Vikan


Vikan - 17.07.1969, Síða 12

Vikan - 17.07.1969, Síða 12
HANN TÖK AF MIS- GÁNINGI POKA HENNAR í STRÆTIS- VAGNINUM, OG ÞAÐ VARÐ TIL ÞESS AÐ KOMA AF STAÐ AT- BURÐARÁS, SEM FEKK ÖVÆNTAN ENDI...... ^cwanyut* á Miiaöíiim Sveinn fieygði dóti sínu niður í ferðatöskuna og leit á klukkuna. Fundurinn hafði tekið lengri tíma en hann bjóst við, svo hann varð að hafa hraðann á, ef hann átti að ná nasturlestinni. Hann horfði f kringum sig í hótelherberginu. Nátt- fatabuxurnar gægðust undan kodd- anum. Hann tróð þeim niður í tösk- una og lagði aftur lokið. Það var meira hvað rennilásinn var stirður; hann var langur og náði í krignum þrjár hliðar töskunnar, og að lokum gat hann rennt lásnum í kring. Hann fór í frakkann og greip töskuna. Rennilásinn opnaðist, og allt dótið fór á gólfið. Hann leit undrandi á töskuna og fór að tína upp í hana aftur, og þá sá hann að lásinn var öfugu megin. Hann renndi honum fram og aftur, en allt kom fyrir ekki, lokið hrökk alltaf upp. Tíminn leið og nú var hann að verða of seinn. Hann strauk um ennið og var eiginlega alveg ráða- laus. Hann leit á bjölluhnappinn, þar stóð: Þjónusta. Hann hringdi þrisvar. Rétt strax var barið að dyrum og unglingur í einkennisbúningi stóð í gættinni. — Á ég að bera töskuna yðar, herra? — Nei, sagði Sveinn, — ég get ekki lokað henni. Náðu í snæri, ég er mjög tímabundin, ég þarf að ná næturlestinni. Unglingurinn fór, og kom um hæl með snærishönk. Sveinn greip hana og fór að vefja utan um töskuna, en það skein alls staðar í innihaldið í rifunni. Snærið var gróft og óhreint. — Náðu í stóran bréfpoka og leigubíl, rumdi í Sveini. Pokinn var fjólublár með gulri sólarmynd á hliðunum, og hann lýsti upp í vetrarmyrkrinu. Sveinn náði lestinni á síðustu stundu. Hann svaf vel alla nóttina, honum þótti gott að sofa í svefnvagni. Hann vaknaði við að klefafélagi hans var að bursta tennurnar. Þeg- ar Sveinn teygði sig fram fyrir tjaldið, sá hann að maðurinn stóð með annan fótinn á pokanum hans. Sveinn var skelfingu lostinn, þessi poki var eiginlega hans verð- mætasta eign þessa stundina, ef hann rifnaði, þá varð hann að troða dóti sínu í vasana og stinga nátt- fötunum undir handlegginn. Hann stökk eins og tígrisdýr fram á gólfið og bjargaði pokanum und- an fótum mannsins. Hann keypti brauðhleif á braut- arstöðinni og lagði hann efst í pok- ann, sem leit eiginlega skár út þegar brauðpokinn lokaði opinu. Svo ók hann beint á annan fund og var þar til klukkan tólf. Þá tók hann strætisvagn, til veitingastofu, þar sem hann vissi að hann gat fengið góðan hádegisverð. Lilla laumaðist út úr skrifstofunni, tíu mínútum fyrir tólf. Hún hafði boðið bróður sínum og mágkonu til kvöldverðar, og þar sem hún ætl- aði að gefa þeim eitthvað sæmilegt að borða, þá bauð hún Bertil líka, það munaði ekki um einn í viðbót. Hann hafði boðið henni svo oft út að borða, f leikhús og bíó, svo henni fannst hún þurfa a endur- gjalda það. Hann var notalegur ná- ungi, og mjög duglegur, myndi ör- ugglega ná langt í lífinu. En ekki með henni, hann hafði aldrei rænu á að sýna henni nokkurn áhuga, en hann var duglegur og vann í ferða- málaskrifstofu. Hún flýtti sér í kjörbúðina. Keypti svínakótelettur, rósakál, nokkra osta, tilbúinn ábæti og brauð. Hún var ánægð, en auralítil, þeg- ar hún fór út úr búðinni. Nú var um að gera að ná í strætisvagninn. Loksins kom 52. Hún setti pokann frá sér á gólfið, meðan hún náði í farmiða. Það var ekkert sæti, svo hún stóð hjá pokanum. Lilla leit á klukkuna, ef allt gengi að óskum náði hún því að fá sér kaffi og brauðsneið heima. Það varð svolít- ið betra pláss í vagninum, því mað- urinn í bláu fötunum, sem stóð við hlið hennar, fór út. Hún stökk af vagninum, flýtti sér að setja upp vatn, áður en hún fleygði frá sér kápunni. Hún setti fjólubláa pokann á borðið og fór að taka upp úr honum. Brauðpokinn var eitthvað skrft- inn. Það var brauðhleifur í honum, en hún hafði keypt smábrauð... — O, drottinn minn! hrópaði hún, þegar hún dró náttfatabuxur upp úr pokanum. Hún leit niður í pokann, þar var jakkinn sem heyrði buxunum til, óhrein skyrta, nokkur pör af sokk- um, rakvél í hylki, tannbursti og fleira. Síðast tók hún upp nokkrar vélritaðar arkir og stórt rakspiritus- glas. A því stóð: „Frumskógailmur frá Afríku, veitir karlmönnum þor". Hún tók tappann úr glasinu, og henni fannst sem leyndardómur Afríj^uskóganna helltist yfir sig. .rtijja hné niður á. stól og virti fyr- ir. sér innihald pokans. Hún reyndi að muna nákvæmlega hvað hún hafði gert og hvert farið. Maðurinn í dökkbláu fötunum var örugglega með sams konar po.ka í hendinni, þfigar hann fþr úr strætisvagninum, ,J^ri.n hafði .staðið við hlið hennar. Ha(nn hláut að hafa skipt um poka. — En hvernig á ég að fára að því að fá' minn rétta poka, þegár ég veit ekki einu sinni hver hann er eða hvað hann hei.tir, sagði hún upphátt við sjálfa sig. Hún;,smurði brauðsneið í flýti og borðaði hana á leið til strætisvagns- ins. Vélrituðu örkunum stakk hún í vasann. Þetta var fundarskrá frá Félagi áhugamanna um hagfræði á Norð- urlödnum, staðsett í Málmey. Lilla lagði blöðin frá sér á skrifborðið sitt. Hún var vonsvikin. Þetta gaf ekki neinar upplýsingar. Sálfræð- ingur hefði haft gaman að þessu. Hinn óþekkti eigandi blaðanna hafði skreytt allar spássíur með blómafléttum og miðgarðsormum. Á einum stað stóð: Ég vil komast út!!! Á síðasta blaðinu voru nokkuð meiri eyður, og þar hafði hinn 12 VIKAN 29'tbl

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.