Vikan


Vikan - 21.08.1969, Blaðsíða 24

Vikan - 21.08.1969, Blaðsíða 24
ANDRÉS INDRIÐASON DÚMBO Hér birtum við mynd af Dúmbó sextett og GuSmundi Hauki, en Dúmbó sextettinn hefur verið ! hópi vinsælustu hljómsveita lands- ins um langt árabil. Söngvarinn, Guðmundur Haukur Jónsson, er lengst til vinstri (bakatil) á mynd- inni. Þess má geta, að hann er nú orðinn kennari (hann lauk prófi sl. vor) og ætti væntanlegum nemend- um hans tæplega að leiðast í tím- um hjá honum! Þeir Dúmbó-menn hafa að mestu leyti haldið sig úti á landsbyggðinni í sumar, en það er aldrei að vita nema þeir fari nú að nálgast höfuðborgarsvæðið. ☆ VÖNDUÐ HLJÓM- PLATA HEIMIS OG JONASAR „Fyrir sunnan Fríkirkjuna" nefn- ist hæggeng hljómplata Heimis Sindrasonar og Jónasar Tómasson- ar, sem nýlega er komin út á veg- um hljómplötudeildar Fálkans. Tólf íslenzk lög eru á plötunni, sum þeirra nokkuð þekkt en heyrast nú í nýjum og ferskum búningi; önn- ur eru eftir Heimi og Jónas og hafa ekki heyrzt fyrr. Eru lög þeirra fé- laga hin ágætustu, einkum lög Jónasar „Einbúinn" og „Namm, namm" og lag Heimis „Bréfið hennar Stínu". Heimir og Jónas annast undirleik á gítar og flautu í öllum lögunum, og er undirspil þeirra fortakslaust hið bezta, sem heyrzt hefur hjá hérlendum söng- flokkum á þessari línu. Fjögur lag- anna á plötunni eru við Ijóð Tóm- asar Guðmundssonar, önnur fjögur Framhald á bls. 33. WHO í KLANDRI Liðsmenn hljómsveitarinnar Who komust í klandur rétt einu sinni enn fyrir skömmu. Þeir voru að leika á hljómleikum í Fillmore East í New York, þegar óeinkennis- klæddur lögregluþjónn kom upp á sviðið til þeirra og hugðist tilkynna áheyrendum, að eldur hefði kvikn- að í nærliggjandi húsi. I grand- leysi sínu hugðu þeir sveinar í Who, að hér væri einhver vitfirr- ingur á ferðinni, sem hyggðist stela frá þeim senunni, og lögðu þeir því til atlögu við pólitíið. Gaf söngvari hljómsveitarinnar, Roger Daltrey, honum vel útilátið spark í bakhlutann — og þeyttist yfirvald- ið aftur fram í salinn. Hljómsveitin var að sjálfsögðu kærð fyrir tiltæk- ið, en söngvarinn iðraðist sáran og sagði: Hefði ég bara vitað Slíkar afsakanir dugðu þó skammt, og hljómsveitin mátti borga háa sekt. Hin nýja hæggenga plata hljóm- sveitarinnar (það eru raunar tvær plötur í einu umslagi) hefur ekki fallið öllum jafn vel í geð. Þannig hefur t. d. verið bannað að leika plötu þessa í brezka útvarpinu- — Platan, sem nefnist „Tommy", er að sögn höfundarins, Pete Town- send, ,,beat-opera" og er þar með samfelldur sögu (og laga-) þráður frá upphafi til enda. Segir platan raunasögu drengs frá bernsku til fullorðinsára, og kemur þar ýmis- legt fram, sem ekki þykir siðgæðis- ins vegna rétt að hafa í flimting- um. ☆ 24 VIKAN 34-tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.