Vikan - 21.08.1969, Síða 3
31. árgangur - 34. tölublað - 21. ágúst 1969
Hinn nýi forseti Frakklands, Pompidou,
hefur verið mikið í kastljósinu að
undanförnu. Og ekki hefur hin fagra kona
hans vakið minni athygli. I þessu blaði
birtum við grein og myndir um frönsku
forsetahjónin undir fyrirsögninni
„Auðveld leið upp á efsta tindinn".
,,Ég lifi heldur ómerkilegu lífi", sagði
Bing Crosby í einkaviðtali við Vikuna, þegar
hann kom hingað í síðasta mánuði
til að veiða lax. Vikunni tókst eftir mikið
stímabrak að fá langt og ítarlegt viðtal
við Bing Crosby, þar sem hann
rekur frægðarferil sinn í stuttu máli, segir
frá lífinu í Hollywood og vinum sínum
þar og ýmsu öðru.
,,Ef samvizkan er í lagi, er allt í lagi",
heitir viðtal við Vilhjálm Vilhjálmsson,
dægurlagasöngvara, sem birtist í næsta blaði.
Vilhjálmur hefur ekki verið við eina fjöl
felldur um dagana. Hann tók stúdentspróf
frá M. A., stundaði um skeið nám í
læknisfræði og siðan lögfræði og hefur
tekið próf í flugi og dáleiðslu.
Fyrir nokkru sögðu fjórar konur álit sitt
á klæðaburði karlmanna. Nú höfum
við snúið dæminu við og leitum álits
fjögurra karlmanna á því, hvernig konur
eigi að klæðast. Við sýndum þeim nokkrar
gerðir af kvenfatnaði og dómur þeirra
birtist í næsta blaði.. Þeir sem svara eru:
Pétur Pétursson, Guðlaugur Bergman,
Olafur Ragnarsson og Ragnar
Guðmundsson.
Ferðin til tunglsins beinir huganum að
landkönnuðum fyrri tíma, en þeir
þurftu að leggja á sig miklu meira erfiði og
mannraunir en Armstrong og Aldrin.
„Hann opnaði Afríku" nefnum við grein
um Livingstone og ævintýralegar ferðir hans
um myrkviði Afríku, sem enginn hafði
kannað á undan honum.
Útgáfa á íslenzkum hljómplötum hefur
alltaf verið nokkur, en farið ört vaxandi á
síðustu árum. En hvernig verður hin
íslenzka hljómplata til? I þessu blaði
rekjum við sögu einnar íslenzkrar plötu,
allt frá því að hugmyndin að henni
fæðist, og þar til hún er sett á markaðinn.
í FULLRI ALVÖRU
FJÖLSKYLDURNAR
NfEST
Þegar þetta er ritað, er verzlunarmannahelgin
nýafstaðin, giftusamlegar en verið hefur um
langt árabil. Því ber að fagna, og vonandi verð-
ur framhald á því.
Það vakti athygli, hve mikið af fjölskyldu-
fólki notaði sér þá aðstöðu, sem boðið var upp
á í Saltvík á Kjalarnesi. Upprunalega var mein-
ingin, að sá staður yrði staður ungs fólks, en
gamla fólkið — 25 ára og eldra — gæti brugðið
sér þangað á góðviðrisdögum og notið ellidag-
anna við yngjandi fjör æskunnar. En spurning-
in er sú, hvort ekki væri réttara að gera stað-
inn að alhliða útisvæði þurrbýlinga hér suð-
vestanlands, án þess að tileinka hann nokkrum
einum aldurshópi sérstaklega.
Ég hef ekki komið í Saltvik nýlega, og veit
ekki, hve langt er komið „endurhæfingu" úti-
húsanna til skemmti- og tómstundastarfs. En ég
þekki staðinn sjálfan, túnin, fjöruna og Esjuna
upp af, og veit, að margt er hægt að gera. Um
áðurnefnda helgi voru þar bátar til afnota fyrir
staðargestina. Þvi má halda áfram. Þá má koma
upp margs konar leikvöllum, sundlaug og sól-
baðskrika,leiktækjum ungra og aldinna, — og
þannig mætti iengi telja. Þessu væri hægt að
koma i kring án mikils tilkostnaðar, meðal ann-
ars með þvi að gefa þeim, sem þarna ætla að
njóta hvíldar og/eða upplyftingar, kost á að
taka til hendinni. Ég veit af reynslu, að þurr-
býlingar hafa margir gaman af því að grípa í
verk í frístundum án þess að ætlast til greiðslu
fyrir.
Það hefur nú þegar verið gert meira fyrir
„unga fólkið, en það kærir sig um að þiggja.
Gerum nú eitthvað fyrir fjölskyldurnar.
S. H.
VIKAN
Utgefandi Hilmir hf. Ritstjóri: Sigurður
Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamaður:
Dagur horleifsson. Útlitsteikning: Ilalldóra Hall-
dórsdóttir. Dreifing: Óskar Karlsson. Auglýsinga-
stjóri: Jensína Karlsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar,
afgrciðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar: 35320 —
35323. Pósthólf: 533. Verð í lausasölu kr. 50.00.
Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórð-
ungslega, 900 kr. fyrir 26 tölublöð missirislega, eða
170 kr. fyrir 4 tölublöð mánaðarlega. Áskriftar-
gjaldið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: Nóvem-
ber, febrúar, maí og ágúst eða mánaðarlega.
í NÆSTU VIKU
í ÞESSARI VIKU
34. tbi. VIKAN 3