Vikan


Vikan - 17.07.1969, Síða 3

Vikan - 17.07.1969, Síða 3
nn '• \\ — Jú, hann er farinn ,að ganga, og hann gengur og gengur.... — Það er þér að kenna að fólk glápir á okkur, þú tímd- ir ekki að kaupa barnavagn. ( t- — Getum við ekki bráðlega farið að hittast annarsstaðar? — Þurrkaðu af fótunum, áður en þú kemur inn! IÞESSARIVIKII SÍÐAN SÍÐAST .................... Bls. 4 DE GAULLE OG SKOPTEIKNAHARNIR .... Bls. 6 PÓSTURINN ........................ Bls. 8 PALLADÓMUR UM BJÖRN FR. BJÖRNSSON . . Bls. 10 FARANGUR Á VILLIGÖTUM ............ Bls. 12 MIG DREYMDI ...................... BIs. 14 TUNGLIÐ VAR ÞAR SEM KYRRAHAFH) ER NÚ Bls. 16 SAGA FORSYTE-ÆTTARINNAR .......... Bls. 20 EIN SIT Eg OG SAUMA............... Bls. 22 EFTIR EYRANU ..................... Bls. 24 VATN ÚR GLASI GRANNANS ........... Bls. 26 KYLFURNAR GERÐU MIG AÐ SÓSÍALISTA .... Bls. 42 ENDURFÆÐING BLUES-INS ............ Bls. 44 JOHN F. KENNEDY JR................ Bls. 46 ANGELIQUE í VESTURHEIMI........... BIs. 48 VtSUR VIKUNNAR: í allflestum atvinnugreinum öfugt er flest og snúið mæðist í mörgum vanda mannkynið giftu rúið. Harðsnúinn hernaðarandi um heiminn fer einsog logi og herferð mikil er hafin gegn hundum í Kópavogi. Örlögin ýmsum sýna allskonar brögð og hrekki viðsjáll er vopnaður friður yeröldin breytist ekki. FORSÍÐAN: Tunglið er á allra vörum um þessar mundir í tilefni af hinni stórkostlegu tilraun Bandaríkjamanna. Við viljum minna á það með forsíðunni að þessu sinni og vísa um leið til greinar um tunglið og sögu jarð- arinnar eftir Harald Eldon Logason í þessu blaði. VIKAN — ÚTGEFANDI: HILMIR HF. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Grön- dal. Blaðamaður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Dreifing: Óskar Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Jensína Karlsdóttir. Ritstjórn, auglýsingar, aígreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Simar 35320—35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 50.00. Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir 26 tölublöð misserislega, eða 170 kr. fyrir 4 tölublöð mánaðarlega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: Nóvember, febrúar, maí og ágúst, eða mánaðarlega. INIESTII VIKU Hver var tilgangur Japana með árásinni á Pearl Har- bour? Jú, þeir ætluðu að ger- eyða Kyrrahafsflota Banda- ríkjamanna til þess að geta síðan því sem næst viðnáms- laust farið sínu fram í Aust- ur-Asíu og Ástralíu. Síðan um fyrri heimsstyrjöld hafði keppni Bandaríkjamanna og Japana um yfirráðin á Kyrra- hafi farið síharðnandi, og Japanir þóttust sannfærðir um, að fyrr eða seinna mundi sverfa til stáls. Þeir gerðu sér ljóst, að bæði hvað mannafla og þó einkum þungaiðnað snerti stóðu þeir Bandaríkjamönnum langt að baki. Eina von þeirra um hag- stæð úrslit í glímunni var því bundin skyndiárás, sem kæmi óvininum í opna skjöldu og lamaði hann langt fram í tím- ann. Japanskur flugforingi, Mitúó Fútsjída að nafni, stjórnaði sjálfri árásinni á Pearl Harbour. í næsta blaði birtum við frásögn hans af atburðunum, og kemur þar sitthvað fram, sem ekki hef- ur verið vitað áður. Af öðru efni næsta blaðs má nefna greinina Hvað kosta varahlutimir, sem mun verða kærkomin öllum bíleigendum, sérstaklega þeim, sem eiga eldri bíla, sem sýknt og heil- agt eru að bila. Þá er myndagrein um sýn- inguna á Skólavörðuholti, sem nú er orðin árlegur við- burður í listalífinu og einn skemmtilegasti þáttur þess, grein um Símon konung Búlgariu og ótalmargt fleira.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.