Vikan


Vikan - 12.06.1969, Blaðsíða 17

Vikan - 12.06.1969, Blaðsíða 17
var að átta sig á liðstyrk kong- anna, en við. sáum þá nálgast. Ásamt Víetnömunum endur- skipulögðum við það, sem eftir var af herflokknum og hörfuð- um undan sjötíu metra leið að einu síkinu. Ég var rétt að kom- ast í skjól þar þegar allur síkis- bakkinn virtist springa í loft upp. Ég gægðist upp og sá konga einn, sem skaut á mig úr hríðskota- byssu af örstuttu færi. Ég sá log- ann standa framúr hlaupinu og fann hvininn af kúlunum við eyrun. Hríðskotabyssa af þessari gerð brennir af níutíu til hundr- að skotum á mínútu. Hvernig .mannskrattinn komst hjá að hitta mig skil ég ekki. Ég skaut hann. Við fórum frá síkinu og hlup- um að sykurreyrsekru einni. Kongarnir urðu varir við flótta okkar og sóttu á eftir með mik- illi skothríð. Allmikil ringulreið var nú komin á hóp okkar. Ég þóttist sjá að við gætum aldrei brotizt út úr herkví þessari. Ég ákvað að reyna að komast undan með því að synda yfir síkið. Ég hljóp þangað og gróf sprengju- byssuna mína, kort og annan út- búnað í leðjuna á bakkanum. Þá heyrði ég Versece höfuðsmann hrópa að hann væri særður. Ég hikaði. Ég vildi auðvitað ekki láta taka mig fastan, en á hinn bóginn gat ég ekki yfirgefið Ver- sace í nauðum hans. í sömu svip- an og ég náði til hans varð sprenging, og ég steyptist um koll; hafði fengið sprengjuflís í hægri öxlina. Þegar ég leit upp aftur, stóð kongi nokkur fyrir framan mig og miðaði á mig byssu. Hann tók af mér skammbyssu mína og armbandsúr. Svo batt hann hend- ur mínar með þesskonar klút, sem flestir Víetnamar hafa um hálsinn. Annar kongi kom í ljós og við lögðum af stað meðfram síkinu. Fljótlega fórum við að hlaupa, þar eð stöðugt fjölgaði sprengingum í námunda við okk- ur. Sú skothríð kom trúlega frá liðinu, sem sent hafði verið okk- ur til stuðnings. Við mættum öðr- um kongum, sem tekið höfðu Rowe lautinant til fanga. Þeir neyddu mig til að setjast, tóku af mér græna einkennisj akkann, frumskógaskóna, sokkana og bundu fyrir augu mér. Eitthvað af fólki úr næsta þorpi safnaðist umhverfis mig. Það æpti skammaryrði og fór að henda í mig steinum og skít. Kongarnir stugguðu því frá og fóru með mig niður að einu sík- inu og þar um borð í bát. Þá Framhald á bls. 37. 24. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.