Vikan


Vikan - 12.06.1969, Page 14

Vikan - 12.06.1969, Page 14
Úrdráttur úr skáldsögu Johns Galsworthys 10. HLUTI ÉG ER TUTTUGU OG SEX ÁRA, ÖGIFT OG BARNLAUS, ENNÞÁ AÐ MINNSTA KOSTI, OG ÞAÐ ER ÁRÁTTA HJÁ MÉR AÐ SKIPTA MÉR AF HÖGUM ANNARRA... Dinny hafði svo margar hugmyndir um Bobbie Ferrar, að hun varð undrandi þegar hún sá hann. Hann var mjög hátíðlegur, og Dinny var ekki sérlega hrifin af honum. — Eruð þér hrifnar af sveppum, ungfrú Cherrell? — Ekki frönskum sveppum. — Ekki það? — Bobbie, sagði Sir Lawrence, — þú ætlar þó ekki að segja okkur að það sé árangurslaust að láta Walter lesa formálann af dagbókinni? — Ég hef engin áhrif á Walter. — Hver hefir það? — Enginn, — nema .... — Já? — Nema Walter sjálfur. Án þess að hugsa sagði Dinny: — Þér skiljið það vonandi, herra Ferrar, að þetta verður sama sem dauði bróður míns og hræðilegt fyrir okkur öll. Bobbie Ferrar leit á rjótt andlit hennar, án þess að segja nokk- urt orð, en þegar þau stóðu upp, og Sir Lawrence var að borga reikninginn, sagði hann við hana: — Ungfrú Cherrell, langar yður tiL að koma með, þegar ég tala við Walter? Ég gæti komið því þannig fyrir að þér væruð á næstu grösum. — Það vildi ég mjög gjarnan. — Það verður þá okkar á milli. Ég læt yður vita. Þegar Dinny kom heim í Mont Street, beið hennar bréf frá Jean. Hún fór upp á loft, til að lesa það í næði. Kæra Dinny! Allt gengur að óskum hér, og ég hefi mikla ánægju af flugtím- unum. Þeir segja að ég sé eins og önd á vatni. Það er ekki mikill munur á okkur Alan nú, ég er öllu lagnari. Þakka þér kærlega fyrir bréfin. Ég er mjög ánægð með prentun dagbókarinnar, og er jafnvel trúuð á það að það verði til að, bjarga öllu saman. En þó verðum við að vera viðbúin því versta. Gætir þú útvegað mér tyrk- neska orðabók? Ég reikna með að Adrian geti útvegað hana. Það er ómögulegt að fá slíka bók hér. Alan sendir þér ástarkveðjur og sömuleiðis ég. Láttu okkur fylgjast með gangi málanna, símleiðis, ef annað er ekki hægt. Þín einlæg Jean. Tyrkneska orðabók! Þetta var fyrsta bendingin um það hvað þau ætluðust fyrir. Dinny mundi nú eftir því að Hubert sagði henni að hann hefði bjargað lífi tyrknesks liðsforingja í stríðslok, og að þeir hefðu skrifazt á síðan. Svo Tyrkland var fyrirheitna landið, ef —! En öll þessi ráðagerð var örþrifaráð. Það mátti ekki koma til þess. Morguninn eftir fór hún til Adrians, sem hún hafði ekki séð síðan Hubert fór í fangelsið. — Heyrðu frændi, áttu ekki tyrkneska orðabók, helzt samtals- bók? Hubert langar til að stytta sér stundir í fangelsinu, með því að hressa- upp á tyrkneskuna sína. Adrian virti hana fyrir sér, kipraði augun og sagði: — Hann kann ekki neina tyrknesku til að hressa upp á. En hér hefirðu hana. Hann náði í litla bók úr bókahillu, og bætti við: — Heldurðu að þú sért sniðug, Dinny? Þú blekkir mig ekki, ég veit allt um þetta. — Segðu mér það þá, frændi. — Sjáðu til, sagði hann. — Hallorsen er með í þessu. Og þar sem ég fer með Hallorsen, geturðu lagt tvo og tvo saman, það gerir fimm, Dinny, en ég vona að það komi aldrei til svona róttækra að- gerða. En Hallorsen er stórfínn náungi. — Ég veit það, sagði Dinny, — en segðu mér hvað þau hafa ákveðið. Adrian hristi höfuðið. — Þau vita það varla sjádf. Allt sem ég veit, er að Bolivíubeinin hans Hallorsens fara til Bolivíu, í staðinn fyrir til Bandaríkjanna, eins og áður var ákveðið, og að furðulega vel hefir verið gengið frá loftræstingu á kistunni, sem þau verða flutt í. — Áttu við hin raunverulegu Bolivíubein? — Eða eftirlíkingar, þær hafa líka verið gerðar. Veiztu hve þungur Hubert er? — Um hundrað og sextíu pund. — Einmitt. Tveim dögum siðar tilkynnti Sir Lawrence að „Walter“ væri kominn heim, en eftir svona frí yrði langt þangað til hann hefði tíma til að sinna „smáverkefnum“ eins og máli Huberts. — Smáverkefnum! hrópaði Dinny. — Líf hans og hamingja okk- ar allra. — Vina mín, líf og hamingja fólks er daglegt viðfangsefni innan- ríkisráðherrans. — Það hlýtur að vera hræðilegt starf. Ég myndi hata það. — Þar er mismunurinn á þér og sjórnmálamanni, Dinny. Er allt undirbúið, ef hann skyldi taka mál Huberts fljótt fyrir? — Dagbókin er prentuð, ég hef lesið prófarkir; og formálinn er til. Ég hefi ekki lesið hann, en Michael segir að hann sé ágætur. — Gott! Bobbie lætur oklsur þá vita, þegar Walter tekur málið til athugunar. — Heyrðu frændi, hve gamall er Bobbie? — Það veit enginn með vissu. Kominn að sextugu. Ég býst við að það komist einhverntíma upp, en þá verðm- ábyggilega að höggva hann niður og telja árhringina. Þú ert þó ekki að hugsa um 14 VIKAN 24. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.