Vikan - 17.07.1969, Síða 47
I
I
NNEDY, JR.
Sá frægi Collegiate drengjaskóli í New York tekur að-
eins á móti einum af hverjum 40 drengjum sem
æskja inngöngu í skólann. Foreldrar flestra eru ríkir,
en þó ekki allir. Leonard Berstein, Jason Robards
og McGeorge Bundy eiga allir syni í skólanum en
uppáhalds félagí vinsælasta nemanda skólans (útáviS)
er blakkur sonur Hans Hageman, sem býr í Harlem.
Þessi vinsælasti nemandi skólans er 9 ára gamall
piltur, John F. Kennedy, yngri.
keypt mig til þess. En þér getið verið þess fullviss, að ekki
einu sinni Kennedy-i gæti komizt inn í Collegiate ef hann
væri ekki fær um að leysa vinnuna af hendi. John fékk inn-
göngu vegna þess eins að hann er vel gefinn lítill di’engur,
já, mjög vel gefinn. Hann fær enga sérstaka hjálp, og hefur
aldrei fengið. Hann sótti urn og varð að bíða heilt ár áður
en við höfðum pláss fyrir ]iann.“
Hinir drengirnir voru samt sem áður undirbúnir örlítið
áður en John kom í skólann. Daginn áður en skólinn bvrjaði
kallaði skólastjórinn bekkjarfélaga hans á sinn fund og sagði
þeim að hinn nýi félagi þeirra ætti að hljóta „nákvæmlega
sömu meðferð og þeir sjálfir“. t»annig hefur það líka verið.
„Drengirnir tala um John vegna þess að hann er góður í
knattspyrnu en ekki vegna þess að hann er sonur forseta,“
sagði móðir eins drengsins. „Sumum þeirra líkar illa við
hann vegna þess að hann skorar svo mörg mörk.“ Það vakti
enga sérstaka athygli meðal skólafélaganna þegar hann fór
til Grikklands í október sl. til að vera viðstaddur brúðkaup
móður sinnar og Onassis. „Sonum mínum tveim fannst lítið
til þess koma,“ sagði einn faðirinn, „hinir félagar þeirra eru
líka alltaf á flækingi umhverfis jarðkúluna.“
John fer á fætnr klukkan 7 á hverjum morgni, en þá er
hann vakinn af rúmlega tvítugri barnfóstru sinni, sem enginn
virðist vita hvað heitir. Sögur fara af sambúð hennar og
„prinsins“ og á John einhverntíma að hafa hent í hana tómöt-
um við morgunverðarborðið.
Kl. korter fyrir átta leggur hann svo af stað í skólann, í
fylgd barnfóstrunnar, leyniþjónustumanns, sem kallaður er
Muggur, og ensks Spaniel-rakka, sem kallaður er Shannon.
John er venjulega klæddur í sport-jakka úr tveed, hvíta
skyrtu, með dökkt bindi og í gráum hnjábuxum — hnjá-
buxum sem hafa kostað fleiri en ein slagsmál í skólanum.
I hendinni er hann með stóra brúna leðurtösku, sem hann
hefur límt á miða frá ýmsum stöðum sem hann hefur heim-
sótt, svo sem Gstaad, sem er vinsæll Svissneskur skíðastaður,
og Aþenu.
„Þarna er hann! Þarna er John-John! Halló, John-John!“
lirópar einhver þeirra, sem hafa stillt sér upp hinum megin
götunnar til að vera viðstaddur, þegar einhver Kennedy-inn
kemur út úr íbúðinni. Ef John er í góðu skapi brosir hann
feimnislega, en annars á hann það til að gretta sig dlilega
eða hreinlega að hlaupa á ný inn í húsið; þá sækir barnfóstr-
an hann aftur. Síðan er haldið í skólann, sem er í hinum
enda borgarinnar, og ekið í stórum rjómagulum Oldsmobile.
Jafnskjótt og John er kominn inn í skólann vherfur fylgdarlið
hans og enginn veit hvar það heldur sig þangað til klukkan
fjögur á daginn, en þá kemur sama liðið aftur og fer með
hann heim.
John segir að sér finnist meira gaman að leika fótbolta en
læra, en það virðist eins og hann hafi ánægju af því að skrifa.
Hann skrifaði hluta af látbragðsleik, sem bekkurinn gerði,
um flugdreka, og las söguna meðan nokkrir félagar hans
hlupu um sviðið og þóttust vera flugdrekar. Carolvn D‘-
Framhald á bls. 33.
2!>. tbi. VIKAN 47