Vikan - 17.07.1969, Síða 31
Mentol sigarettan sem hefur
hreint og hressandi bragð.
miklu máli, og ég hrópaði til
hennar söguna margnefndu, og
stakk upp á einum eða tveimur
ísmolum líka. Ég fékk vatnið ís-
molalaust, og um leið og ég
þakkaði fyrir vatnssopann, gat
ég lesið út úr augunum á henni
það sem hún var að hugsa: Þessi
drengur ætlar ekkert að skána
með aldrinum!
Öskukarlarnir voru farnir að
horfa á mig grunsemdaraugum,
þar sem ég gekk þarna hús úr
húsi í vesturbænum, og þambaði
í mig vatn. Þrátt fyrir að á þessu
stigi málsins hafi ég verið orð-
inn svo uppfullur af vatni, að
gutlaði í mér við hvert skref,
ætlaði ég að leggja í hann einu
sinni enn.
Það tók mig töluverðan tíma
að finna vænlegt hús, en á end-
anum tókst það. Tveggja hæða
sambýlishús í næstu götu, þar
sem öskukarlarnir létu mig í
friði. Ég hringdi dyrabjöllunni,
og fékk svar — í gegnum dyra-
símakerfið: „Já, hver er það?“
„Gætirðu gefir mér vatn að
drekka?" „Ha?“ „ . . . vatn... .“
„Augnablik." Varla hafði hún
sleppt orðinu, þegar mikið suð
og hávaði barst frá dyrunum. Eg
kann á svona hurðir, tók því í
húninn og gekk inn. Á veggn-
um beint á móti mér var mynd
frá Vestmannaeyjum, svo ég
hugsaði mér gott til glóðarinnar,
þegar húsráðandi kæmi niður
stigann. Þess var ekki lengi að
bíða; gömul, blíðleg kona birtist,
horfði rannsakandi á mig þegar
ég bar upp erindið á ný, en svo
var alveg sjálfsagt að gefa mér
örlítinn vatnsdreytil. Og það sem
meira var, hún átti ísmola útí.
Þegar hún kom með vatnsglas-
ið, hóf ég svo að segja henni
söguna mína. f ljós kom, að hún
var mikill Eyiavinur, og hafði
geysilegan áhuga á vatnsmálum
„þar í landi“, og fannst það al-
veg stórmerkilegt að eyjaskeggj-
ar væru búnir að fá vatn frá
meginlandinu. Þrátt fyrir stað-
hæfingar mínar um hið gagn-
stæða, var hún þess fullviss, að
ég væri einn þessara uppreisnar-
manna, og bað mig fyrir kveðjur
til ýmissa gamalla kunningja
þegar ég færi ,.heim“ aftur. —
„Viltu ekki meira vatn?“ sagði
hún svo. „Ah, (blob) nei, takk,
ómögulega, (blob).“ Það þótti
henni afleitt, og var rétt búinn
að fá mig til að fallast á að ég
væri iafn þ'mstur eftir sem áð-
ur. En ég áttaði mig í tíma. —
kvaddi oa fór.
Á leiðinni niður í bæ aftur,
fannst mér allir stara á mig, og
ég hafði á tilfinningunni að ég
liti út eins og vanfær kona —
munurinn væri bara sá að ég
væri ,.vatnshafandi“. En við nán-
ari athugun kom í liós, að þetta
var ímyndun (tremmi)!
Þetta var skemmtileg tilraun,
og maður verður margs vísari
um mannlífið við svona lagað,
en hvernig myndir þú bregðast
við? Gaman væri að vita það, en
í öllum bænum, ekki senda mér
vatn, og ekki hringja — skrif-
aðu Póstinum.
ó. vald.
Farangur á villigötum
Framhald af bls. 13.
mjög vel heppnað. Berti! borðaði
fjórar sneiðar. Hann hældi Lillu á
hvert reipi fyrir matreiðsluhæfileik-
ana. Svo drukku þau kaffi með
tertu. Klukkan átta var kvikmynd
frá villta vestrinu í sjónvarpinu, og
hana vildu þau öll horfa á. Lilla og
Bertil sátu í sófanum, og bróðir
hennar settist þar líka, svo þau voru
klemmd saman.
Rétt í því að lögreglustjórinn ætl-
aði að hengja hina saklausu hetju,
hringdi dyrabjallan. Lilla fór fram
til að opna. í anddyrinu stóð órak-
aður maður í dökkbláum fötum.
— Ég heiti Sven Syrén, ég er
kominn til að sækja pokann minn.
— En hvar er minn? Tókuð þér
hann ekki með?
— Hann var svo ógeðslega klístr-
aður, að ég fleygði öllu saman.
Viljið þér fá mér minn poka, það
bíður leigubíll eftir mér.
— En svínakóteletturnar mínar,
sagði Lilla sorgmædd, og fór fram
í eldhús til að sækja pokann.
Þegar Sven var orðinn einn eftir
t forstofunni, kom hann auga á
fjólubláan poka, sem stóð undir
fatahenginu.
— O, þetta kvenfólk, sagði hann
upphátt við sjálfan sig, — hún hef-
ur gleymt hvar hún lét pokann. —
Ég hef ekki tíma til að bíða, og hún
byrjar líka örugglega að nöldra út
af kótelettunum. Hann greip pok-
ann og kallaði: — Bless.
Lilla heyrði ekki til hans, þvt ein-
mitt þá komu vinir hetjunnar og
skáru niður hengingarólina, svo hún
hinkraði aðeins til að sjá það.
Þegar hún kom fram t forstof-
una með poka Svens, var hann á
bak og burt. Hún horfði undrandi
á lokaðar dyrnar. Svo gægðist hún
fram fyrir, en þar var enginn mað-
ur. Hún heyrði í bíl, sem ók af
stað á götunni. Hún hafði sett
brauðið sem afgangs var í pokann
hans, svo hann fengi brauð með
morgunkaffinu. Þess vegna hafði
hún verið lengur að sækja pokann.
Skrttinn maður, þessi herra Syr-
én, hugsaði hún og setti pokann
undir fatahengið.
Þegar myndin var búin, sagðist
bróðir Lillu þurfa að flýta sér heim.
Þau höfðu barnfóstru, sem var upp
á tímakaup. Hann sendi konu sinni
talandi auggotur, sem Lilla skildi
29. tbi. VIKAN 31