Vikan - 12.06.1969, Side 13
við gætum aldrei notið samvista,
nema Janice hyrfi af sjónarsvið-
inu fyrir fullt og allt, þá fór hún
að skilja að það var óhjókvæmi-
legt að stytta Janice aldui-.
Þegar hún var komin á mitt
mál, var aðeins eftir spurningin
um það hvar það skyldi gert og
hvernig. Ég kom mér niður á
fjórar morðtillögur að velja á
milli.
a) morð, sem leit út eins og
sjálfsmorð,
b) morð, sem leit út eins og
eðlilegur dauðdagi,
c) morð, sem leit út eins og
slys,
d) morð, sem greinilega var
morð.
Ég strikaði strax út dauða-
slysið.
í fleiri mánuði hringsólaði
hugur minn um slysfarir, sem
gætu grandað Janice, og að lok-
um komst ég að þeirri niður-
stöðu að slysfarir voru ekki fyrir
hendi. Og þegar ég sá að allar
tilraunir í þá átt yrðu grunsam-
legar, hvað myndi þá lögreglan
halda?
Hugmyndin um morð, sem liti
út eins og sjálfsmorð, var líka
kæfð í fæðingunni. Allir vinir
Janice myndu bera það fyrir
rétti að hún hefði alltaf verið
glöð eins og lævirki, og enga
ástæðu haft til að svifta sig lífi.
Ég var heldur ekki nógu kunn-
-ugur eiturlyfjum til að vita hvaða
lyf það voru, sem ekki skilja
eftir greinileg spor um eitur, og
aldrei getað gert það þannig að
ekki hefði komið það rétta í ljós
við krufningu.
Sem sagt, það var engin leið
önnur en morð. Morð, sem var
og leit út fyrir að vera morð.
Nokkrum vikum eftir að ég
komst að þessari niðurstöðu, átti
að halda áríðandi ráðstefnu í
Chicago á fimmtudegi eða föstu-
degi, og ég var tilnefndur til að
taka þátt í henni. Þá yrði það að
ske. Það eina sem ég þurfti að
taka með í reikninginn, var að
fá leyfi til að taka Karen með
mér.
Áætlunin var þessi: Ég keypti
2 farmiða með síðdegislestinni
á miðvikudag, sú lest átti að
koma til Chicago klukkan 8.40 á
fimmtudagsmorgni.
Eftir þeirri áætlun átti Karen
að taka þá síðdegislest og hafa
báða farmiðana með sér. Við átt-
um að fara frá auglýsingaskrif-
stofunni saman um tólfleytið og
láta þess getið að við værum á
leið til Grand Central stöðvar-
innar. En meðan Karen væri á
leið til stöðvarinnar átti ég að
laumast á stöðina við 125. götu,
taka lestina þar klukkan 12.55.
Sú lest var komin að heimili
okkar Janice klukkan 14.10. Ég
ætlaði líka að dulbúast, setja á
mig yfirskegg og stór sólgler-
augu og vera í frakka og með
hatt, sem ég hafði aldrei verið í.
Húsið okkar stóð örstuttan spöl
frá járnbrautarstöðinni; ég gat
gengið þangað, skotið Janice, með
skammbyssu, sem ég hafði keypt
á íornsölu, rótað til í húsinu, eins
og um innbrotsþjóf væri að ræða,
og náð lestinni klukkan 17.10 til
borgarinnar. Þar ætlaði ég að
fara í bíó, og taka svo flugvél til
Chicago klukkan 00.40, og vera
svo á járnbrautarstöðinni þegar
Karen kæmi klukkan hálfníu um
morðuninn.
Við Karen fórum frá skrifstof-
unni klukkan 12. Hún tók báðar
ferðatöskurnar með sér til Grand
Central stöðvarinnar, og ég flýtti
mér til 125. götu, stanzaði aðeins
til að kaupa hatt og frakka á
leiðinni. Ég náði lestinni í 125.
götu. Þar fór ég inn á snyrtiher-
bergi karla, setti á mig yfirskegg-
ið og hornspangargleraugun og
fór í frakkann.
Lestinni hafði seinkað um
fimm mínútur. Stöðin var næst-
um mannlaus. Jafnvel blaðaturn-
inn var lokaður um þetta leyti.
Ég mætti engum sem ég þekkti
á leiðinni heim. Ég fann fyrir
þungri skammbyssunni í vasa
mínum.
Janice sat í dagstofunni og var
að fletta kvennablaði. Án efa að
leita að einhverju til að kaupa í
auglýsingunum.
Fyrst þekkti hún mig ekki. En
svo tók ég af mér hattinn og
gleraugun. Þá hrópaði hún upp.
— En Freddie, ég hélt að þú
værir á leið til Chicago!
— Það er ég líka, svaraði ég.
Ég setti aftur upp hattinn og
gleraugun, gekk að útsýnis-
glugganum og dró rimlatjöldin
fyrir.
— Hvernig í veröldinni dettur
þér í hug að vera með þetta
skegg? Þú ert hræðilegur með
það!
Ég gekk til hennar, tók byss-
una upp úr vasanum og otaði
henni að henni. — Farðu fram
í eldhús, Janice. Ég ætlaði að
láta líta svo út sem innbrots-
þjófurinn hefði komið inn eld-
húsmegin og skotið hana þar.
— Freddie, sagði hún, undr-
andi á svipinn. — Ef þú heldur
að þetta sé eitthvað fyndið ....
— Mér er alvara! sagði ég
illskulega.
En þá glaðnaði yfir henni og
hún klappaði saman lófunum: —
Ó, elsku heimskinginn minn!
— Hvað áttu við með því?
— Þú hefir þá keypt sjálf-
virku þvottavélina! sagði hún og
hljóp fram í eldhús, háu hælarnir
glumdu við gólfið. Jafnvel þá,
síðustu stundir ævi sinnar hugs-
aði hún aðeins um að kaupa eitt-
hvað, eina vélina til viðbótar
hinum öllum, sem hún hafði
safnað í kringum sig.
Ég fylgdi eftir henni fram í
eldhúsið. Þar sneri hún sér við,
með vonbrigðasvip á andlitinu.
— En hér er engin þvottavél!
Þá skaut ég hana.
í þi’jár sekúndur var alger
þögn, þá hringdi dyrabjallan.
Fyrst hrökk ég við. Svo stóð
ég grafkyrr, eins og myndastytta,
og vissi ekki hvað ég átti að
taka til bragðs. Fyrst datt mér í
hug að láta ekkert á mér bera
og bíða. Hver sem þetta var,
hlaut hann að fara þegar ekki
var anzað. Þá datt mér í hug að
litli sportbíllinn hennar Janice
stóð fyrir utan húsið, og það gaf
auðvitað til kynna að eigandi
hans var heima.
Ég varð að opna dyrnar. Ég
stakk byssunni í vasa minn, flýtti
mér gegnum dagstofuna og nam
snöggvast staðar við dyrnar.
Svo andaði ég djúpt, rétti úr
mér og opnaði.
Þegar ég leit út sá ég mann,
sem greinilega var sölumaður.
Hann var með dökkbrúna skjala-
tösku. — Góðan dag, herra minn.
Ég er sölumaður fyrir Universal
orðabókina, og.........
■— Mér þykir leitt, en ég hefi
engan áhuga, svaraði ég og
skellti aftur hurðinni.
Ég fór inn í svefnherbergið,
dró út skúffur og fleygði inni-
haldi þeirra á gólfið. Ég þurfti
ekki að hugsa um fingraförin,
þau voru um allt húsið.
Ég var kominn að þriðju
ksúffunni, og hafði stungið á mig
úri og nokkrum eyrnalokkum,
það leit raunverulega út, en þá
hringdi dyrabjallan aftur.
Ég andvarpaði, og fór fram,
opnaði rifu, eins og áður.
Lítil feitlagin kona stóð þar
og sagði: — Góðan dag, ég heiti
frú Turmer. Ég er að selja bíla-
happdrætti til ágóða fyrir ....
— Ég kaupi ekki neina happ-
drættismiða, tók ég fram í fyrir
henni.
— En það eru spánýir bílar,
hélt hún áfram.
— Mig vantar ekki bíl. Ég á
bíl, sagði ég og skellti aftur.
Á leiðinni að svefnherberginu
datt mér í hug að ég hefði kann-
ske verið of ruddalegur við hana.
Eg var kannski taugóstyrkari
en ég hélt?
Svo hélt ég áfram við iðju
mína, og var rétt búinn að róta
í öllum skúffunum, þegar sím-
inn hringdi.
Hann hringdi þrisvar áður en
ég tók undir mig stökk inn í
dagstofuna til að taka símann.
Ég lyfti heyrnartækinu og
svaraði. Ég heyrði karlmanns-
rödd svara:
— Ég er reiðubúinn, Andy!
Er þetta ekki Andy?
— Hér er enginn Andy, sagði
ég, — þér hafið valið skakkt
númer.
Ég lagði á, en þá hringdi dyra-
bjallan.
Ég hrökk svo við að ég ruddi
borðinu um koll. Ég reisti borð-
ið við, setti símann á sinn stað
og fór til dyra.
Maðurinn fyrir utan var grá-
hærður, feitlaginn en mjög
Framhald á bls. 45
EITT ER VÍST: ÞAÐ ER
ALLTAF VERIÐ AÐ
HRINGJA DYRABJÖLL-
UNNI, ÞEGAR MAÐUR
ER SEM MEST
ÖNNUM KAFINN . . . .
24. tbi. VIKAN 13