Vikan


Vikan - 17.07.1969, Page 48

Vikan - 17.07.1969, Page 48
Peyrac greifi lagði af stað aftur, án þess að taia eftir erfiðleikuxi- um, sem á vegi hans urðu. Hann lét sér nægja að yfirvinna þá með ósjálfráðum hreyfingum likamans, sem hafði verið þjálfaður til að þola hvaða harðrétti sem var og hugsanir hans tóku upp einræður sinar á nýjan leik, varðandi þennan dularfulla „einhvern" sem áræddi að ráðast á hann og hana. Hann vissi ekki enn hver það var. Var það eitthvað myrkt, jarð- neskt afl eða eitthvað yfirnáttúrulegt. Var Það að verja einhverja hugmynd, einhvern yfirnáttúrulegan skilning eða var þetta illúð- leg sjálfselska; var það fjölmenn hreyfing eða mannvonzka einhvers eins, sem tekið hafði sig fram um framkvæmdir fyrir hönd allra hinna? Það sem telja mátti vist var, að návist Angelique, sem hafði auk- ið sameiginlegt afl þeirra, hafði einnig brennimerkt þau í augum þess- ara eyðandi og neikvæðu afla, afla sem stundum eru sofandi og hlut- laus, en vakna svo í allri illsku sinni við skyndilega, ákafa áskorun. Og var ekki Angelique svo fögur, svo lifandi. Áskorun, ögrun í sjálfu sér. Jafnvel þótt hann reyndist óvinum sínum fremri vissi hann að þeir myndu reyna að knésetja hann hennar vegna ............ Það var næst- um eins og hann væri kominn inn i huga þessa óþekkta óvinar síns og gæti getið sér til um hugsanir hans ....... Hann neyddist til að nema staðar. Og Florimond notfærði sér án- inguna út í æsar til að kasta mæðinni og þurrka svitann af enni sér. Peyrac hleypti í brýnnar, þegar hann velti þvi fyrir sér, sem honum hafði rétt í þessu flogið í hug. Þegar Angelique kom til nýja heims- ins hafði hún þegar vakið mjög sterka óvináttu. — Rétt, sagði hann milli samanbitinna tanna. — Við sjáum til. Orðin komu ekki af vörum hans, því þær voru svo stífar af kulda, að þær igátu varla hreyfzt. 36. KAFLI Þetta kvöld rákust þeir aftur á skýli sem Pont-Briand hafði notað. Yfir skaflakverk hafði verið varpað þykkum greinum af furutré og jörðin, ofurlítið rök, var þakin þurrum mosa, mold og furubarri og þar vottaði enn fyrir ofurlítilli ösku. Að innan var skýlið kappklætt með greinum og aðrar höfðu verið lagðar svo þétt yfir, að reykurinn frá eldinum, sem Peyrac og Florimond kveiktu, komst varla í gegn. Peyrac varð að höggva reykop með sveðju sinni, en Florimond lá á jörðinni og hóstaði, það streymdi úr augum hans af súrum reyknum, hann hafði enn ekki íengið þol Indíánanna, sem búa næstum alla ævi í reykmettuðu andrúmslofti, en virðast þó engan skaða taka af því í augunum. Jafnvel á sumrin kveikja þeir elda til að vernda sig fyrir moskitó- og sandflugum. Eftir stundarkorn brann eldurinn jafnt og vel í þessu góða skýli. Það var engin hætta á því að það kviknaði í greinunum, vegna snævarins, sem lá á þeim utifyrir. Það gnast í sumum nálunum, umhverfis loftopið, þegar logarnir sleiktu þær endr- um og eins og þetta gerði þægilegan þef. Það var rétt mátulegt rúm fyrir þá tvo til að sitja með bakpokana sina sitt hvoru megin við bálið, það hlýnaði fljótlega, tennurnar hættu að glamra í munni Florimonds og hann hætti að þurrka sér um nefið. Og þegar blóðið 48 VIKAN tók aftur að streyma um ískalda fingurna og tærnar, fann hann skerandi sársauka, en hann kæfði niður löngunina til að gretta sig, því það hefði ekki verið sæmandi loðdýraveiðimanni, að kvarta und- an þvílíku. Hann var að búa sig undir að þola pyntingu af hendi Iroka. Greifinn hafði látið litinn pott með snjó á eldinn og suðan kom fljótlega upp á vatninu. Hann hellti út í það góðum slurk af rommi, sem hann hafði lært af ferðum sínum á karabiska hafinu að taka framyfir koníak og nokkrum klumpum af kristölluðum sykri. Lyktin af sjóðheitum drykknum kom lífinu í Florimond aftur og þegar hann hafði bergt á honum færðist yfir hann einskonar kátína. 1 þögn átu faðir og sonur maiskex og til hátiðabrigða nokkrar sneið- ar af feitu beikoni og reyktu kjöti. Svo átu þeir þurrkaða ávexti, dálitið af súrum berjunum, sem Angelique dreifði endrum og eins milli mannanna, jafnt hátíðlega og þau væru gullmolar. Endrum og eins féll stór vatnsdropi með dumbum skell á þykk klæði þeirra; þessir dropar komu af grýlukertum sem stóðum gegnum barrþakið yfir höfðum þeirra, sem smám saman bráðnaði í ylnum af eldinum. Erfiðleikarnir voru í þvi fólgnir að finna nægilegan eldivið. Þeir gátu ekki notað þurra greniköngla, sem lágu undir trénu, því það gnast óhugnanlega x þeim, um leið og Þeir sprungu með neistaflugi og þar að auki brunnu þeir of hratt. Með nokkrum sveðjuhöggum hjó Florimond knippi af viði af lægri greinum nærliggjandi trés. Viðurinn sem þeir komu inr, með var hálíblautur, en gaf jafnan hita og ekki meira en bærilegan reyk. Florimond varð hugsað til þeirra daga er hann dreymdi um föður sinn, sem hann hafði aldrei kynnzt og hlustaði á Pascalou gamla segja frá honum i húsinu Þeirra i Beaxx- treillis: þá hafði honum fundizt faðir hans standa nær honum en nú, þegar hann var hér við hlið hans. Og þó hafði fundurinn við hann fyrir nokkrum árum verið mjög líkur því, sem hann hafði dreymt um. I miðju Nýja-Englandi hafði hann fundið mann hafsins, hinn mikla greifa og vísindamann, sem myndi kenna honum allt sem hann kunni og þetta var það sem hqnn ieitaði jafnvel enn fremur að, en hjarta hans leitaði föðurástar. Þegar Jesúítarnir, sem hann hafði verið hjá í skóla um tíma, skammt frá París, höfðu talað kuldalega um „hinar dásamlegu uppgötvanir", Maitre Florimonds, gat hann huggað sig við að segja: — Pabbi minn veit miklu meira en nokkurt þessara ..... fífla. Og það var satt. Og Þó að Florimond fyndist stundum sem hann væri lamaður og vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið, nú þegar þeir voru raunverulega augliti til auglits, þótt hann sjálfur hefði notið hylli Lúðvíks XIV. og litið niður á hina virðulegu prófessora var það aðeins vegna þess að persónuleiki föður hans, sem miðlaði honum á hverjum degi einhverju til viðbótar af hinni miklu þekk- ingu sinni, svo ekki sé minnzt á reynsluna og hið líkamlega þol hans. Joffrey de Peyrac fannst að sonur hans skeytti minna um hann sem föður, en leiðtoga, þvi Florimond lagði upp í leitina að honum, þegar hann var fjórtán ára gamall og var farinn að finna til þeirrar þarfar, að geta fylgt einhverjum með trúnaðartrausti. Með- al þeirra, sem hann gat helzt leitað til af þessu tagi, heima í Frakk- landi fann hann ekkert annað en yfirborðsmennsku og flökt, undan- brögð, fáfræði og hjátrú og hann hafði flúið frá því öllu. Þegar Peyrac greifi leit á Florimond fannst honum hann líta um öxl, til sinnar eigin æsku, eins og hún speglaðist samvizkusamlega í spegli. Hann sá í honum hina sömu aðdáanlegu sjálfselsku þess, sem ann vísindum og ævintýrum framar öllu og verður þar af leiðandi til- 29. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.