Vikan - 17.07.1969, Side 18
TUNfiLID - HLUTI AF JÖRDINNI
KIB IAMFAIIB. »M STDFBIU LDEUMBRBIEYTINEU JflBIBI.
KOMA TIHGLINI Á BIADT
Vegna tregari leiðni möttul-
efnanna gekk gegnstreymið í
kjarnanum í bylgjum, hætti og
hófst úr gagnstæðri átt. Þannig
breytti kjarninn sífellt um lög-
un, og jarðskorpan með.
Þar sem ekki var um mikið
frávik að ræða frá kúlulögun,
var stækkun yfirborðs jarðar
óveruleg, en þar sem jarðskorp-
an var Iítt sveigjanleg mynduð-
ust gliðnunarbrestir vegna lög-
unarbreytingarinnar, þvert á
miðbaug, og miðað við núver-
andi frávik frá kúlulögun hafa
þessir brestir samanlagt verið 35
kílómetra breiðir um miðbaug,
en þrengri út til pólanna. Jafn-
hliða þjappaðist samsvarandi
flatarmál upp í fellingar samsíða
miðbaug, umhverfis pólana.
Þegar jörðin færðist svo í
kúlulögun aftur, var sú berg-
kvika, sem þrengzt hafði í gliðn-
unarbrestina, að mestu storkn-
uð, og fellingarnar orðnar fast-
ar í sessi.
Þess vegna hraukuðust npp
fellingafjöll, þar sem áður höfðu
verið gliðnunarbrestir, og gliðn-
unarbrestir mynduðust í og við
fcllingafjöllin, sem myndazt
höfðu umhverfis pólana. Þannig
má ætla að 3—4 milljarðar ára
af sögu jarðar hafi gengið fyrir
sig, eða sem sagt þar til svo var
komið, að skorpa jarðar var orð-
in það þykk, að hún tregðaðist
verulega við að breyta lögun eft-
ir breytilegum aðdráttarkrafti,
vegna stefnubreytinga í straum-
um kjarnans.
Lögunarbreytingar jarðskorp-
unnar hafa því gerzt í æ stærri
og færri áföngum, þar til ein
slík hefur sett svo mikið kast á
efni jarðar, að gúlpur hefur
myndazt á hana. Við það hefur
hún farið að ramba á braut
sinni, en þá hefur gúlpur sá, sem
á hana var kominn, rifnað frá
henni og myndað tunglið.
Orsök þess hve stór hluti af
jarðskorpunni hefur farið með
þegar tunglið rifnaði frá jörð-
inni mun vera sú að hitastig
möttulefnanna er hærra en
bræðslumark þeirra er við lítinn
þrýsting. Þegar kast kom á jörð-
ina hefur þrýstingurinn fallið á
þeirri hlið sem út úr sveiflunni
sn-»>á. Við bað hafa mftttnlefnin
bráðnað, sennilega á 40 til 50 km
dýpi. Jarðskorpan hefur því
runnið af með bráðnum möttul-
efnunum. Af sömu orsökum hef-
Hér sér nærri lóðrétt ofan á fyrirhugaðan lend-
ingarstað bandarísku geimfaranna á tuglinu. Lend-
ingarstefnan verður frá hægra horni að neðan og
lent nokkru ofar. Áhöfn Apollo 10 lýsti þessum
stað, Hafi kyrrðarinnar, sem „mjög sléttu“, „eins
og rökum leir, uppþornuðum árbotni.“
Hér er vara-lendingarstaður Apollo 11., myndin
tekin úr Apollo 10. Lendingarstaðurinn er við neðri
enda hryggjarins. Neðst á myndinni er gígurinn
„Brúsi“ (Bruce) um sex kílómetrar í þvermál.
Hér er hluti af hafsbotnskorti, sem fylgdi National
Geographic Magazine í júní á síðasta ári. Á því
má glöggt sjá sprunguna, sem gengur skáhallt
(með hlykk þó) suðvestur yfir ísland og áfram
suður eftir. Þessa sprungu með þversprungunum
telur Haraldur sönnun fyrir kenningunni um
„púlsun“ jarðar. |
18 VIKAN 28 tbL