Vikan


Vikan - 12.06.1969, Síða 48

Vikan - 12.06.1969, Síða 48
Stefán Jóh. Stefánsson Framhald af bls. 26 Því fer víðs fjarri, að þjóðinni hafi tekizt á lýðveldistímabilinu nýja að skapa í landi sínu félags- legt öryggi, né tryggja varanlega og viðunandi atvinnu handa öllum, og allra sízt óslitna. Þá hefur ekki heldur tekizt að leggja traustan grundvöll að nýju skóla- og fræðslu- skipulagi, hvorki hvað snertir al- menna né æðri menntun, þó nokk- uð hafi þó áunnizt. Auður sá, ekki lítill, sem safnazt hefur í landi lýð- veldisins, hefur ekki skapað lands- mönnum almenna ■ og varanlega hagsæld. Hann hefur frekar orðið hlutskipti fárra útvaldra, en veru- legur hluti þjóðarinnar borið skarð- an hlut frá borði. Þjóðinni hefur því vissulega á síðasta aldarfjórð- ungi ekki auðnazt sem vera þyrfti að draga úr, og ennþá síður að af- nema misréttið í efnahagsmálum sínum. ☆ Einar Oigeirsson Framhald af bls. 26 gengið var í Sameinuðu þjóðirnar 1946, að leyfa undir engum kring- umstæðum herstöðvar á íslandi, og innganga í hernaðarbandalag hefði á þeim tíma þótt alger fjarstæða. Þátttaka íslands í Atlantshafsbanda- laginu og herstöðvar Bandaríkjanna á íslandi eru þess vegna í algjöru ósamræmi við alla hugsjón sjálf- stæðisbaráttunnar, og hættan er að langvinnt hernám landsins á þenn- an máta spilli smátt og smátt dóm- greind þjóðarinnar á grundvallar- skilyrðum sjálfstæðis hennar. A þessu tuttugu og fimm ára af- mæli lýðveldisins er því hin brýn- asta þörf að endurvekja sjálfstæðis- tilfinninguna og búa þjóðina undir að hrinda af sér hinu erlenda her- námi. Við verðum að muna að stef lýðveldisstofnunarinnar var: „Svo aldrei framar íslands byggð, sé öðrum þjóðum háð." ☆ Steingrímur Hermannsson Framhald af bls. 27 ur þannig sannað sinn tilverurétt, höfum við ekki sinnt því eins og skyldi að styrkja ýmis grundvallar- atriði áframhaldandi sjálfstæðis. — Þekkingin er nú viðurkennd sem veigamesta aflið í framþróun þjóða. Þar ættum við að geta staðið vel að vígi. Við gerum það þó ekki. Við höfum dregizt mjög alvarlega aftur úr á sviði menntunar og þekk- ingar. Við höfum heldur ekki skap- að þann trausta grundvöll efnahags- lífsins, sem er hverri þjóð nauðsyn- legur. Þetta hefur leitt til vaxandi efasemdar, að því er virðist, hjá mörgum íslendingum um hæfileika þjóðarinnar til þess að vera efna- 48 VIKAN 24- tbl- hagslega og stjórnarfarslega sjálf- stæð eining. Mér virðist því að segja megi, að þjóðinni hafi tekizt sjálfstæðisbar- áttan bæði bezt og lakast. ☆ Sigurður Guðmundsson Framhald af bls. 27 á hjara heims og í rauninni voru það mjög sérstakar aðstæður, sem ollu því, að henni tókst að fá fullt sjálfstæði. Þær aðstæður voru fyrst og fremst staðsetning hennar á stóru eylandi í norðurhöfum; velvild þess þjóðahóps, er hún telst til (Norður- löndin); styrjaldarástandið 1939— 1945 og hernaðarlegt mikilvægi ís- lands. Þegar litið er nú til baka er Ijóst, að þjóðin hefði þurft að gera sér það Ijósara en hún virðist hafa gert á fyrstu árum lýðveldisins (og raunar enn þann dag í dag), að fyr- ir höndum var löng og erfið bar- átta fyrir því að fá lýðveldinu traustan og öruggan grundvöll at- vinnulífs, fjárhags og efnahags. — Slíkt varð ekki gert án þess að fyrstu aldursflokkar lýðveldisins legðu á sig mikið erfiði og fórnir. Vissulega var reynt að leggja slíkan grundvöll, það sýnir t. d. „nýskip- an atvinnuveganna", sem Nýsköp- unarstjórnin svokallaða reyndi að koma á fót 1945-1947. En þótt margt annað og mikið hafi verið gert á þessum hálfa þriðja áratug, sem segja má með sanni, að hafi treyst grundvöll lýðveldisins, verð- ur samt því miður að segja, að eng- an veginn hefur tekizt jafn vel til í þeim efnum og æskilegt hefði ver- ið og kostur hefði verið á. Skipu- lagsleysi, ringulreið og fálm hefur í of ríkum mæli einkennt uppbygg- ingu atvinnuveganna á þessum tíma sem og handahófskennd og á stund- um óábyrg notkun hins mikilvæga fjárfestingarfjármagns. Þetta tel ég að sé helzti Ijóður á ráði hins nýja lýðveldis, það af er, ekki að- eins vegna þess, að þar með eru lífskjör þjóðarinnar engan veginn eins góð og ella hefði verið, heldur fremur vegna þess, að þar með hef- ur sóknin að traustum og öruggum grundvelli lýðveldisins á sviðum at- vinnu og efnahags engan veginn tekizt sem skyldi. Af þeim sökum er meira verk fyrir höndum á næstu áratugum, því að enn hefur alls ekki tekizt að vinna fullan sigur í þessum úrsl itaþætti sjálfstæðisbar- áttunnar. Og vel má vera að það takizt ekki nema þjóðin leggi harð- ar að sér en hún gerir sér Ijóst og hefur gert, noti fjármagn sitf í rík- ari mæli f grundvallaratvinnuveg- ina en til einkaneyzlu. Út í þá sálma skal þó ekki farið hér. En hvað hefur þá verið vel gert? Víst er af mörgu að taka. Við blasa merkar og miklar framfarir á ýms- um sviðum þjóðlífsins og erfitt að telja eitt öðru fremur. Efst í huga mér er þó ánægja með farsæla með- ferð utanrfkismála hin sfðari árin, er hefur átt sinn rfka þátt f að tryggja og treysta sjálfstæði þjóðar- innar. I innanrfkismálum tel ég mik- ils virði þær miklu framfarir, er orð- ið hafa f félagsmálum (trygginga- málum og húsnæðismálum) og menntamálum (skólamálum, menn- ingarmálum o. fl.) á umliðnum ár- um. Vitaskuld þurfa þó miklar breytingar að verða á öllum þessum sviðum, er til framfara myndu horfa, og þær mega ekki dragast lengi úr þessu. En þegar þjóð er vegin og metin eru lóð menntamála og fé- lagsmála hvað þyngst á metunum. Sem betur fer eru þau lóð ekki létt- ari á metaskálunum en slík lóð ann- arra þjóða, sem hvað lengst eru komnar. Það á vel við að Ijúka þessum orðum með því að minna þjóðina á það, að fyrstu 25 árin eru aðeins fyrstu sporin á langri leið. í augum annarra þjóða er enn engan veginn útséð með það hvernig til tekst um þessa sjálfstæðistilraun hinnar ör- smáu eyþjóðar. Það er ekki að undra, því að bæði hafa margar slíkar tilraunir fámennra eyþjóða mistekizt og eins hitt, að efnahags- legt sjáIfstæði þjóðarinnar hefur enn ekki verið tryggt svo vel, að lág- markskröfum sé fullnægt. Því verða fram að fara á næstu árum miklar framfarir á sviði atvinnumála og efnahagsmála, a. m. k. svo, að þjóð- in geti á 50 ára afmæli lýðveldis- ins talið, að grundvöllur lýðveldis- ins sé orðin allvel traustur. ☆ Skúii Guðmundsson Framhald af bls. 27 þessum félögum í samningum um kaup og kjör félagsmanna sinna. Þar veltur á ýmsu. Vinnustöðvanir mega heita árlegir viðburðir. Sátta- semjari ríkisins hefur ærið að starfa, og oft eru skipaðar sáttanefndir til að reyna að miðla málum. Svo er setið og þingað um launatölur, — venjulega að næturlagi. Og þessir næturklúbbar fá inni í alþingishús- inu. Fyrirkomulagið á þessum málum er úrelt. En hvað á að koma ( stað- inn? Ákveða þarf hlutfalIstölur launa hjá öllum, sem vinna fyrir kaupi. Skipa þeim í launastiga, á sama hátt og nú er gert með starfsmenn ríkisins. í þeim stiga þurfa að vera mörg þrep, svo að þar geti allir rúmazt, allt frá þeim, sem gegna vandaminnstu verkunum, til hæsta- réttardómara, sprenglærðra lækna og verkfræðinga, og ráðherra. Smíði stigans og niðurröðun manna í hann þarf, ef mögulegt er, að gerast með samkomulagi fulltrúa frá launa- mannahópunum. Þegar búið er að skipa mönnum í tröppurnar í launastiganum, á að semja um laun handa öllum ( einu lagi, fyrir ákveðið tímabil í senn. Kaupgjaldið þarf að miðast við greiðslugetu atvinnuveganna. Reyn- ist kaupið of lágt handa þeim, sem eru í neðstu þrepum stigans, til þess að þeir geti haft viðunandi afkomu, þarf að veita þeim uppbætur, með fjölskyldubótum eða á annan hátt. Þetta þarf að koma, ef hér á að verða siðaðra manna þjóðfélag. ☆ Eyjólfur Konráð Jónsson Framhald af bls. 26 azt, og þess vegna hafa margsinnis orðið efnahagslegar kollsteypur. En einhver urðu bernskubrekin að vera. Og hver gat ( rauninni búizt við því, að uppeldið yrði snurðuminna? ☆ Dregið hefur verið í 5. Skyndigetraun VIKUNNAR um 25 vinn- inga, búsáhöld frá Reykjalundi. Vinningar féllu sem hér segir: Guðrún Lárusdóttir, Fremri-Brekku, Dalasýslu. Lilja Sigurgeirsdóttir, Eyrargötu 8, ísafirði. Kristín Júlíusdóttir, Engjavegi 19, ísafirði. Lárus Sigurðsson, Gilsá, Breiðadalsvík. Sigríður Ólafsdóttir, Króksfjarðarnesi, A-Barðastrandasýslu. Alma Jónsdóttir, Hlíðargötu 23, Sandgerði. Hróðný W. Valdimarsdóttir, Fossvöllum 17, Húsavík. Arnbjörg Eiríksdóttir, Bræðraborg, Grindavík. Hreinn Óskarsson, Hólagötu 3, Njarðvík. Sumarrós Guðjónsdóttir, Hreiðarsstaðakoti, Svarfaðardal. Guðlaug Óskarsdóttir, Löngumýri 12, Akureyri. Halldóra Bjarnadóttir, Kvígindisfelli, Tálknafirði. Áróra H. Sigursteinsdóttir, Bæ, v/ Hofsós. Sigurvin Þorsteinsson, Stóra-Hálsi, Grafningi, Árn. Ingveldur Einarsdóttir, Bugðulæk 8, Reykjavík. Ingveldur Kristófersdóttir, Safamýri 67, Reykjavík. Guðbjörg Karlsdóttir, Holtagerði 45, Kópavogi. Bjarni Pétursson, Birkimel 10 a, Reykjavík. Guðrún Bjarnadóttir, Hvassaleiti 157, Reykjavík. Ólafur Magnússon, Stórholti 35, Reykjavík. Margrét Petersen, Laugarnesvegi 38, Reykjavík. Helgi Ellertsson, Kársnesbraut 70, Kópavogi. Þuríður Ævarsdóttir, Kjartansgötu 2, Reykjavík. Sigurður Magnússon, Hverfisgötu 14, Hafnarfirði. Rákel Skarphéðinsdóttir, Hagamel 28, Reykjavík. Vinningar hafa verið sendir þeim, sem búa utan Stór-Reykja- víkur, en öðrum bréf, sem þeir eru beðnir að framvísa sam- kvæmt nánari fyrirmælum í bréfinu.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.