Vikan - 21.08.1969, Side 34
FYRSTIR með STÆRRA rými
III L t
^ i; -—7 jj 320 lítra DJÚP-
FRYSTIRINN
; • j S|p!ijp^i|4 llj STÆRRA geymslurými
illll^ /líW^iÍkIk'' ■SE2^({ESiSS»\^\'k-A llfffÍ •/■/ / IMk' \ mlf miðað við utanmál.ryð-
frír, ákaflega öruggur í
!—T ifi notkun, fljótasti og bezti
Eigum einnig frystiskápa 180, 221 djúpfrystirinn. KPS-djúpfryst er örugglega djúpfryst. 1, 330 litra. —
Söiustaðir í Reykjavík: Einar Farestveit & Co. hf., Bergstaðastræti 10A, sími 16995 og
Baldur Jónsson sf., Hverfisgötu 37, sími 18994.
þjóðveginn. Þótt bæði væri rok
og rigning hafði hann ekki eirð
í sér til að bíða, þar til fulltrú-
inn vaknaði. Hann mátti til að
skoða húsið, sem morðið hafði
verið framið í.
Gamla slagkápan hans var
eins og fjaðrafok í rokinu, og
hann varð að halda barðastór-
um hatti sínum með báðum
höndum. Regnið buldi á andliti
hans, og gömlu aspirnar með-
fram veginum, sem setja svo
einkennilegan svip á umhverfið,
svignuðu í vindhviðunum. Veg-
urinn var eitt svað, og stígvélin
skrikuðu í leirnum.
Hús frú Montvoisin stóð eitt
sér og stórar aspir allt í kring.
Þetta var hátt hús í barokk-stíl,
frá öndverðri 18. öld. Síðari eig-
endur höfðu gert ýmsar breyt-
ingar á því, og meðal annars sett
á það bratt helluþak og marga
háa reykháfa. Húsið var niður-
nítt að sjá. Sandsteinaskrautið
var veðrað, hliðin og ljóskerin
ryðgað og múrinn umhverfis
húsið og garðinn missiginn og
mosavaxinn. Það var líkast
gömlum kastala. Járnhliðið var
jafnan læst, eins og gamla kon-
an hefði búizt við hættum utan
frá. Það var óhugsandi, að morð-
inginn hefði klifrað yfir þennan
múrgarð til þess að komast inn
í húsið. Jean var sammála full-
trúanum um það. Morðinginn
hlaut að vera innan veggja húss-
ins.
Tulipe tók í rauðan klukku-
streng, og á samri stundu glumdi
í stórri bjöllu. Eftir dálitla stund
bólaði á hinum virðulega Mar-
cel þjóni og svo hreppstjóranum,
sem hafði setzt að í húsinu um
sinn. Marcel heilsaði stuttlega
og spurði hátíðlega um erindi
gestsins, en hreppstjórinn, sem
þekkti Tulipe, gat ekki leynt
gremju sinni yfir komu hans.
— Góðan daginn, herra minn.
Svo að þér eruð komnir líka. Það
er auðséð, að þeir halda, að við
getum ekki gert neitt hér í Ser-
viers. Fyrst er okkur sendur
þessi Sherlock Holmes frá Par-
ís, — þessi Bardau fulltrúi. Og
svo skýtur glæpamálasérfræð-
ingurinn Jean Tulipe upp koll-
inum.
Jean Tulipe brosti góðlátlega
og rétti hreppstjóranum hönd-
ina.
— Sannast að segja hefur eng-
inn sent mig. Ég kem hingað af
sjálfsdáðum, í sannleika sagt af
einskærri forvitni og til þess að
læra. Þér getið auðvitað rekið
mig út, ef þér viljið. En ef það
truflar yður ekki í starfinu, þá
þætti mér vænt um að fá að líta
inn í húsið og spjalla ofurlítið
við fólkið.
— Þér megið ekki misskilja
mig, herra Tulipe. Ég sagði þetta
vitanlega í gamni. Þér getið far-
ið hér um hvar sem þér viljið
og talað við hvern sem er. Ég
býst ekki við, að þér finnið neitt,
sem yður þykir matur í. Málið
er upplýst að kalla. Þessi Rosa-
líe.. . .
— Er búið að taka hana fasta?
— Nei, ekki ennþá. Fulltrúan-
um fannst réttara að láta það
bíða, þótt við hefðum nægar
ástæður til að gera það. En við
höfum vörð í húsinu. Enginn má
fara út héðan nema með sérstöku
leyfi.
Þeir voru komnir inn í and-
dyrið og Tulipe skimaði í kring-
um sig, en Marcel tók við renn-
blautum frakkanum hans og
hattinum.
— Er eldabuskan í herberg-
inu sínu?
— Nei, hún er eitthvað að
dunda í eldhúsinu. Það er gæzlu-
þjónn þar til að hafa gætur á
henni, ef hún skyldi reyna að
strjúka... .
... eða reyna að lauma
eitri í matinn, skaut Jean Tuli-
pe inn í og brosti, en hreppstjór-
inn skildi ekki, að hann var að
gera gys að honum.
Mætti ég fá að líta inn í
herbergið hennar?
— Gerið þér svo vel. Þér far-
ið þessa leiðina. En þar er ekk-
ert sem að haldi kemur. Við höf-
um rannsakað herbergið. Hún
hlýtur að hafa falið morðvopnið
annars staðar.
— Það var mjög skynsamlegt,
tautaði Jean Tulipe.
Herbergi Rosalíe var uppi
undir þaki. Þetta var snoturt
herbergi með rósóttum vegg-
pappír og útsýni yfir sléttuna.
Saumakassinn hennar stóð á litlu
borði, gljáfægður kassi með
mynd af Notre Dame kirkjunni
á lokinu. Þar var önnur askja
með skeljum og kuðungum. Jean
Tulipe opnaði hana. Hún var
fóðruð með rauðu flaueli og
spegill í lokinu.
— Þetta hefur hún víst feng-
ið hjá sjómanni einhvers staðar,
tautaði hann. — Það er ekki fal-
legt að vera að gramsa í dótinu
kerlingarinnar, en kannski hef-
ur hún bara gott af því.
Hann leit á ýmis bréf og
myndir, sem voru í öskjunni,-
Einu þeirra stakk hann í vas-
ann.
— Nei, þér hafið rétt að mæla,
herra hreppstjóri. — Hér er ekk-
ert merkilegt.
Sagði ég það ekki?
Jean Tulipe sneri sér að þjón-
inum:
Hve lengi hafið þér unnið
hérna, Marcel?
— Bráðum í fjörutíu ár,
herra.
Hann svaraði hægt og form-
lega og það mátti sjá á andliti
hans, að honum var svona sletti-
rekuskapur ekki að skapi.
— Má ég spyrja yður nokk-
urra spurninga? Þér getið sleppt
að svara þeim, ef þér viljið.
Jean Tulipe horfði fast á þjón-
inn.
— Vissuð þér, að frú Mont-
voisin geymdi peningana sína í
kommóðuskúffunni í svefnher-
berginu sínu?
Það var eins og Marcel yrði
svolítið fölari og röddin óstyrk-
ari.
— Nei, herra. Það vissi ég
ekki.
— Vissuð þér kannski ekki,
að frúin átti peninga?
— Nei, herra, ég vissi ekki
neitt um fjárhag frúarinnar.
— Og þó hafið þér verið
hérna í fjörutíu ár. En meðal
annarra orða: Hvert farið þér,
þegar þér flytjið héðan? Eigið
þér nokkuð til að lifa af? Hefur
frúin ekki ánafnað yður neitt
eftir sinn dag?
— Ég veit ekki hvert ég fer.
Ég hélt — frúin hafði minnzt á
það einu sinni — að hún mundi
ánafna mér einhverri upphæð.
En það hefur ekki orðið.
Það kom vonbrigðissvipur á
gamla manninn.
— Nú, svo að þér hélduð það.
Ofurlitla fjárupphæð. Og þér
sögðuð áðan, að þér vissuð ekki,
að frúin ætti peninga.
— Ef þér þurfið ekki að
spyrja mig um fleira, þá vil ég
gjarnan fara. Ég verð að hugsa
um verkin mín.
Hann hneigði sig.
Jean Tulipe fór fram í eldhús.
Honum þótti gaman í eldhúsinu
og var sjálfur vel að sér í mat-
reiðslu. Og Rosalíe, sem stóð
þarna og var að fletja smjör-
deig, virtist vera fyrsta flokks
eldabuska. Eldhúsið var stórt
og hvítkalkað, með bogmynduðu
lofti, eldavélin var gljáfægð og
reykhetta yfir. Þarna var brauð-
lykt og móreykur samanbland-
að.
Hvarmarauð augu Rosalíe
lýstu skelfingu, er hún sá gest-
inn koma. En Jean Tulipe brosti
svo alúðlega, að henni hægði.
— Ah, posteikur. Það er uppá-
haldsmaturinn minn. Og ég sé,
að þér kunnið að búa til deigið
í þær. Tíu til fimmtán sinnum
verður maður að leggja það sam-
an og fletja það út. Þá verða
lögin þunn eins og pappír.
Rosalíe fékk ósjálfrátt traust
á honum, þegar hún sá, að hann
kunni að búa til posteikur. Og
nú fór Tulipe að spyrja hana
hvað hún hygðist fyrir.
Minnizt þér ekki á það, en
ég hef ekki gert neinar fram-
tiðaráætlanir. Ég veit ekkert
hvað um mig verður. Ef til vill
stinga þeir mér í tugthúsið.
Hún fór að gráta.
Ætli það væri ekki hyggi-
legra að segja allt sem þér vit-
ið. Þér haldið einhverju leyndu
fyrir lögreglunni og með þvi
gerið þér sjálfa yður grunsam-
lega.
— Já, en ég hef sagt allt sem
ég veit. Fulltrúinn hefur spurt
og spurt. Hann var að spyrja
mig í alla nótt, svo að ég vissi
loksins ekki mitt rjúkandi ráð.
34 VIKAN 34-tbl-