Vikan


Vikan - 17.07.1969, Qupperneq 29

Vikan - 17.07.1969, Qupperneq 29
fjölskyldunnar eftir máltíðir? Vegna þess að heimilið vantar uppþvottavél, en uppþvottavél gjör- breytir heimilisvenjum. Við matborðið kvíðir húsmóðirin ekki uppþvottinum. Eftir máltíð bíður fjölskyldan ekki húsmóðurinnar. Sameiginlega nýtur fjölskyldan Kitchen Aid uppþvottavélarinnar. í 20 ár hefur Kitchen Aid ætíð verið mest selda vélin hér á landi. Vegna verulegs verksmiðjuafsláttar er þessi ameríska úrvalsvél nú á mjög hagstæðu verði. Kynnið yður greiðslukjörin meðan birgðir endast. RAFBUD SIS jift S ARMULA 3 m siMh 38900 ^ 4 Hvers vegna er húsmúðirin ekkiihópi STJÖRNUSPÁ *■ 1 Hrútsmerkið (21. marz — 20. aprfl): Nú er tækifæri tii að iáta gamlan draum rætast. Veðrið verður hagstætt fyrir þig, sérstaklega fyrri hluta vikunnar. Þú kemur á stað sem vekur hjá þér nýjar vonir. Miðdegisverðarboð bráðlega. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Vikan vel fallin til hverskyns mannfagnaðar og samvinnu. Gættu þess að ekki verði hallað á þá sem yngri eru. Þú eyðir talsverðum peningum, en þú býrð vel og lengi að þeirri verzlun. m Nautsmerkið (21. apríl — 21. maQ: Láttu ekki koma þér úr jafnvægi, þótt þú heyrir ýmislegt sem eftir þér er haft, rangtúlkað. Líklega væri bezt að vera sem minnst heima á kvöldin, til að forðast annars óhjákvæmilega árekstra. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Þú ættir ekki að eyða tímanum í afskipti af störf- um sem geta beðið betri tíma. Það eru margir sem sækjast eftir starfskröftum þínum eins og er. Notaðu frítímann skynsamlega. Tvíburamerkið (22. maf — 21. júnf): Það leikur ekki allt í lyndi. Hafðu hemil á skaps- mununum og láttu ekki smámuni raska rónni. Lík- lega væri bezt að setja sér einhverjar ákveðnar reglur í því sambandi. Heimilislífið er auðgandi. Bogmannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Afbrýðisemi beinist að þér, án þess að þú hafir til þess unnið. Reyndu að vinna á móti þeim öflum; þau gætu eyðilagt ótrúlega mikið fyrir þér. Vertu heima um helgina. Á mánudag færðu góðar fréttir. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlf): Þú ættir að leggja meira upp úr framkomunni og sýna öðrum í orðum og verki hvers þú metur þá. Ofgerðu þér ekki með vinnu; taktu hlutunum eins og þeir eru og gerðu þér ekki óþarfa rellu. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Komdu ekki upp um leyndarmál vinar þins, þótt atvikin snúist undarlega. Hugsaðu þig vel um áður en þú gerir grein fyrir skoðunum þínum. Leitaðu félagsskapar fólks er þú hefur nýlega kynnzt. Ljónsmerkið (24. júlf — 23. ágúst): Góð vika í vændum. Þú heldur vel heppnað heim- boð; það færir þér óbeint tækifæri, sem þú grípiu* fegins hendi .Allar umbætur í þágu heimilisins undir góðum áhrifum. Heillatala er fjórir. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar); Þú ert á góðri leið, en nokkuð þreyttur. Vegna þess hve mikið er eftir að settu marki verðurðu að haga vinnu þinni skynsamlega. Fólk í tengslum við þig reynist ekki heiðarlegt í viðskiptum. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. septambor): Rétt væri að staldra við og athuga á hvaða braut þú ert staddur. Líklega er ýmislegt áríðandi ógert ennþá. Fjármálunum er auðvelt að kippa í lag, ef þú hlítir settum reglum. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. morz); Reyndu að láta ekki öfund í ljósi, þótt sumir virð- ist ekki þurfa að hafa eins mikið fyrir lífinu og þú. Helgin færir þér nýjar vonir, en þú skalt hafa góðan ráðunaut þér við hlið. 29. tbi. VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.