Vikan


Vikan - 17.07.1969, Page 2

Vikan - 17.07.1969, Page 2
Allt skal með varúð vinna. Þér leitið gæfu og gengis. Það gera allir menn, hver með sínum hætti. Ef til viM leggið þér hart að yður að afla fjölskyldu yðar lífsgæða; að eignast hús og búa það tækjum og munum; kaupa bíl, fasteignir, fyrirtæki. En gleymið ekki að allt skal með varúð vinna. Því fleira sem þér eigið, því fleira er í hættu. Trygging er nauðsyn, því að enginn sér við óhöppum. í einu símtali fóið þér líftryggingu, slysatryggingu, tryggt hús í smíðum, tryggðan atvinnurekstur, bruna- tryggingu, ferða- og farangurstryggingu, bifreiða- tryggingu. Eitl simtal við Almennar Iryggingar og þér búið við öryggi. ALMENNAR TRYGGINGARf PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI17700 IFULLRI Unglingaplágan Blessuð börnin okkar eru til vandræða að venju, þau drekka sig full á sautjánda júní og þau hafa fé af blind- um, þau skemma kransa og skrúðgarða og spóla upp sjálfum Þingvöllum. Vitaskuld á fullorðna fólk- ið hér sök á. Það veitir ung- lingunum ekki það aðhald sem nauðsynlegt er til að svonalagað gerist ekki. Jafn- aldri minn sagði mér um dag- inn frá því, er hann var ung- lingur á 17. júní hér í Reykja- vík, fyrir 13 árum. Þá var hann og félagar hans að bauka með pelaskratta og forðuðu sér út í mannlaust Hafnarstræti til að dreypa á Ílögginni í húsasundi. Þá óð þar að þeim lögregluþjónn cg fór með hópinn upp á stöð, þar sem þeir voru látnir lofa bót og betrun á siðum sín- um. Núna gengu tveir lög- regluþjónar þegjandi frá þar sem nokkrir slagandi dreng- ir voru að blanda í ákavítis- flösku í gamla kirkjugarðin- um. Þessi samanburður segir nokkurn veginn ástæðuna fyrir því, hve „unglinga- plágan“ er áberandi nú. Hún er ekki sú, að unglinear séu verr gerðir en var, heldur er hugsunarháttur þeirra sem yfir eiga að vaka, hvort held- ur eru foreldrar eða lög- gæzla, annar. Úrbætur á „vandamálinu", ef það er vandamál. eru þæ’" að láta unglingana hafa eitt- hvað að gera. Nú hafa verið stofnuð enn ný samtök til að klæða landið. Væri ekki ráð að pússa upp þegnskyldu- vinnuhugmyndina, og láta unglinga 14—16 ára vinna að því verkefni yfir sumarið, að minnsta kosti þá, sem ekki ganga að öðrum hagnýtum og þroskandi störfum? Sá ung- lingur, sem fær starfsþörf sinni útrás á heppilegan hátt, hann stendur ekki í því að rífa upp birki eða spóla upp % helgum stað. S.H.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.