Vikan - 12.06.1969, Side 19
Yzt til vinstri: Feðginun í ríki sínu. Yfir
þeim blaktir fáni Sjálands, þrílitur, rauð-
ur, hvítur og svartur.
Neðst: Prinsessan hjálpar furstanum að
skipa út vörum, sem eiga að fara til
Sjálands.
Heimilisfólkið á Sjálandi: Michael, Penny,
Joan og Ray. Einnig mætti segja: Prins-
inn, prinsessan, furstafrúin og furstinn.
iiiíiliiii
Kaðalstiginn er eina leiðin upp á Sjáland, að
undantekinni vindunni, sem notuð er til að
hífa upp birgðir landsins, en henni er stjórn-
að ofan frá.
Þessi vörulyfta hefur þótt hin mesta gálga-
smíð og margur myndi liika, áður en hann
legði líf sitt í þann háska að fara upp þá
leiðina. En Roy virðist sjálfur hafa trú á
apparatinu og sömuleiðis Penny dóttir hans.
útsendingu frá ólöglegri útvarps-
stöð á öðru gömlu hervirki í
Norðursjó. Radió Essex hét stöð-
in, en hann var dreginn fyrir tvo
dómstóla þá og dæmdur í sektir,
auk þess sem hann neyddist til
að leggja rekstur útvarpsstöðv-
arinnar niður. Því sá pallfjandi
var innan brezkrar lögsögu.
En strax þegar þetta var, hafði
hann augastað á „Roughs Tow-
er“, svo sem Sjáland hét þar til
hann skírði staðinn upp. Sá pall-
ur hafði aukinn kost fram yfir
Radió Essex; hann var utan
þriggja mílna markanna. En
drjúgan ókost hafði hann líka,
þar var sem sé rekin önnur
„sjóræningjastöð“, Radíó Karó-
lína. En Roy Bates lét það ekki
á sig fá.
Um dimma nótt lagði Bates úr
höfn heima í Southend ásamt
Þótt Sjáland sé ekki stórt, á
það sér ekki friðsamlegri sögu en
mörg ríki, sem stærri eru. Þar
er þá fyrst til að taka, að mann-
virkið er í sjálfu sér hernaðar-
virki. í öðru lagi er furstinn
sjálfur margheiðraður majór,
bæði frá Ítalíu og Austurlöndum
fjær. Eftir stríðið lagði hann
hönd á ýmislegt, svo sem fiski-
skipaútgerð, slátrun, sjómennsku,
og stuttan tíma átti hann flutn-
ingaskip í förum, en meðfram
hefur hann alltaf verið bíræfinn
ævintýramaður.
Hann er ekki mikið fyrir að
velta hlutunum lengi fyrir sér.
Hann kynntist Joan konu sinni
á þriðjudegi og gekk að eiga
hana á föstudegi í sömu viku.
Hann varð frægur — eða
ræmdur — í Englandi, þegar
hann ekki alls fyrir löngu hóf
nokkrum traustum vinum sínum
á smákoppi. Eins hljóðlega og
hægt var nálguðust þeir brettið,
og einhvern veginn tókst þeim
að komast upp og þá var ekki
að sökum að spyrja: Vingjarn-
lega en ákveðið tilkynntu þeir
starfsfólki og eigendum útvarps-
stöðvarinnar, að þeim væri holl-
ast fyrir heilsu sína að hypja sig
burtu. Það var raunar óhægt um
vik; fólkið hafði enga fleytu. En
Roy Bates var göfuglyndur:
Hann leyfði því að dingla í kað-
alstiganum, þangað til aðvífandi
fiskibátur hirti það upp og skutl-
aði því í land.
Síðan eru liðin tvö ár. Bates
kallar þetta ekki þjófnað. —
Þetta var sjórán á opnu hafi, ut-
an allrar landhelgi. Sem sagt
ekkert ólöglegt, segir hann. Og
Framhald á bls. 37.
24. tw. yiKAN 19