Vikan - 17.07.1969, Qupperneq 36
r~
Primetta Sölolerauou Samco
Vestur-þýzk
sólgleraugu
Bifreiðastjórar.
Akið aðeins með góð
sólgleraugu.
Reynið gylltu sólgleraugun
frá Prímetta.
Slípað gler.
Við allra hæfi
ftölsk sólgleraugu
Sólgleraugnatízkan
1969.
Fyrir dömur, herra, unglinga
og börn.
Það er ekki nóg að kaupa sólgleraugu.
Sólgleraugu þurfa að fara vel.
Vera vönduð og smekkleg,
en þó ódýr.
Kaupmenn. Innkaupastjórar.
Þessi heimsþekktu firmu
er trygging yðar á því bezta
fáanlega á hverjum tíma.
HeildsölublrgOlr.
Austurstræti 14 — Símar
Dömur!
Hér er Theódóra Þórðardóttir
með mestselda
sólgleraugnalag Evrópu
í dag.
H. A. Tullnius
11451 og 14523
V.
Framhald al bls. 21.
Dinny kinkaði kolli í áttina til Yule og gekk til dyra. Hún hafði
það á tilfinningunni, að ef hún sæi gegnum vegginn, þá hefðu þeir
báðir yppt öxlum. Biðja um fyrirgefningu. Þegar hún hugsaði um
kvalasvipinn á andliti Wilfrids, fannst henni hugsunin ein móðgun.
Hún leit út um gluggann á herbergi sínu. Þar beið bíll og hún sá
Sir Lawrence og frænku sína fara upp í hann. Þegar hringt var til
kvöldverðar, var henni um og ó að fara niður, en gerði það samt,
svo ekki væri farið að undrast um hana.
Eftir matinn settist hún inn í dagstofuna, og vissi ekki hvað hún
átti að taka sér fyrir hendur. Úr kjallaranum heyrði hún óma úr
óperettunni Rigoletto. Augustine hlaut að vera tónelsk, þetta var
ekki í fyrsta sinn sem hún heyrði hljómlist frá kjallaranum. Hún
hlustaði mn stund, en fór svo upp að hátta. Hún var eiginlega milli
svefns og vöku, þegar hún hrökk upp við að Blore sagði: — Það
er sími til yðar, ungfrú Dinny.
—- Til mín? Hver er það? Hvað er klukkan?
— Hálf átta, ungfrú.
Hún reis upp. — Hver er það?
— Ég veit það ekki, hann sagði ekki nafn sitt.
Henni datt Wilfrid í hug og flýtti sér að símanum.
— Já, hver er þetta?
— Stack, ungfrú. Afsakið að ég skuli hringja svona snemma, en
ég hélt það væri fyrir beztu. Herra Desert fór til herbergis síns á
venjulegum háttatíma í gærkvöldi, en í morgun heyrði ég hundinn
ýlfra, og fór því inn. Herra Desert var ekki í herberginu, og hann
hafði ekki sofið í rúminu. Hann hlýtur að hafa farið mjög snemma
út, því að ég var kominn á fætur klukkan sex. Ég hefði ekki ónáðað
yður ungfrú, ef ég hefði ekki verið svo uggandi yfir svipnum á
honum í gærkvöldi.... Heyrið þér til mín, ungfrú?
36 VIKAN 29-tbl-
— Já, en tók hann nokkurn farangur með sér?
— Nei, ungfrú.
— Kom nokkur til hans í gærkvöldi?
— Nei, ungfrú. En það kom bréf með boðbera klukkan hálf tíu.
Ég sá að honum var mikið niðri fyrir, þegar ég bar inn viskýið.
Það getur verið að mér hafi missýnst.... heyrið þér til mín?
— Já, ég klæði mig og kem strax, Stack, getið þér náð í bíl fyrir
mig, sem verði til reiðu þegar ég kem.
— Ég skal gera það, ungfrú. Þér skuluð ekki vera áhyggjufull,
það getur verið að hann hafi bara farið út að ganga.
Dinny lagði á og þaut upp stigann.
Leigubíllinn, sem Wilfrid hafði látið fylla alveg bensíngeyminn á,
mjakaðist upp Haverstock Hill, áleiðis að Spaniard's Road. Hann
leit á úrið. Fjörutíu mílur til Royston. Jafnvel í þessum sleða, átti
hann að geta verið kominn þangað klukkan níu. Hann tók upp
bréfið, sem hann hafði fengið kvöldið áður.
Liverpool Street.
Föstudag.
Herra minn.
Þér munuð vera mér sammála í því að það sem skeði í gær sé
ekki úr sögunni. Þar sem lögin banna okkur að 'berjast á mann-
sæmandi hátt, þá yfirlýsi ég hér með að ég mun berja yður með svipu,
hvenær sem ég hitti yður einan, án kvenmannsverndar á almannafæri.
Virðingarfyllst, J. Muskham.
— Hvenær sem ég hitti yður án kvenmannsverndar á almanna-
færi! Það yrði fyrr en þetta svín grunaði! Það var verst að hann
var svo mikið eldri en hann sjálfur.
Bílstjórinn hægði á bílnum.
— Við erum að koma til Royston, herra minn, hvert á ég að aka?
— Að veitingahúsinu.
A grasbala til vinstri voru nokkrir hestar, sýnilega að koma frá
æfingu. Bíllinn rann eftir þorpsgötunni og við enda hennar nam
hann staðar við hótelið. Wilfrid steig út.
— Viljið þér koma bílnum fyrir, ég ætla að biðja yður að bíða
eftir mér.
— Eins og yður þóknast, herra minn.
Hann gekk inn og bað um morgunverð. Klukkan var rétt níu.
Meðan hann borðaði spurði hann gestgjafann hvar Briery væri.
— Það er langa húsið, esm þér sjáið þama. En ef þér ætlið