Vikan - 17.07.1969, Side 15
ríkjaforseti og John litli
sonur hans. Ég varð mjög
hissa því ég vissi að hann
hafði dáið haustið 1963,
ekki ári áður. Hann leit til
mín þessum mildu og blíðu
augum og sagði við mig:
„Heldurðu að þú gætir
ekki tekið af mér dreng-
inn minn í sumar?" Ég
svaraði: „Ég veit ekki
hvort hann getur borðað
svona mat eins og við
borðum, því það er bara
soðinn fiskur og ýsa og svo
skilur hann ekki íslenzku."
„Jú,“ sagði Kennedy,
„það er það bezta að hann
fái ókryddaðan mat. Og
ég skal segja þér að hann
á að borða nákvæmlega
það sama og þið.“ „Nú, þá
er honum alveg guðvel-
komið að vera,“ sagði ég,
„en heldurðu ekki að hon-
um leiðist?" „Nei,“ svar-
aði forsetinn- „En telpan?"
spurði ég og meinti dóttur
hans litlu. „Já, hún verður
heima,“ svaraði hann.
Drengurinn stóð kyrr
við borðið en Kennedy leið
í burtu eins og hann hafði
komið, og varð draumur-
inn ekki lengri, ég hrökk
við svo búið upp, leit allt
í kringum mig en sá ekk-
ert nema blessaða sólina
senda geisla sína á vanga
minn. Ég fór að hugsa um
hvað þessi draumur gæti
þýtt. Kannske ég fengi
inni í Reykjavík, það væri
gott, ég vildi ekki segja
gömlu konunni (?) frá
honum. En af hverju kom
Bandaríkjaforseti til mín,
ómenntaðrar konu búsettr-
ar á einum tanga landsins
og bláfátækrar? Hvað kom
til?
Nú langar mig til að þú
segir mér þína ráðningu á
draumnum, og álit, með
fyrirfram þökk.
Ein smá sveitakona.
Fyrst af öllu langar mig
til að þakka Einni smárri
sveitakonu kærlega fyrir
bréfið; það var með þeim
skemmtilegri sem draum-
ráðandi VIKUNNAR hefur
nokkurn tíma fengið. Mér
fannst ég geta lesið milli
línanna að þama væri um
ósvikna, íslenzka konu að
ræða.
Snúum okkur þá að
draumnum. Það er eigin-
lega alveg sama hvar á
hann er litið, atriði hans
boða upphefð og vel-
gengni, og því vona ég að
það muni allt koma fram
— ef það hefur ekki orðið
þegar. Að vísu segir gam-
alt, íslenzkt máltæki að
„Böl er þá barn dreymir,
nema sveinbam sé og
sjálfur eigi,“ en ég hef
ekki trú á að það eigi við
í þessu tilfelli, þar sem
drengurinn er af tignu
fólki, sem veit yfirleitt á
gott. Það eina sem mér
finnst skyggja á ánægjuna
yfir þessum draumi er að
forsetinn skuli hafa verið
látinn; mun það hafa ver-
ið fyrir ástvinamissi eða
tímabundnum erfiðleikum.
Kannske við eigum eftir
að heyra meira hvort frá
öðru . . . ?
GRÁTUR OG
GNÍSTRAN TANNA
Kæri draumráðandi:
Ég hef nú aldrei skrifað
þér áður, en geri það nú í
þeirri von að þú getir ráð-
ið þennan draum fyrir mig:
Mig dreymdi að ég og vin-
kona mín værum á
skemmtun ásamt fleira
fólki. Þegar skemmtunin
var búin fórum við út.
Fyrir utan samkomuhúsið
hittum við strák, sem þessi
vinkona mín er mjög hrif-
in af. Hann sagði við hana,
að nú yrði hann að kveðja.
Hún tók þá um háls hon-
um, og mér virtist hann
taka frekar þétt utan iim
hana, um leið og hann
sagði: „Ég verð að kveðja
þig, elskan mín.“ Hún för
að gráta, og sagði: ,,Ekki
fara frá mér.“ Lengri varð
draumurinn ekki, en ég
vona að þú getir sagt mér
fyrir hverju þetta er.
Ein sem bíður spennt,
eftir svari.
Segðu vinkonu þinni að
láta þenann pilt sigla sinn
sjó. Þau orð sem hann
mælti í draumnum get’a
fyllilega til kynna að hon-
um sé hvergi að treysta,
og sé einfaldlega að leika
á liana.
HOOVER
m Heimsbekkt vfirumerki
Hoover þvottavélar 8 gerðir
Hoover kæliskápar 5 gerðir
Hoover ryksugur 8 gerðir
Hoover bónvélar 2 gerðir
Hoover rafmagnsofnar 3 gerðir
Hoover straujárn 3 gerðir
Hoover uppþvottavélar
Hoover hárþurkur
Hoover hrærivélar
Hoover teppaburstar
Hoover eldavélahimnar
Hoover vörurnar fást í Hoover-kjallaranum, Austurstræti 17, Reykjavík,
sími 14376.
Umboðs- & heildverzlun.
29. tbi. VIKAN 15