Vikan


Vikan - 21.08.1969, Blaðsíða 49

Vikan - 21.08.1969, Blaðsíða 49
— Hvað eruð þið að tala um? hálfhrópaði Angelique. — Jesúítann! — Ég hafði á tilfinningunni, að hann væri Jesúíti í gærkvöldi, sagði Madame Jónas. — Það var eitthvað við hann og hann gerði mér órótt, þótt hann væri jafn stjarfur og ihinir af kulda. En Þegar ég sá hann í morgun, um leið og ég fór fram í aðalskálann, svartan frá hvirfli til ilja i kuflinum sinum, með kragann og krossinn, hélt ég að það myndi líða yfir mig. Það er ennþá hrollur í mér ....... — Við höfum nokkuð verra en Jesúítaprest á meðal okkar, sagði Angelique dapurlega. Og hún skýrði málið fyrir þeim. Einangrun var nauðveldasta leiðin til að koma í veg fyrir að ból- an breiddist hratt út. Jonasarhjónin áttu að vera með börnin inni i herbergjum sinum, þar til þau fengju frekari fyrirmæli. Þeim myndi verða fært matarefni, sem þau matreiddu svo handa sér og börnunum. Þau gátu fengið sér ferskt loft með þvi að klöngr- ast út um gluggann á bakhlið hússins, þvi snjórinn náði nú næstum upp á gluggasylluna. Með því að gæta þessara varúðarráðstafana, var rétt mögulegt að þau slyppu við hina hræðilegu plágu. Þegar hún kom fram i meiginskálann, sá hún hóp manna standa við eitt rúmið í enda skálans, þar sem karlmennirnir höfðust við. Hún fór þangað og sá kafrjótt andlit Loménies greifa á koddanum. Hann var þegar meðvitundarlaus. 69. KAFLI E'inn Húrónanna dó þetta kvöld, eftir að hafa gert játningu sína og þegið síðasta sakramentið af föður Masserat. — Nú höfum við þó að minnsta kosti þjónustu kirkjunnar tiltæka, sagði Nicholas Perrot. — Það er fremur fátitt, þegar fólk deyr á af- skekktum slóðum að vetri til. Þau höfðu flutt Loménie greifa upp á loftið. Reykháfurinn lá þar í gegn og hitaði það upp að nokkru, þar að auki var fluttur þangað upp viðarofn og lofthlerinn skilinn eftir opinn. En af ótta við að í kynni að kvikna, varð einhver að vera stöð- ugt hjá veika manninum. Það reyndist einnig nauðsynlegt af ann- arri ástæðu: Hann var mjög órólegur og var sifellt að reyna að rísa upp. Þar að auki varð að gefa honum að drekka mjög þétt og baða enni hans, sömuleiðis að breiða ofan á hann. Angelique bað Clovis að hjálpa sér, ekki vegna þess að hann hefði sýnt einhverja sérstaka hæfileika sem hjúkrunarmaður, heldur vegna þess að hann var sá eini, sem hafði fengið bólu og myndi þvi ekki smitast af um- gengninni við veika manninn. Angelique fór í skinnhanzkana, sem hún hafði fengið kvöldið áður, þegar hún fór að sinna vesalings greifanum. Hún var ekki viss um, að þessi varúðarráðstöfun væri nægilega varanleg o>g ákvað að skilja lianzkana eftir uppi og fara í þá, þegar hún kæmi þangað. Það sem eftir var dagsins, sauð hún ókjörin öll af vatni, sem hún setti í allar lyfjarætur og lauf, sem henni voru tiltæk. Þar að auki varð hún að taka að sér verk Madame Jonas og Elvíre. Þegar Peyrac greifi veitti því eftirtekt skikkaði hann tvo menn til að hjálpa henni. Hann hafði auga með öllu. Hann hélt áfram starfi sínu á verkstæðinu, eins og venjulega, en heimsótti Loménie greifa nokkuð þétt og sömuleiðis Macollet gamla, sem virti veiku mennina fyrir sér með heimspekilegri ró, reykti pípu eftir pípu og drakk glas eftir glas af 'koníaki. Þegar hann kom úr síðustu heimsókn sinni þangað um kvöldið, var Jesúítaklerkurinn með honum og sagði þeim frá andláti fyrsta Húrónans. Kvöldmaturinn var á borðum og þau settust niður til að borða, þótt sumum væri óþægilega þröngt i kverkum. Enginn hafði haft sinnu á að taka niður jólaskreytingarnar. Þótt ekki væri lengra um liðið virtist hin glaða þrettándahátíð í órafjar- Iægð. Ef þau lifðu þetta af, myndi sá dagur lengi i minnum hafður. Þau fylgdust hvert með öðru af stakri natni til að uppgötva sjúk- dóminn sem fyrst. Fyrst voru auðvitað ókunnu mennirnir þrír rann- sakaðir gaumgæfilega, Jesúítinn, hertoginn af Arreboust og hávaxni ungi maðurinn, sem aldrei opnaði munninn nema til að borða, og allir önduðu léttar þegar í ljós kom að þeir höfðu beztu matarlyst. Því nú hefðu þeir átt að vera orðnir veikir, hefðu þeir smitazt um leið og hinir. Rætt var um læknisráð, sem mjög tiðkaðist í Austurlöndum til að vernda fólk fyrir veikinni, á þann hátt að rispa hörundið með hnífsoddi og núa í sárið útferð úr bólum sjúklings, sem var á batavegi. Sumir þeirra, sem af höfðu komizt frá Austurlöndum, höfðu komið sér upp ábatasömum fyrirtækjum með því að viðhalda grefti í nokkrum bólum sínum svo árum skipti, ferðast frá borg til borgar og bjóða fólki þessa vörn gegn sjúkdómnum. En hér var þessu ekki til að dreifa, því Clovis einn hafði fengið bóluna áður og bólur hans voru löngu grónar, og Húróninn hafði dáið, án þess að hinar sérkennandi bólur mynduðust. Þessar umræður sviptu Angelique þeirri ltilu matarlyst, sem hún annars hafði, því jafnvel áður en þær hófust, hafði hún orðið að neyða ofan í sig það litla, sem hún át. Og eins og vænta mátti, á degi eins og þessum, voru börnin fljót að finna, að þau voru ekki undir eins ströngum aga og venjulega, fóru að hinum eðlilegu hugdettum aldurs síns og tóku upp á alls lags skammarstrikum. Allt í einu kvað við hróp úr herbergi Jonasarfólksins og Angelique fann Elvíru skælandi og Monsieur og Madame Jonas stóreyga af ang- ist. Þau bentu þegjandi út í horn. Það var Honorine. Litla stúlkan hafði neytt þess, að athygli fullorðna fólksins hvíldi ekki á henni, ákveðið að skera hár sitt að írokatízku, og fengið Tómas i lið með sér. Það var ekki auvelt, og þrátt fyrir stöðuga notkun skæra og rak- hnífs, hafði það tekið börnin röska klukkustund að klippa og skafa þykkan lubbann af henni og skilja aðeins eftir hringlaga topphnút uppi i miðjum hvirflinum. Þegar Elvire þótti loksins tortryggilegt, hvað þau voru hljóð og gætti að þeim, voru Þau að reyna að virða fyrir sér árangurinn i rakhnífnum, því engan höfðu þau spegilinn. Þegar fullorðna fólkið tók að æpa oig hrópa, og Angelique kom þjótandi inn í herbergið, stirðnuðu börnin upp úti í horni, sátu þar stóreyg og starandi. Þau voru kvíðafull, en gerðu sér enga grein fyrir, að þau hefðu hagað sér heimskulega. —- Við erum ekki alveg búin, sagði Tómas. — Ég á eftir að setja í hana fjaðrirnar. Angelique hlammaði sér niður í stól og hló, þar til hún fékk verk undir siðuna. Lítið kringlótt andlit Honorine, ,með þennan þykka, rauða hár- brúsk, var hlægilegra en orð fengju lýst. Þar að auki hló hún meira en efni stóðu til, vegna þess hve uppgefin hún var. Og hvað annað gat hún gert? Til eru þeir dagar, þegar djöfullinn virðist hafa fengið sérstakt leyfi til að hrella mennina, og ef ekkert hindrar hann, getur hann gert þá brjálaða. Hún reyndi að skýra það fyrir Elvire, sem enn skældi, og var hneyksl- uð á viðbrögðum Angelique við þessum voða, að of margt skelfilegt hefði gerzt á þessum degi til að þau gætu gert nokkuð úr þessum ómerkilega viðburði, sem var ekki annað en uppátæki krakkakjána. Og það mátti þakka fyrir, að Honorine hafði ekki verið eyrna- mörkuð eða illa skorin, eins og vel hefði mátt vænta. Efn kannske var Tómas rakari af guðs náð! Monsieur og Madame Jonas stungu upp á alvarlegri refsingu, svo sem eins og meina þeim um brauð og ost, en Angelique mótmælti því harðlega. Nú mátti enginn vera án brauðs og osts. En hún gekk til sökudólganna og benti þeim höstuglega á, að þau hefðu verið mjög óhlýðin að taka skærin og rakhnífinn, en þorði ekki að hirta þau frekar af ótta við smitum. Krakkarnir höfðu svo sem valið rétta daginn fyrir þetta uppátæki. Eina refsing þeirra var sú, að þau voru látin hátta í myrkrinu. Það var refsing, sem þau fundu vel fyrir og myndu muna eftir. Þegar aftur kom fram í meginskálann, sagði Angelique öllum hvað gerzt hafði. Það kom öllum til að hlægja, og á eftir var léttara yfir öllum. öllum fannst, að þessi aðferð til að gefa ógæfunni langt nef, kynni að vera til Þess að bægja burt ilium öndum. Honorine hafði sýnt með hegðun sinni, að hún var ekki hið minnsta hrædd við bóluna. Hún hafði önnur járn í eldinum. Allt þetta gæti dregið úr og ef til vill bægt burtu öndum myrkursins. Annað, sem hressti fólkið, var að uppgötva brauð og ost í farangri Kanadamannanna. Þrír menn höfðu farið út fyrir vatnsvirkið, til að grafa upp það sem eftir var af búnaði Frakkanna úr ísnum og snjónum, og ásamt hinu venjulega þurrkaða kjöti og reyktri svínssíðu, maísmjöli, tóbaki og koníaki, höfðu þau fundið hálfan, stóran ost og heilan hleif af hvítu brauði, allt steinhart. En það þurfti ekki annað en láta brauðið í ofninn litla stund og ostinn standa við eldinn, til að gera hvorttveggja sem nýtt aftur. Brauðið varð heitt og osturinn mjú'kur, þó ekki um of, og ilmurinn var unaðslegur. Frakkarnir vildu endilega deila kosti sínurn með gestgjöfunum, því þessir réttir voru þeirra daglegt brauð í Quebec, en skógarbúarnir sáu aldrei þvílika hluti. Nokkrir imuldruðu eitthvað um mögulega smitun af matnum, en síðan náði græðgin yfirhöndinni. Angelique hugsaði sig um andartak, og ákvað svo, að þetta skipti ekki máli. Hún gerði krossmark yfir brauðinu og ostinum, til að reka burtu illa anda, en sendi síðan óþægu börnunum tveimur bita, sem batt enda á kjökur þeirra. 70. KAFLl. Mennirnir í Wapassou tóku tíðindunum um það, sem yfir þeim vofði, með mestu rósemi. 1 jafnaðargeði þeirra fólst mikið trúarþel, sátt við vilja guðs. Angelique átti ekki þesskonar sátt. Hún unni lífinu heitt, enn meira fyrir það, hve henni fannst hún nýlega hafa kynnzt þvi i allri þess dýrð. Og hún vildi ekki, að Honorine og synir hennar þyrftu að ljúka lífinu í æskublóma. Fráfall einihvers barnanna eða ungu mannanna fannst henni mundu vera glæpur, sem hún væri ábyrg fyrir. En stundum verða menn að vera reiðubúnir að fórna lifi sinu fyrir sjálfan sig og þá sem eru umhverfis, horfast í augu við, að sverðið kunni að falla á hverri stundu, og gefast upp, án tilgangslausrar byltingar móti sameiginlegu hlutskipti imannanna. — Við göngum með lifið og dauðann okkur við hlið — hvort tveggja er mikilvægt á sinn hátt — við megum ekki óttast dauðann.... Hver var það, sem svo hafði mælt? Það var Colin Paturel, kon- ungur þrælanna í Meknés, Normanni, ómenntaður sjómaður, maður af sama tagi og þeir, sem hér voru fangar vetrarins í framandi iandi.. Allir þessir menn höfðu með naumindum flúið dauðann hvað eftir annað, ekki aðeins dauða í orrustum, sem þeir höfðu dregizt út i vegna ævintýralöngunar sinnar, heldur einnig dauða af veikindum og faröldrum. Flestir þeirra höfðu sloppið heilir á húfi úr að minnsta kosti einni plágu ef ekki tveimur, plágunni í Austurlöndum, gulunni í höfnum Afriku, kúabólu hér og þar, skyrbjúg, ígerðum og hitasótt — aðrir höfðu verið dæmdir til að deyja úr hungri, þorsta eða vegna pyntinga.. Þeir höfðu komið heilir á húfi úr öllum þessum 'krankleikum og voru stöðugt sannfærðari um. að þeir væru ekki móttækilegir fyrir þesskonar kvilium. Það var eins í hverri orrustu, sem þeir höfðu háð. En nafn þitt stóð ekki á kúlunni, var allt í lagi. Ef það stóð, þá góða nótt! Þinn tími var kominn! Þegar Joffrey de Peyrac ákvað að vaka hluta næturinnar hjá Lomenie greifa og leysa járnsmiðinn af, kveið Angelique engu hans vegna. Henni fannst hann hljóta að vera ónæmur fyrir veikindum, og Það var þessi rósemi, sem reyndist bezta læknisráðið, þegar allt kom til alls. Á áttunda degi dó siðasti Húróninn með háan hita og þakinn rauðum skellum. Bn enn sáust engar bólur. I dögun næsta dag, þegar hún kom til að leysa Clovis af, eftir að hann hafði vakað hjá veika manninum alla nóttina, fann Angelique 34. tbi. vikan 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.