Vikan


Vikan - 21.08.1969, Síða 42

Vikan - 21.08.1969, Síða 42
að leika það stórveldishlutverk, sem hershöfðinginn krafðist af þeim en þeir höfðu takmörkuð efni á. Önnur ástæða: yngstu kjósend- urnir, sem nú greiddu atkvæði í fyrsta skipti, reyndust hafa lítinn smekk fyrir hinum næstum áttræða leiðtoga. Borgarastéttin franska, sú nurlunarsamasta í heimi, var gröm yfir hraðvaxandi verðbólgu og hækkandi sköttum, plús óstöðug- leika frankans. Stóriðnrekendur voru fúlir yfir hagnaðarloforðum de Gaulles til handa verkamönnum eftir voróeirðirnar og verkamenn yfir ráðstöfunum hans til bjargar frankanum. Meira að segja í utan- ríkismálum voru menn farnir að ef- ast um óskeikulleika gamla manns- ins; því heyrðist jafnvel hvíslað að honum væri naumast sjálfrátt leng- ur. Afskipti hans af deilum Isra- elsmanna og Araba réðu miklu hér um. Gyðingar Frakklands eru að- eins rúm hálf milljón, en áhrif þeirra og vinsældir Israels miklu meiri en sem því svarar. Að end- ingu mætti segja að margir hafi verið orðnir leiðir á hve hátt gamli maðurinn — þrátt fyrir alla galla — gnæfði yfir þá, leiðir á að heyra honum, í blöndu af gamni og al- vöru, líkt við Jóhönnu af Örk, Na- póleon, Guð og Jesús. Máltækið segir að séu fjórir Frakkar samankomnir, hljóti þeir að skipta sér í fimm stjórnmálaflokka minnst. Margir höfðu spáð ringul- reið eftir fall de Gaulles, en enn sem komið er hefur sú spá ekki rætzt, svo er að þakka samstöðu hægri aflanna um Pompidou. Að sjálfsögðu býr hann að þeirri festu, sem stjórnartíð gamla mannsins hefur skapað. Og hann reynir eftir beztu getu að viðhalda henni. Hinn ytri svipur forsetaembættisins kem- ur að vísu til með að stórbreytast við mannaskiptin, vegna mann- blendni og alþýðleika nýju forseta- hjónanna. Pompidou er eins og fiskur í vatni jafnt í hópi fjármála- manna, lögmanna, listamanna og háskólamanna, og engu spillir Claude kona hans þar um. Hún er rúmlega fimmtug og lítur út fyrir að vera yngri, Ijóshærð, stælt og hávaxin, einarðleg og frjálsleg í framkomu og þykir ekki alltaf fylgja formsatriðum út í yztu æsar. Hún kann bezt við sig í sportföt- um og fer ekki í kjól eða setur upp hatt nema i ýtrustu neyð. Séu forsetarnir — sá nýi og sá gamli — andstæður um flest, þá eru frúr þeirra það ekki síður. Yvonne de Gaulle var þekkt fyrir sinn viktorí- — Eg vissi ekki að þeir merkja líka fólk með hringjum! 42 VIKAN anska móral; hún flæmdi allt sex úr franska sjónvarpinu og klám- bækur úr bókstöllunum á Vinstri- bakka. Vændiskonur höfuðborgar- innar sá hún ekki heldur í friði, svo að þær voru hættar að þora að stunda veiðiskap sinn út undir beru lofti. Frakkar kölluðu hana Tante Yvonne. Pompidou kemur trúlega með að reyna að fylgja stefnu gamla mannsins í mörgum meginatriðum, en öðru mun hann breyta, varlega þó og smátt og smátt. Hann reynir sjálfsagt að greiða til frambúðar úr vandræðum frankans, og ætti að eiga þar tiltölulega auðveldan leik sem þaulreyndur bankamaður á al- þjóðamælikvarða. Sem fyrrverandi háskólakennari þekkir hann skóla- mál landsins, sem eru ekki of vel á vegi stödd, út og inn. Hann mun trúlega reyna að milda sambandið við Bandaríkin og Bretland og jafn- vel hleypa Bretlandi inn í Mark- aðsbandalagið, er stundir líða. — Hann fer varla að misnota fjöl- miðla landsins, einkum sjónvarpið, jafn gróflega í eigin þágu og de Gaulle gerði. Og hann þekkir skrif- stofubákn stjórnarstofnananna út og inn — nokkuð sem fyrir de Gaulle var alltaf óbotnandi völund- arhús, sem hann bæði hafði and- styggð og fyrirlitningu á. Þegar Pompidou hyggst koma einhverju til leiðar, þá veit hann nákvæm- lega í hvaða strengi þarf að kippa til að tryggja framkvæmdina. dþ. Konan eða dauðinn Framhald af bls. 15. Mikill mannfjöldi safnast sam- an á ströndinni þegar Kahah leggur frá landi. Á þessum síð- ustu tímum, þegar öllu fer aftur, er það sjaldgæft að menn leggi svo mikið á sig til að eignast konu. Olari er sú eina sem kyrr er heima í kofa. Kahah stígur ákveðinn út í mjóan og veikan farkostinn, grípur árina og paðl- ar sterklega út í gegnum brim- ið, sem er með meira móti þenn- an dag. Mwane Apuna stendur í miðjum hópnum, klæddur hvítri skikkju. Hann horfir til himins, líkt og hann sé á hljóðskrafi við guðina. Kahah paðlar og paðlar unz hann er kominn um kílómeter frá ströndinni. Þá lyftir hann ár- inni hátt og hendir henni í sjó- inn. Eftir það ræður hann engu um ferð bátsins, sem rekur nú fyrir straumi og vindi. Hann veifar til áhorfendanna á strönd- inni, og kænan skoppar eins og korkur á ölduföldunum. Nóttina áður hefur verið úr- helli og sjórinn er því með óró- legra móti. Kahah rekur stöðugt — lengra frá ströndinni. Fólk- inu verður ekki um sel. Æðsti öldungurinn ráðfærir sig við Mwane Apuna. En töframaður- inn hristir höfuðið og svarar fáu. Það er sem hann bíði einhvers. Á sama andartaki hristist eyj- an öll og skekst af jarðskjálfta. Fólkið dreifist æpandi. Önnur skjálftabylgja fylgir, meiri hinni fyrri. Eyjarskeggjar hlaupa til kofa sinna. Frá hafinu heyrast lágar drunur, og fjöruborðið breikkar. Himinninn er allt í einu orð- inn svartur sem bik. Regnið hellist niður. Og neðan úr jörð- inni heyrast stöðugt daufar drunur. Öðru hvoru fer skjálfti um yfirborðið. Skyndilega æðir mikil flóð- bylgja upp að ströndinni og drjúgan spöl á land upp, rífandi með sér allt lauslegt. Regnið fell- ur svo þétt að skyggnið er að- eins nokkrir metrar. Eyjar- skeggjar eru löngu hættir að horfa eftir Kahah. Það leynir sér ekki að vanþóknun guðanna á tiltæki hans hefur verið meira en lítil, fyrst þeir létu sig ekki muna um að færa úr stað jörð og sjó til að tortíma honum. Þá kveður við hátt hróp. Mað- ur öslar upp frá sjónum og hníg- ur síðan niður, steinuppgefinn. Þetta er enginn annar en Kahah. Flóðbylgjan hafði ekki sökkt bátnum hans, heldur borið hann að landi, þar sem hann hafði molazt sundur. Kahah hafði hins vegar náð taki á klettanibbu og bjargast. Hann er sárþjakaður, en engu að síður hinn kátasti. „Þetta vissi ég,“ muldrar Mwane Apuna. Hann reisir Ka- hah á fætur og leiðir hann til þorpsins. Jarðskjálftinn er um garð genginn og virðing eyjarskeggja fyrir Kahah hinum frækna á sér engin takmörk. Olari kemur frá kofa sínum og kastar sér að fót- um hans. Úr því sem komið er dirfist hún ekki að þverskallast við bónorðinu; það væri sama og að storka guðunum, sem svo eftirminnilega hafa látið í ljós að þeir eru á bandi Kahah. Eng- inn á Owa Raki efast um að þeir hafa sett af stað allan fyrirgang- inn — jarðskjálftann, úrhellið, flóðbylgjuna — til þess eins að gera Kahah þennan greiða. Fáeinum klukkutímum síðar kemur annar jarðskjálftakippur, þótt enginn hafi þá beðið guð- ina neins. En enginn eyjar- skeggja brýtur heilann um svo- leiðis smómuni. Kahah og Olari halda brúð- kaup sitt með mikilli viðhöfn. Þegar áætlunarskipið kemur nokkrum dögum síðar, taka þau sér far með því til San Christo- bal, sem er ein stærsta Saló- monseyjan. Þar vinnur hann á plantekru. Svo er um marga unga menn frá Owa Raki; þeim leiðist tilbreytingarleysi heima- haganna og leita á vit nýtízku- legri lifnaðarhátta, sem hvítir menn hafa flutt til eyjanna. Hvort þær nýjungar gera Mela- nesana að betra eða hamingju- samara fólki, er svo annað mál. Gestir sem komið hafa til Owa Raki hafa veitt því athygli að börnin þar fljúgast aldrei á eða rífast, og að foreldrar skamma heldur aldrei börn sín. Það telst til tíðinda ef börn gráta þar á eynni. Owa Raki er eitt af sár- fóum, síðustu friðarbólum þessa geðveika heims. dþ. Hvernig verður íslenzk hljómplata til Framhald af bls. 27. hljóðfæranna berist ekki í aðra hljóðnema en þann sem hverju hljóðfæri er ætlaður. Þetta er töluvert nákvæmnisverk, og eft- ir að þetta hefur verið gert, eft- ir hyggjuviti magnaravarðarins, getur hann svo hafizt handa inn í sínum hljóðeinangraða klefa að stilla hljóðfærin þannig að sem bezt útkoma fáist. Óþarfi er sennilega að geta þess, að upptökusalurinn sjálfur er al- gjörlega hljóðeinangraður. Platan verður til. Eins og fyrr segir, er svo farið að taka upp. Eftir að rythminn hefur verið tekinn upp á segul- bandsspólu, svo fullnægjandi sé, er henni spólað yfir á aðra, og síðan er bætt inn á öðrum hljóð- færum, smátt og smátt, eftir því sem útsetningin kveður á um. Og í hvert skipti sem nýju hljóð- færi er bætt inn á upptökuna, er spólan færð af tæki 1, eins og það er kallað, yfir á tæki 2, og svo koll af kolli. Þetta er líka mikið nákvæmnisverk, og er oft mjög erfitt fyrir magnaravörð- inn að gera sér grein fyrir hvernig lagið hljómar að lokum, en það verður hann að gera svo rétt jafnvægi fáist milli hinna ýmsu hljóðfæra. Þegar öllu er lokið, og hljóð- færaleikarar og magnaravörður eru ánægðir með útkomuna, er svo sungið inn á undirleikinn. Það getur tekið mjög langan tíma — oft engu skemur en sjálfur undirleikurinn. Pétur Steingrímsson man til dæmis eftir nokkrum lögum sem tók 6—7 klukkustundir að taka upp hvert. Ef kór er með í laginu, eins og á þeim plötum sem Óm- ar Ragnarsson og Guðmundur Jónsson hafa nýlega sungið inn á, er kórinn stundum tekinn upp áður og stundum á eftir. Og fyr- ir kemur að hljóðfæri eða hljóð- færum er bætt ofan í sönginn, eins og gert var í laginu „Óska- lagið“, sem Erla Stefánsdóttir söng inn á plötu fyrir Tónaút- gáfuna. Það kom til af því, að umrætt hljóðfæri, sem var píanó, átti að ,,svara“ henni, og tónstyrkurinn lá ekki ljós fyrir fyrr en söngurinn hafði verið tekinn upp, en eins og gefur að skilja. er ákaflega mikilvægt að rétt hlutfall sé milli söngs og undirleiks. „Þróunin stefnir í þá átt, að

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.