Vikan


Vikan - 17.07.1969, Blaðsíða 39

Vikan - 17.07.1969, Blaðsíða 39
— Já, ég hélt þér vilduð fá opinn bíl. Mér finnst það betra. Gamli þjónninn kinkaði kolli, og Dinny sá hve augu hans voru greindarleg. — Ef ég finn herra Desert fyrst, hvar get ég látið yður vita? — Ég skal koma við á pósthúsinu í Royston, þér getið sent skeyti þangað. Ég fer til að hitta herra Muskham, það var hann sem var hinn aðilinn að þrætunni. Á miðri leið stöðvaði bílstjórinn bílinn, til að athuga hjólbarða á öðru afturhjólinu. Hún virti fyrir sér landslagið á meðan, og þegar hann setti bílinn aftur í gang, með rykk, hugsaði hún hvort þetta yrði alltaf svona; átti hún aldrei að fá að njóta ástar sinnar, yrði líf hennar eilífir rykkir? Þegar þau komu að Royston, sagði hún: — Nemið staðar við póst- húsið. — Sjálfsagt ungfrú. Þar var ekkert skeyti, og hún spurði hvar hús Muskhams væri. — Rétt á móti, ungfrú. En ef þér ætlið að hitta herra Muskham, þá var hann að fara hér framhjá rétt í þessu, hann fer alltaf til hesthúsanna um þetta leyti. Dinny fór aftur inn í bílinn og þau óku hægt áfram. Síðar var henni ekki ljóst hvort það var eðlisávísun hennar sjálfr- ar eða bílstjórinn sem stöðvaði bílinn, því þegar hann sneri sér við og sagði: — Það virðist vera eitthvað að þarna, þá var hún staðin upp í sætinu, til að sjá yfir höfuðið á fólki, sem hafði safnazt saman á götunni. Hún var ekki lengi að koma auga á blóðug andlit þeirra sem voru að berjast, og höggin sem dundu, ótt og títt. Hún var að því komin að fara út úr bílnum, en hætti við. — Hann fyrirgefur mér það aldrei, hugsaði hún, og stóð kyrr, kæfði hróp með annarri hendinni en skyggði fyrir augun með hinni, og þannig sáu þeir hana. Bílstjórinn sagði: — Þetta var ergilegt, ég veðjaði á unga manninn. — Akið áfram. Burt! Eitthvað burt! Það var nóg að þeir höfðu séð hana, já, lík- lega meira en nóg. — Akið aðeins áfram, snúið svo við til borgarinnar. Hún ákvað að segja engum hvert hún hafði farið, ekki einu sinni Stack og Sir Lawrence. Sú varúðarráðstöfun kom þó ekki að gagni, enda hefði hún mátt vita að annað eins kæmist í blöðin. Það lét heldur ekki standa á sér. í Evening Sun var sagt frá þessum atburði, greinilega, en nokkuð ýkt: Bardagi í Royston milli hins kunna hestamanns herra Johns Muskhams, — frænda Sir Charles Muskhams, og herra Wilfrid Desert, yngri sonar Mullyons lávarðar, og höfundar „Hlébarðans“, sem nýlega vakti svo mikla athygli. Yfirskriftin var „Handalögmál meðal hástéttarmanna“, og orsökin fyrir þeim var álitin vera sú að Muskham hafði komið því til leiðar að Desert hafði neyðzt til að segja sig úr ákveðnum klúbbi. Sir Lawrence lagði blaðið fyrir Dinny um kvöldmatarleytið. Hann spurði: — Varst þú viðstödd, Dinny? Þótt Dinny væri nú farin að venjast því að umgangast sannleik- ann á nokkuð vafasaman hátt, gat hún ekki annað en kinkað kolli. Stack hringdi, eftir kvöldmat, og sagði að herra Desert væri kom- inn heim, en hún ákvað að reyna ekki til að sjá hann. Eftir svefnlausa nótt tók hún lestina til Condaford. Það var sunnu- dagur, og þau voru öll í kirkju. Hún var eitthvað undarlega aðskilin frá fjölskyldunni. Condaford var eins og venjulega, fólkið það sama, en samt var allt breytt! Jafnvel hundarnir voru ekki jafn kunnug- legir við hana og áður. Jean kom fyrst. Lafði Cherrell hafði orðið eftir, til að ganga til altaris, hershöfðinginn þurfti að telja samskotaféð, og Hubert var að athuga kricketvöllinn. Jean kyssti mágkonu sína. — Hresstu þig upp, þetta lagast allt einhvernveginn. — Mig langar í hádegismatinn, sagði Dinny. — Mig líka, sagði Jean. — Dinny, giftu þig strax og farðu burt með hann. — Það þarf alltaf tvo til hjónabands. — Er þetta rétt sem stendur í blöðunum? — Líklega ekki. — Ég meina hvort þetta hafi átt sér stað. — Já. — Hver byrjaði? — Ég. Það var engin önnur kona flækt í þetta . — Dinny, þú hefir breytzt. — Ekki lengur sæt og góð? — Jæja, ef þú vilt leika píslai-vott, þá skaltu gera það. Dinny greip í pilsið hennar. Jean faðmaði hana að sér. — Hvað segja faðir minn og Hubert. — Faðir þinn segir ekki neitt, Hubert annað hvort: — Eitthvað verður að gera, eða, — nú er nóg komið. Kr. 9.600 - Salún áklæði Kr. 10.500 - Góbilín áklæði Senrium gegn póstkröfu um land allt Valhúsgögn Brmúla 4 Sími 82275 Er byrjuð aftur að spá í spil og bolla, áður á Linnetsstíg í sími 42258 29. tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.