Vikan - 12.06.1969, Side 46
Ég tíndi upp bréfin og þaut
með þau út að dyrunum og henti
þeim út fyrir. Þeim rigndi eins
og haustlaufi niður á grasflötina,
og Sampson skokkaði út á eftir
þeim.
Svo skall hurðin á hæla hans.
Ég andaði djúpt og talaði um
fyrir sjálfum mér að ég yrði að
vera rólegur. Svo þaut ég inn í
svefnherbergið og réðist á klæða-
skápana. Þegar allt úr þeim lá í
einu róti á gólfinu, sneri ég mér
að rúminu, og þeytti rúmfötun-
um í allar áttir, gekk nokkur
skref aftur á bak og virti fyrir
mér það sem ég hafði gert. Það
eina sem ég átti ógert var að
brjóta upp eldhúsdyrnar, svo
allt benti til að þjófurinn hefði
komið inn þeim megin.
Það leit út fyrir að allt hefði
farið eftir áætlun, að minnsta
kosti fannst mér það.
Svo gekk ég hægt fram í eld-
húsið, nam þar staðar og hlust-
aði eftir hringingum, frá dyra-
bjöllu, síma, ja, jafnvel kirkju-
klukkum. En allt var hljótt. Ég
gekk út að eldhúsdyrunum og
opnaði; þá stóð þar lítil, þybbin
kona, fingur hennar var kom-
inn hálfa leið að dyrabjöllunni.
Þetta var næsti nágranni okkar.
Svunta hennar var með hveiti-
flekkjum og hún hélt á bolla í
hendinni.
Ég gat ekki komið upp nokkru
hljóði, stóð kyrr og starði á hana,
en hún horfði fram hjá mér, inn
í eldhúsið. Svo rak hún upp óg-
urlegt hljóð fleygði frá sér boll-
anum og tók til fótanna.
Um leið og bollinn brotnaði,
skeði eiginlega það sama með
mig. Mér fannst sem ég brotn-
aði og ég settist á eldhúsgólfið.
Þar sat ég og beið. Beið eftir
póstinum, manninum með
þvottareikninginn, þeim sem
safnaði gömlum blöðum, blaða-
drengnum, lögreglunni, konunni
sem safnaði samskotum t:l hjálp-
ar bágstöddum, upphringingu
frá skattstofunni, og unga mann-
inum, sem vann fyrir námi sínu,
með því að selja tímarit
☆
Tremens
Framhald af bls. 11
nokkur gömul spil og blaðaði í
þeim. Svo sagði hann grafalvarleg-
ur:
— Heyrðu, þú vildir víst ekki
vera svo vænn að lána mér 50 krón-
ur, það vantar nú ekki meira upp
á bokkuna. Og þessu til staðfest-
ingar sýndi hann mér spilin. Ég
neitaði. — Það er allt í lagi, sagði
hann þá, — ég slæ þetta uppi á
Hafnarbúðum.
Ég fór upp stigann og út á dekk,
og karlinn fylgdi á eftir. En þá tók
ekki betra við. Hann tók að skima
í allar áttir, en mest út fyrir borð-
stokkinn og skyggði hönd fyrir
augu. Þessu næst fór hann í brjóst-
46 VTKAN 24'tbl-
TRYGGIR ■ ■ ■
■ ■ ■ ■ GÆÐIN
Karlmannaföt
Golden Arm
fyrirliggjandi í
fallegu úrvali á
mjög hagstæðu
verði.
Utsölustaðir:
ANDRÉS
Ármúl 5, sími 83800
Skólavörðustíg 22b,
sími 18250
FATAMIÐSTÖÐIN
Bankastræti 9, sími 18252
HERRAMAÐURINN
Aðalstræti 16, sími 24795
U__________________________/
vasann, dró upp sólgleraugu og
setti á sig, þótt hávetur væri og
dimmt yfir.
Svo tók hann að tvinna saman
blótsyrðunum, en sneri sér síðan að
mér og spurði: — Hvernig stendur
á því, að þeir hafa tekið landgang-
inn, bölvaðir þrjótarnir? Jæja, það
verður að hafa það, maður stekkur
þetta bara. En þegar hann gerði sig
líklegan til að standa við orð sín,
greip ég I hann, því annars hefði
hann stokkið. Og þannig máttum
við gæta karls í þrjá daga, en þá
hugkvæmdist kokknum að setja
kökudropa saman við vatn á flösku
og gefa karli. Hann tók flöskuna
með sér í koju og steinsofnaði; á
eftir var hann svo góður, því
tremmi stafar oftast af svefnleysi og
þreytu.
KÓTILETTUR STÝRIMANNSINS
Oft eru hrekkjabrögðin sett á svið
til að láta einhvern vissan halda,
að hann sé orðinn eitthvað skrýt-
inn, þótt allt sé í lagi með hann.
Þannig var einu sinni farið með
kokkinn okkar, sem var yfirleitt af-
skaplega þunnur og utan við sig
eftir inniveruna. Hann ætlaði að
steikja nokkrar kótilettur fyrir stýri-
manninn, sem kom vanalega upp
um tíuleytið. Hann setti tvær á
pönnuna, en fór svo að leggja á
borðið. Fyrir ofan eldavélina á tog-
urunum er stór lúga, sem oftast er
höfð opin, þegar veður leyfir. Þar
fyrir utan sátu bátsmaðurinn og fé-
lagi hans og fundu ilmandi steikar-
lyktina leggja sér fyrir vit. Þeir
brugðu skjótt við, náðu sér í sting
og kræktu kótiletturnar upp af
pönnunni. Þegar kokkurinn kom tif
baka starði hann lengi á pönnuna,
en svo heyrðu þeir hann tauta:
— Fjandans gleymska. Var ég
ekki búinn að setja á pönnuna? Svo
bætti hann snarlega úr gleymsku
sinni. Þegar þeim fyrir utan þótti
steikin nægilega brösuð, sættu þeir
færis að húkka hana af pönnunni í
annað sinn. Það var myrkur, svo
kokksi sá ekki til þeirra, en þeir
gátu fylgzt með honum.
Eftir hæfilegan tíma kom kokk-
urinn með disk og ætlaði að taka
steikina en greip í tómt. Hann starði
með skelfingarsvip á pönnufjand-
ann, þegjandi lengi vel, en tautaði
svo: — Kynlegt í meira lagi, ég settí
kótilettur á pönnuna. Eða hvað? Jú,
víst ég setti á helvítis pönnuna. Er
ég að verða vitlaus, eða hvað? —
Klukkan að verða tíu og enginn
matur til handa stýrimanninum!
Hann náði í meira hráefni og lét
á pönnuna, tautandi um tremens og
ofsjónir, en hrekkjalómarnir
skemmtu sér vel og átu. Nú þurfti
kokkurinn að fara að ræsa stýri-
mann, en til öryggis læsti hann eld-
húsinu' á eftir sér, svo hann gæti
verið öruggur um, að steikin hyrfi
þó ekki af mannavöldum. En þar
sem hrekkjalómarnir voru matlyst-
uair vel oq höfðu auk þess gaman
af tiltækinu, var stingurinn látinn
síga í þriðja sinn. Þegar kokkurinn
kom aftur og steikin var í þriðja
sinn horfin, þótt eldhúsið væri harð-
læst, greip skelfingin hann heljar-
tökum og hann starði lengi í orð-
vana tryllingi á þessi undur.
Sagt er, að stýrimaðurinn hafi
fengið afgangspylsur frá kvöldmatn-
rm í þetta sinn en kokksi ærlegar
skammir. En ekki þorði hann að
minnast á kótiletturnar svífandi. —
Seinna fékk hann svo að vita hvern-
ig í öllu lá, og þá létti honum mik-
ið.
SÆKTU LYKIUNN, STRÁKUR!
Margir nýliðar hafa fengið að
kenna á togklukkunni. Hún er f
brúnni, skífa úr tré með vísum og
tölustöfum, en engu gangverki. —
Skipstjórinn stillir hana með hendi
á þann tíma er hann hefur kastað
trollinu og byrjar að toga. Oft eru
nýliðarnir sendir af einhverjum yf-
irmanni niður í vél að sækja lykil-
inn að togklukkunni. Þar fá þeir
stundum að vita hvers kyns er, en
ef vélamennirnir eru með á nótun-
um er hægt að framlengja leiknum
og þykir sjálfsagt.
Þannig fór fyrir einum, sem send-
ur var eftir þessum fræga lykli og
sagt að fara með hann upp í brú
til stýrTmanns. Vélstjórinn benti
Fjarlægið
naglaböndin
á auðveldan hátt
*Fljótvirkt *Engar sprungur
* Hreinlegt * Sársaukalaust
Hinn sjálffyllti Cutipen gefur mýkj-
andi lanolín blandaðan snyrtilög, einn
dropa í einu sem mýkir og eyðir
óprýðandi naglaböndum. Cutipen er
eins og fallegur óþrjótandi sjálfblek-
ungur sérstaklega gerður til snyrting-
ar. Hinn sérstæði oddur hans snyrtir
og lagfærir naglaböndin svo að negl-
ur yðar njóti sín. Engra pinna eða
bómullar er þörf. Cutipen er algjör-
lega þéttur svo að gcyma má hann í
handtösku. Cutipen fæst í öllum
snyrtivöruvcrzlunum. Handbærar á-
fyllingar.
Cu&p&tl
Fyrir stöKkar neglur biðjið um Nutri-
nail, vítaminsblandaðan naglaáburð
sem seldur er í pennum jafn hand-
hægum í notkun og Cutipen.
UMBOÐSMAÐUR:
J. Ó. MÖLLER & C O.
KIRKJUHVOLI, REYKJAVÍK
honum á rokna lykil, sem sjaldan
eða aldrei er notaður úti á sjó,
skaftið er á annan meter og þyngd-
in eftir því. Þessu mátti kappinn
drasla upp alla stiga, sem getur
verið býsna óþægilegt í veltingi,
áfram út á dekk og svo upp stig-
ana, sem liggja að brúnni og alla
leið inn. Allir reyndu að vera graf-
alvarlegir.
Þegar stýrimaðurinn sá drenginn,
spurði hann hvern fjandann hann
væri að rogast með þennan ófögn-
uð. Piltur svaraði í grandaleysi, að
hann hefði átt að færa honum lyk-
ilinn að togklukkunni. Stýrimaður
var fljótur að skilja, hvernig í öllu
lá, og sagði að það þýddi ekki fyrir
þessa skratta [ vélinni að senda sér
alltaf minnsta lykilinn, sem þeir
fyndu.
— Farðu strax og náðu í þann
stærsta, sagði hann. — Og reyndu
að hreyfa þig, því klukkan er að
verða útgengin!
REGLUMAÐUR - NEI OG JÁ -
Flestum togarasjómönnum þykir
sopinn nokkuð góður, þeir eru
margir harðduglegir menn, sem
strita allt árið til að geta dottið í
það einn eða tvo daga í mánuði og
eytt öllu kaupinu á þeim tíma. Sú
saga er sögð um einn vin minn,
sem var að taka herbergi á leigu,
að þegar konan spurði hann, hvort
hann væri reglumaður, hafi hann
svarað: — Reglumaður — nei og jú,
það er að segja, ég er sko sjómað-