Vikan


Vikan - 12.06.1969, Blaðsíða 39

Vikan - 12.06.1969, Blaðsíða 39
Framhald af bls. 15 Þessum augum var nú beint að styttunni. — Það er rétt, hann bjargaði okkur, sagði Desert. — Þér hafið auðvitað verið í stríðinu. — Já, ég var alltaf á flugi og hafði andstyggð á því. — Líkar yður styttan? — Hesturinn. — Já, tautaði Dinny. — Þetta er hestur, ekki tunnulaga ófreskja. — Þetta er snilldarvel gert, eins og Foch var sjálfur. Dinny hniklaði brúnirnar. — Ég kann vel við hana á þessum stað. — Hvernig líður Michael? Þér eruð frænka hans, ef ég man rétt. — Michael líður ágætlega. Hann er ennþá á þingi, enda er hann í sæti, sem ekki er hægt að, tapa. — Og Fleur? — Hún blómstrar. Vitið þér að hún er búin að eignast dóttur? — Fleur? Þá á hún tvö, er það ekki? — Já; telpan heitir Catherine. — Ég hef ekki verið hér heima síðan 1927. Drottinn minn, hve langt er liðið frá þessu brúðkaupi. — Þér lítið út fyrir að hafa verið mikið í sól, sagði hún, og virti fyrir sér gugginn svip hans. — Ég lifi ekki nema að hálfu leyti, þegar ég er ekki í sól. — Michael sagði að þér hefðuð verið í Austurlöndum. — Ja, ég hefi verið á flækingi þar. Það dimmdi yfir svip hans og hann ók sér, eins og honum væri kalt. — Það er andstyggilega kalt í Englandi á vorin. — Yrkið þér ennþá? — Ó, þér vitið þá um þann veikleika minn. — Ég hef lesið öll ljóð yðar, sem hafa komið út. Mér finnst þau síðustu bezt. Hann glotti. — Þakka yður fyrir að strjúka mig réttsælis, skáld- um líkar það. Hver er þessi hávaxni maður, mér finnst ég kannast við hann. Stóri maðurinn, sem hafði gengið hinum megin við styttuna, kom nú til þeirra. — Einhvern veginn bendla ég hann við þetta sama brúðkaup, sagði Dinny. — Hækillinn er ekki í réttu hlutfali, sagði maðurinn. — Ég hefi alltaf verið þakklát fyrir það að ég hefi ekki hækil, svaraði Dinny. — Við erum reyndar að brjóta heilann um það hvort við þekkjum yður ekki: Voruð þér ekki í brúðkaupi Michaels Mont fyrir nokkrum árum? — Ég var þar. En hver eruð þér, ungfrú góð? — Þá höfum við öll verið þar. Ég heiti Dinny Cherrell, og við Michael erum systkinabörn, í móðurætt hans og föðurætt mína. Herra Desert hérna, var svaramaður Michaels. Stóri maðurinn kinkaði kolli. — Ó, já! Ég heiti Jack Muskham; við Sir Lawrence erum syst- kinabörn. Svo sneri hann sér að Desert. — Þér eruð aðdáandi Fochs marskálks. — Já, það var ég. Dinny varð undrandi á önugum svip, sem kominn var á andlit hans. — Jæja, sagði Muskham, — hann var að minnsta kosti heiðar- legur hermaður, og þeir voru ekki of margir. En ég kom til að skoða hestinn. — Það er auðvitað athyglisverður hluti styttunnar, tautaði Dinny. Stóri maðurinn brosti vantrúarbrosi. — Það. er að minnsta kosti eitt sem hægt er að segja um Foch, hann sveik okkur aldrei. Desert sneri sér snögglega að honum: — Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þér segið þetta? Muskham yppti öxlum, tók ofan fyrir Dinny, og rölti áfram. Þegar hann var farinn, varð djúp þögn, — Hvert eruð þér að fara? spurði Dinny. — Þá leið sem þér farið. — Þakka yður kærlega fyrir það, herra minn. Gæti Mont Street verið á yðar leið? — Stórfínt! — Þér hljótið að muna eftir móður Michaels; hún er dásamleg, hleypur úr einu í annað, svo það er eins og að stikla á steinum að fylgjast með því sem hún segir. Þau gengu yfir götuna, út í Grosvenor torgið, þeim megin sem Buckinghamhöll er. — Ég býst við að yður finnist margt hafa breytzt, síðan þér fór- uð að heiman. — All nokkuð. — Elskið þér ekki föðurlandið, eins og sagt er? — Föðurlandið vekur samt með mér einskonar hrylling. — Eruð þér einn af þeim, sem viljið láta það líta út að þér séuð verri en þér eruð í raun og veru? — Það er ekki ómögulegt. Spyrjið Michael. — Michael gæti aldrei farið með rógburð. — Michael og aliir englarnir eru fyrir utan raunveruleikann. — Nei, sagði Dinny, — Michael er mjög raunverulegur, og mjög enskur í hugsunarhætti. Það eru hin mótsagnakenndu vandræð hans. — Hversvegna viljið þér draga skóinn af Englandi? Það hefur verið gert nóg af því. — Ég geri það aldrei, nema við enska borgara. ■—■ Það er þó skárra. En hversvegna við mig? — Vegna þess að þér eruð það sem ég myndi kjósa að England væri. — Hrós yðar gleður mitt unga hjarta. — Það sem mér mislíkar er að England sé ofar öllu. — Er það raunverulega ekki það? — Ef til vill, en samt engin ástæða til að halda því fram. Dinny hugsaði með sér að eitthvað væri brenglað við þennan unga mann, en hún sagði: —- Ef England er ennþá ofar öllu, höfum við hugsjón. Var það vegna slíkrar hugsjónar, sem yður mislíkaði við herra Muskham? Hún sá strax að hún hafði hitt naglann á höfuðið. — Hversvegna ætti mér að mislíka við hann? Hann er aðeins einn þessara hesta- og veiðimanna, sem mér hundleiðast. — Það er samt ekki ástæðan, hugsaði Dinny og virti fyrir sér andlit hans. Það var undarlegt andlit; vansælt vegna einhverrar innri baráttu, en augur, vöktu með henni sömu hrifninguna, eins og þegar hún var sextán ára, þegar hún var ennþá með sítt hár og stóð rétt hjá honum í brúðkaupi Fleur. —r— Eruð þér hrifinn af því að flakka um Austurlönd? — Bölvun Esaús hvílir á mér. — Einhverntíma ætla ég að fá hann til að segja mér ástæðuna fyrir því, hugsaði Dinny. — Ég veit ekki hvort þér kannizt við Adrian frænda minn. Hann var í Austurlöndum á stríðsárunum. Hann er nú safnvörður á beinasafni. Þér þekkið líklega Díönu Ferse, þau giftu sig á síðasta ári. — Ég þekki ekkert fólk að nokkru marki. — Michael er þá eini liðurinn. — Ég er ekki hrifinn af samböndum gegnum annað fólk eða kunningja. Hvar búið þér, ungfrú Cherrell? Dinny brosti. — Það þarfnast nokkurrar skýringar. í nærri tvær aldir hefur fjölskylda mín „setið“ að Condaford Grange í Oxfordhire. Faðir minn er fyrrverandi hershöfðingi; ég er önnur af tveim dætrum hans; eini bróðir minn er hermaður, hann er kvæntur og er um það bil að koma heim í frí, frá Súdan, þar sem hann er við þjónustu- störf. — Ó, sagði Desert og andlitið varð þunglegt á svip. — Ég er tuttugu og sex ára, ógift og barnlaus, enn sem komið er. Það er árátta hjá mér að skipta mér af högum annarra. Ég veit ekki hvers vegna. Þegar ég er í borginni bý ég hjá föðursystur minni, lafði Mont í Mont Street. Ég hef hugmyndir sem ég hef ekki nokkra möguleika á að framkvæma. Svo held ég að ég hafi nokkra kímnigáfu Nú er komið að yður. Desert brosti og hristi höfuðið. — Á ég að segja yður það sem ég veit um yður? sagði Dinny. — Þér eruð yngri sonur Mullyons lávarðar; þér fenguð meira en nóg af styrjöldinni; þér yrkið ljóð; þér hafið flökkueðli, og eruð yðar eigin óvinur; það síðastnefnda er þó nýlega til komið. Hérna höfum við Mont Street, viljið þér ekki koma inn og heilsa upp á Em frænku mína? — Nei, þakka yður fyrir. En viljið þér borða hádegisverð með mér á morgun, svo gætum við farið á síðdegissýningu í einhverju leikhúsanna? — Það vil ég gjarnan. Hvar eigum við þá að hittast? M. tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.