Vikan


Vikan - 17.07.1969, Page 21

Vikan - 17.07.1969, Page 21
að ég er þín að eilífu, hvað sem fyrir kemur, nema þú hættir að elska mig. Þín elskandi Dinny. P.S. Þú gerir það ekki? Ó, gerðu það ekki! Hún rétti Stark miðann, klappaði hundinum og bað bílstjórann að aka að Mont Street, garðmegin. Þetta var þá endi þessa kvölds, sem hún hafði hlakkað svo mikið til. Hún gekk að hliðinu inn í garðinn, og þá sá hún Wilfrid standa þar, eins og allt kvöldið hefði verið draumur. Hún saup hveljur og tók til fótanna. Hann greip hana í faðm sinn og vafði hana að sér, og sagði ekki orð. Dinny var það líka nóg, að hann stóð þarna, til að vera nálægur henni. Þau gengu svo fram og aftur, ýmist að eða frá húsinu, eins og þjónn og þjónustustúlka, sem skruppu á stefnumót í frítíma sínum. Staða og stund, siðir og venjur, allt var gleymt, og líklega hafa engir af hinum mörgu milljónum borgarinnar verið eins nátengd og þau voru þessa stundina. Að lokum greip kímnigáfan Dinny, hún sá það hlægilega í þessu. — Við getum ekki verið að fylgja hvort öðru heim í alla nótt, ástin mín. Aðeins einn koss, — og einn til! Svo var hún þotin. — Nei, ungfrú, hann fór þegar hann hafði fengið mér bréfið. Wilfrid var reiður, þegar hann yfirgaf útgefanda sinn á veitinga- húsinu, bæði reiður og ruglaður. Án þess að gera sér grein fyrir andlegu ástandi Compson Grices, fannst honum að hann hefði farið bak við hann, og það sem eftir var dagsins var hann eirðarlaus, fannst ýmist að þetta væri gott, hann væri þá búinn að brenna allar brýr að baki sér, eða þá að hann sá eftir öllu saman. Það var ekki fyrr en hann kom heim. eftir að hafa skilið við Dinny í Mont Street, að hann hafði það á tilfinningunni að hann væri ekki einn móti öll- um, þau væru tvö um það. — En samt þurfum við að vera varkárar, Blore. Morguninn eftir sendi hann Stack með bréf til hennar, og bað hana og koma eitthvert út með sér. Næstu tvær vikur fór hún daglega heim til hans, og þau fóru svo á ýmsa staði í borginni, á söfn og ýmsa athyglisverða staði, og veniulega með hundinn með sér. Hann minntist ekki á það, sem þó var efst í huga þeirra, og þau v:ssu að talað var um meðal borgar- búa. Gegnum Sir Lawrence hafði hún heyrt að hann hefði verið boðaður fyrir stiórnina i klúbbnum sínum. oa hann svaraði með þvi að segia sig úr honum. Michael sagði henni að það hefði verið Jack Muskham sem kom því til leiðar. En þar sem hann svo greini- ieea vild: ekki tala um þetta við hana. reyndi hún ekki að fá hann til þess. En allan tímann hafði hún það á tilfinningunni að hún ætti að neyða hann til að tala um það sem sýnilega kvaldi hann svo mikið. En þá kom fyrir atvik. að vísu leiðinle^t bá stundina, en var samt léttir, vegna þess að það rauf þessa óþægilegu þögn. Þau voru að koma út úr Tate Gallery, voru rétt konvn upp þrepin sem lágu að Charlton Terrace. Dinny var ennbá að tala um Rafael, be<?ar hún sá svipinn á Wilfrid giörbreytast. svo hún leit í kringum sic. eftir ástæðunni. Það var Jack Muskham, í fylgd með litlum, dökkhærðum manni. Hann lyfti silkihattinum og starði í gegnum bau. eins og þau væru loftið eitt. Þegar þau gengu fram hjá þe'm, heyrðu bau að hann sagði við litla manninn: — Þetta finnst mér hápunktur frekíunnar. Ósiálfrátt rétti hún út hendina til að grípa um arm Wilfrids, en of seint. Hann snarsnerist. Hún sá hann hlauna til. klanpa á öxl Muskhams, og svo sá hún þá standa andspænis hvor öðrum, eins os grimma hunda. Svo heyrði hún að Wilfrid sagði: — Þér eruð fyrirlitleg skepna! Henni fannst þögnin, sem fylgdi þessum orðum óendanleg. Hún leit á þá til skiptis. Andlit Wilfrids var þrútið af reiði, Muskham háðslegur, eins og steingervingur, og Þtli maðurinn var eins og smá- hundur, sem horfir á stærri hunda berjast. Svo heyrði hún litla manninn segia: — Komdu Jack! Hún sá líka að Muskham stífnaði, sneri sér að hinum og sagði: — Þú heyi’ir þetta, Yule? Litli maðurinn greip um arm Muskhams, eins og dró hann með sér. en Wilfrid gekk aftur að hl'ð hennar. -— Fyrirlitleg skepna! tautaði hann. — Fyrirlitleg skepna. Guði sé lof að ég er búinn að segja honum álit mitt ó honum. Hann andaði diúpt að sér, og rétti úr hálsinu og sagði: — Þetta er miklu betra. Fyrirgefðu Dinny! Hugsanir Dinnyar voru á ringulreið. Henni fannst þetta atvik svo frumstætt, að því væri alls ekki lokið þarna, og einhvernveginn fannst henni að hún sjálf væri orsök að þessum viðbrögðum Musk- hams. Hún mundi eftir því að Lawrence hafði sagt að Muskham áliti að hún væri fórnardýr Wilfrids. Jafnvel þótt svo væri, hvað kom það þá þessum leiðinlega manni, sem sagður var kvenhatari, við. Hún heyrði Wilfrid tauta: ■—■ Hámark frekju! Hann ætti að vita hvað mér sjálfum finnst! — Heyrðu elskan, ef við ættum að vita hvað allir hugsa, þá vær- um við ekki jarðnesk. Hann er einskis virði, aðeins einn af klúbb- meðlimunum. — Já, og sá sem þeytti upp mestu moldviðrinu. — Það er ég sem ætti að vera reið, það er ég sem neyði þig til að vera með mér á almannafæri. En mér þykir það vso dásamlegt, og ég þoli sitt af hverju, ég hleyp ekki við þvott. — Hversvegna ætti að ónáða þig með hlutum, sem ekki verða umflúnir. — Þínar áhyggjur eru mínar áhyggjur. — Ó, Dinny, þú ert engill! --En það er ég alls ekki. Það vill svo til að ég hefi heitt blóð í æðunum. — Þetta er eins og hlustarverkur; hann fer ekki hvernig sem maður hristir höfuðið. Ég hélt að ég yrði frjáls, þegar ég hefði birt „Hlébarðann“, en því fer fjarri. Er ég heigull, Dinny, er ég það í raun og veru. — Ef þú værir heigull, myndi ég ekki elska þig. !— Ó, ég veit það ekki, konur eru svo óútreiknanlegar. — En það er staðreynd að við dáumst að hugrökkum mönnum. En nú ætla ég að vera miskunnarlaus. Hefir þessi efi þinn um eigið hugrekki eitthvað með kvölina að gera? Er það ekki einfaldlega þannig að þú ert farinn að trúa því sem aðrir segja? Hann hló, aumkunarlegum hlátri. — Ég veít það ekki, en þetta kvelur mig. Dinny horfði framan í hann. — Ó, ástin mín, reyndu að gleyma þessu. Það tekur mig svo sárt að sjá þér líða illa.... Þótt hún hefði verið honum nálægari en nokkru sinni fyrr, var hún óróleg og hrædd við eitthvað óþekkt, þegar hún kom heim til Mont Street. Hún gat ekki gleymt svipnum á Muskham og orðun- um: — Þú heyrðir þetta, Yule? Þetta var auðvitað kjánalegt! Nú á dögum skeði ekkert þótt fólk svívirti hvert annað í orðum, og einhvernveginn gat hún ekki ímynd- að sér Muskham í trássi við lögin. Hún sá hatt, sem hún kannaðist eitthvað við í anddyrinu, og hún var varla búin að losa sig við eigin hatt, þegar Sir Lawrence gerði boð eftir henni. Hann var að tala við litla manninn, sem sat öfugur í stólnum eins og hann væri á hestbaki. — Dinny, þetta er Telfourd Yule; frænka mín, Dinny Cherrell. Litli maðurinn beygði sig yfir hönd hennar. — Yule var að segja mér frá þessu leiðindaatviki, sagði Sir Lawr- ence. — Hann er uggandi út af því. — Það er ég líka, sagði Dinny. — Ég er viss um að Jark ætlaðist ekki til að þið heyrðuð það sem hann sagði. — Þar er ég ekki sammála, ég er einmitt viss um að það var til- gangur hans. Yule yppti öxlum, og Dinny kunni vel við svip hans, þótt ljótur væri. — Ja, ég er að minnsta kosti viss um að hann vildi ekki að þér heyrðuð það. — Það var eins gott. Herra Desert óskar ekki eftir að láta sjá okk- ur saman á almannafæri, það er ég sem krefst þess. — Ég kom hingað, vegna þess að Jack vill ekki tala um þetta, og það álít ég boða illt. Ég hefi þekkt Jack í mörg ár. Dinny stóð þögul. Roðinn í kinnum hennar var orðinn að tveim rauðum flekkjum. Mennirnir tveir störðu á hana, líklega hefir þeim báðum fundizt hún of fíngerð til að standa andspænis þessum vand- ræðum. Hún sagði hljóðlega: — Hvað get ég gert. Lawrence frændi? — Vina mín, ég get ekki séð að nokkuð sé hægt að gera að svo stöddu. Herra Yule segir að Jack hafi farið til Royston. Mér var að detta í hug að þú kæmir með mér til hans á morgun. Hann er und- arlegur náungi. Ef hann hagaði sér ekki eins og hann gerði, þá væri ég ekki með áhyggjur. Slík atvilc gleymast oftast nær. — Hvað áttu við með því að hann hagi sér óvenjulega? — Við ætturr) ekki að vera með áhyggjur, sagði Sir Lawrence og horfði á Yule. — Það hafa ekki verið háð einvígi í Englandi í sjötíu eða áttatíu ár, en ég er samt ekki rólegur. — Ég býst þá ekki við, sagði Dinny, — að það verði hægt að láta honum skiljast að þetta er allt frekar honum að kenna. — Nei, ungfrú Cherrell, þér fáið hann aldrei til að viðurkenna það. Mér þykir þetta allt ákaflega leiðinlegt. Dinny kinkaði kolli. — Það var fallega gert af yður að koma, ég þakka yður fyrir velvildina. — Það þýðir líklega ekki þótt þú biðjir hann að senda Jack af- sökunarbeiðni, Dinny? — Svo þessvegna sendu þeir eftir mér, hugsaði Dinny. — Nei, frændi minn, ég gæti ekki einu sinni farið fram á það. Ég er líka viss um að það gerir hann aldrei. — Ég skil, sagði Sir Lawrence. Framhald á bls. 36. 29. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.