Vikan - 21.08.1969, Page 30
Framhald af bls. 29.
— Dinny! En dásamlegt að sjá þig!
— Ég frétti að ég gæti náð í þig hér, þar sem þú myndir vera
að horfa upp til drottningarinnar.
— Já, það er það sem ég verða að láta mér nægja.
— Það gæti verið verra.
— Ertu orðin frísk? Þú hlýtur að hafa ofkælzt þarna í City,
veðrið var svo hráslagalegt.
—• Við skulum ganga að garðinum, mig langar til að tala við
þig um Jack Muskham.
—■ Ég er alltaf að draga það að segja honum frá þessu.
— Á ég að gera það fyrir þig?
— Hversvegna þú?
-—■ Ég þekki hann í gegnum Lawrence frænda. Þessutan hef ég
kynnzt honum persónulega. Herra Dornford hefur á réttu að standa,
það veltur mjög mikið á því hvenær og hvernig honum er sagt frá
þessu. Láttu mig gera það!
— Ég veit ekki, — svei mér ef ég veit hvað ég á að gera.
— Ég vil gjarnan fá tækifæri til að hitta hann.
Tony horfði tortryggnislega á hana.
— Einhvernveginn á ég erfitt með að trúa því.
— Mér er alvara.
— Það er mjög fallega hugsað; og ég veit þú gerir það miklu
betur en ég get gert, en......
— Það er klappað og klárt.
Þau gengu meðfram garðinum, áleiðis að Mount Street.
— Hefir þú talað mikið við lögfræðingana?
— Já, framburður okkar liggur fyrir, en svo eru það yfirheyrsl-
urnar.
— Eg hugsa að ég hefði gaman að þeim, ef ég mætti segja allan
sannleikann.
— Þeir snúa út úr öllu sem sagt er, og raddbeiting þeirra er við-
bjóðsleg! Ég fór einu sinni inn í réttarsalinn til að hlusta. Dornford
sagði við Clare að hann myndi ekki vilja sinna störfum í þeim rétti,
fyrir allt gullið í Englandsbanka. Hann er heilbrigður náungi, Dinny.
— Já, sagði Dinny, og leit framan í sakleysislegt andlit hans.
Svo þrýsti hún hönd hans að skilnaði.
Eftir því sem Sir Lawrence sagði var Jack Muskham í borginni
þessa helgi, hann var búinn að leigja sér íbúð í Ryder Street. Hún
hafði ekki hikað við að fara alla leið til Royston til að hitta hann,
vegna Wilfrids, en hann myndi eflaust verða hissa ef hún færi beint
til Ryder Street til að hitta hann vegna Tonys. Hún hringdi því til
Burton klúbbsins um hádegisbilið næsta dag.
Hún fékk hálfgerðan hroll, þegar hún heyrði hann svara í símann,
það minnti hana á hræðilegu augnablikin í Royston.
— Þetta er Dinny Cherrell, get ég fengið að tala við yður ein-
hverntíma í dag?
Svarið kom hægt.
— E-auðvitað. Hvenær?
— Hvenær sem yður hentar.
— Eruð þér í Mount Street?
— Já, en ég vil frekar tala við yður annarsstaðar.
— Já, — gætuð þér.... Hvernig væri að drekka með mér te í
Ryder Street, — ég meina heima hjá mér? Vitið þér húsnúmerið?
— Já, eigum við þá að segja klukkan fimm?
Sá sem opnaði fyrir henni var greinilega húseigandinn, sem
drýgði tekjur sínar með því að leigja frá sér. Hann fylgdi henni
upp á aðra hæð.
— Ungfrú Cherrell, herra minn.
Hár, grannvaxinn, snyrtilega klæddur að veniu, stóð Jack Musk-
ham við opinn glugga á fremur snyrtilegri stofu.
— Viljið þér gjöra svo vel að færa okkur te, Rodney? Hann kom
til hennar og rétti henni höndina.
— Eins og hæggeng kvikmynd, hugsaði Dinnv. Þótt hann væri
örugglega undrandi yfir því að hún óskaði eftir að tala við hann,
lét hann þó ekki bera á því.
— Fáið yður sæti. Þarna kemur teið. Viljið þér sjá um það?
Hún rétti honum bolla, tók sjálf annan, og sagði:
— Eru arabisku merarnar komnar, herra Muskham?
— Ég á von á þeim í lok næsta mánaðar.
— Þér hafið ráðið Tony Croom til að sjá um þær?
— Ó, þekkið þér hann?
— Gegnum systur mína.
—• Geðslegur náungi.
-— Það er hann, sagði Dinny. ■—■ Það er hans vegna sem ég kem
til yðar.
— Ó!
Hugsunin að hún ætti töluvert inni hjá honum, flaug gegnum
huga hennar. Hann gæti ekki neitað henni um að sýna Tony um-
burðarlyndi! Hún hallaði sér aftur á bak, krosslagði fæturna, og
horfði beint framan í hann.
— Mig langar til að segja yður það í trúnaði að Jerry Corven
hefir lagt fram kröfu um skilnað við systur mína, og hefir nefnt
Tony Croom sem ástæðu til þess.
Jack Muskham hreyfði aðeins höndina, sem hélt á bollanum.
— Hann er ástfanginn af henni, og þau hafa verið töluvert sam-
an á mannamótum, en það er ekkert satt í því sem hann ásakar
þau um.
— Ég skil, sagði Muskham.
— Málið kemur bráðum fyrir dómstólana. Ég bað Tony Croom
um að lofa mér að segja vður frá þessu; hann átti bágt með að
gera það sjálfur.
Muskham leit á hana, svipur hans var tjáningarlaus.
— En ég þekki Jerry Corven, ég hafði ekki hugmynd um að
systir yðar hefði farið frá honum.
— Við reynum að fara frekar leynt með það.
— Var það vegna Croom að hún yfirgaf hann?
—■ Nei, þau hittust fyrst á skipinu, sem hún kom með til Eng-
lands. Clare yfirgaf Jerry af allt annarri ástæðu. Þau Tony hafa
verið óvarkár; þeim hefir verið veitt eftirför, og þau hafa verið
staðin að því sem kallað er að hætta mannorði sínu.
— Hvað eigið þér við með því?
— Þau voru að aka heim frá Oxford eitt kvöldið, þá biluðu
ljósin á bílnum, svo þau biðu eftir birtu í bílnum, og sá sem leigður
var til að veita þeim eftirför, var á hnotskóg eftir þeim.
Jack Muskham yppti lítillega öxlum. Dinny hallaði sér fram og
leit beint í augu hans.
— Ég sagði yður að þau væru saklaus, það eru þau örugglega.
— En góða ungfrú Cherrell, hvenær haldið þér að nokkur maður
viðurkenni....
— Þess vegna kom ég hingað, í staðinn fyrir Tony; systir mín
myndi aldrei segja mér ósatt.
Aftur yppti Muskham öxlum.
— Ég skil ekki, byrjaði hann.
— Hvað þetta kemur yður við? það er aðeins þetta; — ég býst
ekki við að þeim verði trúað.
— Þér eigið við, að ef ég fengi þessar fréttir eingöngu frá dag-
blöðunum, þá myndi það koma niður á Croom?
— Já, ég reikna með að yður fyndist kannski að hann hefði ekki
hagað sér sómasamlega. Hún gat ekki varizt kaldhæðni í röddinni.
— Jæja, hefir hann gert það?
— Það held ég. Hann elskar systur mína innilega, en samt hefir
hann fullkomlega stjórn á sjálfum sér. Þér vitið að það er engum
sjálfrátt að verða ástfanginn. Um leið og hún sagði þessi orð, stóð
fortíðin ljóslifandi fyrir henni, og hún leit niður, til þess að sjá
ekki þetta tjáningarlausa andlit, en svo leit hún upp og sagði:
— Mágur minn hefir farið fram á skaðabætur.
— Jæja, sagði Muskham, — ég hélt að það væri fyrir löngu úr
sögunni.
— Tvö þúsund pund, og Tony er alveg eignalaus. Hann lætur eins
og sér sé sama, en auðvitað er það hreint gjaldþrot fyrir hann,
ef þau tapa málinu.
Eftir þetta var þögn. Muskham gekk aftur út að glugganum, og
settist í gluggakistuna.
— Ja, mér er ekki alveg ljóst hvað þér viljið að ég geri.
— Það eitt að svifta hann ekki starfi sínu. Annað var ekki erindi
mitt. Hún stóð upp, gekk tvö skref í áttina til hans, stóð svo graf-
kyrr og sagði, alvarlegur á svipinn:
— Hefir það aldrei hvarflað að yður, herra Muskham, að þér
skuldið mér talsvert? Munið þér ekki eftir því að það voruð þér,
sem raunverulega sviftuð mig unnusta mínum? Vitið þér að hann
er dáinn, þarna austur í auðninni, og þangað fór hann fyrir yðar
aðgerðir.
— Mínar aðgerðir?
— Já, og það sem þér standið fyrir kom honum til að yfirgefa
mig. Ég bið yður nú, að segja ekki Tony Croom upp vinnunni,
hvernig sem málið fer! Verið þér sælir! Og áður en hann gat svarað,
var hún horfin.
Næsta morgun fékk hún svohljóðandi bréf:
30 VTKAN 34-tbl-