni jafnskjótt og hann
kæmist í forsetastóf. Það var
ekkert smávegis loforð.
íbúar Washington eru nú átta
hundruð og fimmtíu þúsund, og
tólf fyrstu daga yfirstandandi árs
voru framdar þar fjórtán ránár-
ásir á banka, ellefu morð og um
tvö hundruð og fimmtíu vopnað-