Vikan - 12.06.1969, Síða 40
B
yfir 20 ára reynsla
10 ára ábyrgð
EGGERT KRISTJANSSON & CO. H.F.
HAFNARSTRÆTI 5 SÍMI 11400
— Hjá Dumourieux klukkan hálf tvö.
Þau tókust í hendur, en þegar Dinny gekk inn í hús frænku
sinnar fannst henni söngur óma í sál sinni, og hún nam staðar
fyrir utan dyrnar, til að njóta þessarar upplifunar.
Þegar hún hikaði við dyrnar á dagstofunni, heyrði hún bæði
tónl'st og hávaða í börnum. Þá mundi hún að það var afmælisdagur
frænku hennar, og Diana og Fleur aðstoðuðu við að stjórna leikj-
um barnanna.
Þá heyrði hún sagt fyrir aftan sig:
— Þessi áhugi frænku þinnar á ungu kynslóðinni kemur fram á
ýmsan hátt. Eigum við ekki að laumast inn í kyrrðina í skrifstofu
minni, Dinny?
Dinny sneri sér við, og þar stóð Sir Lawrence, glaðlega brosandi.
— Ég er ekki búin að gera skyldu mína.
— Það er kominn timi til að þú gerir það ekki. Láttu þessa
heiðingja æpa. Komdu með mér, við skulum tala saman á kristi-
legan hátt.
Dinny datt í hug að hún hefði hug á að tala um Wilfrid Desert,
svo hún varð fengin að fara með hontim.
— Hvað ert þú að vinna við núna, frændi minn?
— Ég tek mér hvíld og er að lesa ævisögu Harriette Wilson,
hún var athygliverð kona, Dinny. Á endurreisnartímabilinu var
eiginlega aldrei talað um að hægt væri að eyðileggja mannorð sitt,
en hún gerði sitt bezta. Ef þú hefur ekki heyrt neitt um hana,
þá skal ég segja þér að hún átti sér marga elskhuga, en elskaði
aðeins einn þeirra.
— Og samt trúði hún á ástina?
— Hún var svona hjartagóð, þeir elskuðu hana allir. Munurinn
á henni og Ninon de l’Enclos er sá að Ninon elskaði þá alla, þær
voru báðar mjög fjörlegar konur. Fáðu þér sæti!
— Þegar ég var að virða fyrir mér styttuna af Foch marskálki,
þá hitti ég frænda þinn, herra Muskham.
— Jack?
— Já. Svo hitti ég líka annan mann þar; svaramann Michaels.
— Hvað segirðu? Wilfrid Desert? Er hann kominn? Og brúnir
Sir Lawrence hækkuðu töluvert.
Dinny roðnaði.
— Já, sagði hún.
— Skrítinn fugl, Dinny.
Hún fann fyrir undarlegri tilfinningu, sem hún hafði aldreí
fundið fyrir áður. Flún gat ekki lýst tilfinningum sinum, en henní
kom í hug postulínsstytta, sem hún hafði gefið föður sínum ný~
lega, styttan sýndi tæfu, sem breiddi sig yfir fjóra yrðlinga; svip-
ur tæfunnar var eitthvað í átt við tilfinningar hennar þessa stund-
ina.
— llvernig er hann skrítinn?
— Ég er ekki í neinum vafa um það að þessi ungi maður var að
stíga í vænginn við Fleur, tveim árum eftir að hún var gift Michael,
en það er okkar á milli, Dinny. Það var það sem rak hann á þetta
flakk.
Var það þá það sem hann átti við er hann talaði um bölvunina
sem hvíldi á Esaú? Nei, ekki eftir þeim svip sem var á andliti hans,
þegar hann talaði um Fleur.
— En það var fyrir langa löngu, sagði hún.
Ó, já, það er gömul saga. En svo hefur maiður heyrt sitt
hvað annað. Klúbbarnir eru hrein gróðrarstía fyrir kjaftasögur.
— Hvað annað?
Mér líkar vel við þennan unga mann, og jaínvel ekki við
þig, Dinny, segi ég það sem ég er ekki alveg viss um að sé satt.
Ef einhver maður hagar sér öðruvísi en aðrir, þá eru engin tak-
mörk fyrir því sem illar tungur geta fundið upp á. Hann leit
snöggt á hana, en augu hennar voru alveg tjáningarlaus.
— Hvenær kemur Hubert?
í næstu viku. Þau koma flugleiðis frá Róm. Jean er öll upp
á flugið.
— Hvað er orðið um bróður hennar? Og aftur horfði hann rann-
sakandi á Dinny:
— Alan? Hann er einhversstaðar í Kína.
— Frænka þín kemst aldrei yfir það að þú skildir ekki giftast
honum.
— Góði frændi minn, ég vil gera næstum allt fyrir Em frænku,.
en þar sem tilfinningar mínar í hans garð ei u einungis systur-
iegar, þá væri það ekki kristilegt af mér að gefa honum undir
fótinn.
Mig langar ekkert til að gifta þig, Dinny, sagði Sir Lawrence,
— og vita af þér hjá einhverjum villimönnum.
40 VIKAN 24' tbl-