Vikan


Vikan - 12.06.1969, Side 31

Vikan - 12.06.1969, Side 31
f búri hjá Víet Cong Framhald af bls. 17 hrasaði ég og braut á mér vinstri ökklann. Meðan á bátsferð- inni stóð heyrði ég flugvélar okk- ar skjóta úr vélbyssum úr lítilli hæð og jafnvel kasta sprengjum. Fljótlega lentum við einnig í hríð frá stórskotaliði. Bátnum var aftur stýrt að landi og ég dreginn í land. Þegar flugvélarnar voru farn- ar fórum við aftur um borð í bát- inn, héldum áfram á honum stuttan spöl og fórum svo aftur í land. Enn lentum við í stór- skotahríð og lágum hreyfingar- lausir í jörðinni um stund. Kong- arnir buðu mér nokkur hrísgrjón, en ég var í engu skapi til að borða. Þegar dimmt var orðið geng- um við frammeð síkinu unz kom- ið var að litlum kofa úr grasi. Innan úr hreysi þessu heyrði ég Versare höfuðsmann kalla: Bac si! Bac si! (Læknir! Læknir!). Að eitthvað þremur klukku- stundum liðnum var bundið fyr- ir augu okkar Rowes og við reknir ofan í annan bát. Farið. var með okkur til búða, sem byggðar voru meðal hárra trjáa og umkringdar kjarri og fenjum. Við Rowe og Versace vorum allir lokaðir inni í litlu búri, sem naumlega rúmaði okkur alla þrjá. Það var gert úr mangróverótum og gaddavír. Kongarnir létu loga á steinolíulampa í nánd við búr- ið og breiddu yfir það moskító- net. Höfuðsmaðurinn hafði feng- ið þrjár kúlur gegnum annan fótinn. Ein hafði farið í gegnum hnéð, og hann stundi af sársauka. Hann hafði líka tvö sár á bakinu. Næsta morgun komu kongarn- ir og gáfu okkur hrísgrjón og sardínur í dós. En við vorum all- ir lystarlausir. Ég bað þá stöðugt um að fá að líta á sár Versace, en þeir skeyttu því engu. En loksins kom einn þeirra eigin sjúkraliða á vettvang. Hann hreinsaði sárin og gaf Versace penisillínsprautu. Á fjórða degi var farið með höfuðsmanninn á sjúkrahús þeirra konganna. Eftir eitthvað viku vist í búr- inu vorum við teknir út úr því, bundið. fyrir augu okkar og hend- m- fjötraðar á bak aftur og við síðan fluttir í bát, er strámottur voru breiddar yfir, til bækistöðv- ar sem virtist vera æfingabúðir. Þar moraði allt í kongum. Þeir leystu hendur mínar og frá aug- unum. Síðan var ég neyddur til að leggjast flatur á jörðina. Hjá mér tók sér stöðu kongi einn og beindi byssusting að kvið mér, til að svo liti út að hann hefði þá nýtekið mig til fanga. Svo kom ljósmyndari og tók allmargar myndir. Svo voru hendur okkar Rowes aftur bundnar á bak aftur og yngsti og minnsti skæruliðinn gekk með okkur í hring, og ljós- myndarinn tók hverja fiimuna af annarri. Loks var komið með Versace höfuðsmann út úr bráða- birgðasjúkrahúsinu og áróðurs- myndir teknar af okkur þremur saman. Viku síðar komu til okkar þrír rosknir Víetnamar. Þeir töluðu ensku með frönskum áherzlum og spurðu hverjir við værum. Við gáfum þeim upp nöfn. stöð- ur, númer, fæðingarár og ekkert þar framyfir. Þeir sögðu að við yrðum fluttir í aðrar fangabúðir staðbetri, og daginn eftir var bundið fyrir augu okkar og við lagðir undir strámottur í bát. Mig verkjaði ennþá mjög í ökklann, en uppgötvaði síðar að brotið hafði gróið næstum skekkjulaust. Ég hafði skorið skálmarnar af buxunum, kreist saman beinend- ana unz þeir virtust falla rétt saman og vafið síðan klút utan um eins fast og ég gat. í fimm og hálft dægur vorum við stöðugt á ferðalagi, færðum okkur um set um nætur en sváf- um að degi til. Mér tókst í laumi að mjaka lítillega til bindunum fyrir augunum og komst þannig að því að við vorum á leið æ dýpra inn í U Minh-skóginn og nálguðumst syðsta odda Víet- nams. Við sváfum um borð í bát- unum utan einn dag, sem ég minnist með hryllingi. Þá vorum við lokaðir inni í húsagarði þar sem líka voru kýr, og þegar við vöknuðum vorum við alþaktir blóðsugum. Einn konginn bar logandi sígarettu að kvikindun- um og slepptu þau þá taki sínu. Nýju fangabúðirnar voru um- kringdar mangróvetrjám og um- hverfið vægast sagt ómenningar- legt. Við höfðum gnægð vatns (regnvatn sem safnað var í geyma) og maturinn var vel úti látinn en einhliða; krabbar, fisk- ur og rækjur. En enginn okkar gat haldið matnum niðri lengi vel. Versace höfuðsmaður var geymdur í kofa, sem kongarnir kölluðu sjúkrahús. Rowe fékk blóðkreppusótt. Hann fékk sprautur gegn sjúkdómnum, en þó hrakaði honum dag frá degi. Hann og ég vorum geymdir hlið við hlið í trébúrum, og þvert á rimlana var strengdur gaddavír. Á hverju kvöldi voru lögð á okk- ur fótjárn. í desember 1963 stakk túlkur upp á því að við skrifuðum fjöl- skyldum okkar. Við grunuðum kongana um að nota slík bréf í áróðursskyni og fórum í staðinn fram á að mega skrifa Alþjóðlega Rauða krossinum, og það gerðum við. Þremur vikum síðar kom- umst við að því að bréf okkar höfðu ekki komið til skila. Aftur var okkur boðið að skrifa fjöl- skyldum okkar, en enn afþökk- uðum við. Ég léttist stöðugt, þar eð ég gat ekki borðað hrís. Mín eðli- lega þyngd er áttatíu og níu kíló, en í árslok 1963 var ég kominn NÝJUNG! FRÁ NATIQNAL MATSUSHITA ELECTRIC í SUMARBÚSTAÐINN ® Sjálfvirk kveikja ® Með grilli og án ® Engar eldspýtur © Ryðfrítt stál Útsölustaðir: FÖNIX, Suðurgötu RAFORKA, Austurstræti LJÓS & ORICA, Suðurlandsbraut KOSAN G ASSALAN OLIUOFN ® með geislahitun • sjálfvirk rafkveikja Fást aSeins hjá 0. Ellin^sen hf. UMBOÐIÐ IAFBBIG Si. SÍIVII 11141 _y 24. tbi. VIKAN 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.